Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 20
AF VETTVANGI FÉLAGSMÁLA Ljósurnar Ljósmœður 60 ára og eldri mœttu vel á stofnfund Ljósanna. Eins og kom fram í fréttabréfi LMFÍ í febrúar síðastliðinn, var stofnuð deild eldri ljósmæðra innan félags- ins 6. desember, 2005 og hlaut nafnið Ljósurnar. Þessari hugmynd, sem var dálítinn tíma að búa um sig, var vel fagnað. Þrjár ljósmæður voru kosnar í stjórn: María Björnsdóttir, formað- ur; Hjördís Karlsdóttir, ritari og Anna Þorsteinsdóttir, meðstjómandi. Til að fá hugmynd að deild sem þessari var haft samband við formann öldungadeildar Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, sem góðfúslega sendi okkur reglur þeirrar deildar ef það yrði okkur gagnlegt. En svo er umhugsunar- efni hvort önnur Ijósmæðrafélög á norð- urlöndum hafi sérstaka deild fyrir eldri félaga og hvort við ættum að kanna það. Einn formlegur félagsfundur var haldinn 8. febrúar, 2006 þar sem yfir 30 ljósmæður mættu. Þar voru kynntar tillögur að reglum deildarinnar og verða þær sendar með fundarboði aðalfundar í haust svo hægt verði að ganga frá samþykki. Stjórnin hefur að sjálfsögðu haldið fundi eins og gerist í öðrum alvörufélögum og m.a. rætt fyrirkomu- lag deildarinnar. Heppilegast hefur þótt að miða við formlega Ljósufundi 2- 3 sinnum á ári. Að hafa fleiri form- lcga fundi gæti orðið óþarflega þungt í vöfúm. Hinsvegar hafa Ijósmæður haft þann sið síðan haustið 2005 að fara í miðdegis kaffi í kaffiteríu á 4. hæð Perlunnar fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Þá er hugsanlegt að finna ljósmæður á öllum aldri þar. Stjórnin hefur komist að þeirri nið- urstöðu að 5 manna stjórn sé æskileg til að mæta hugsanlegum forfollum. Því er það svo að nú vantar tvær ljósmæður til viðbótar. Þær sem gefa kost á sér eru beðnar um að láta vita. Allar ábending- ar um stjórnarmeðlimi eru vel þegnar. Það verða því hugsanlega spennandi kosningar í haust ef margar uppástung- ur berast. Ekki hefúr verið ákveðið hvenær næsti formlegi fundur verður. Á stofn- fundinum var lauslega varpað ffam hugmynd um ferðalag að sumri til, en ekki þykir tímabært að ráðast í slíkt. En þar sem Ljósmæðrafélagið er komið í eigið húsnæði eru miklar líkur á að fundur verði haldinn í sumar og þa boðað til hans sérstaklega. Þess ber að geta að Ljósmæðrafélagið hefur greitt kostnað af fundarboðunr. Þá er rétt að nefna að nafnalisti sem hefúr verið stuðst við til póstsendinga

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.