Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Page 31

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Page 31
ur LMFÍ sameinaðist orlofssjóði BHM um síðustu áramót. Bústaður Ljósmæðrafélagsins í Úthlíð var seldur Félagi íslenskra hljómlistamanna í apríi fyrir 13,6 milljónir með öllu innbúi og má það teljast góð ávöxtun á fé Ljósmæðrafélagsins sem keypti bústað- inn fyrir 6 árum á rúmar 6 milljónir. Húsnæðiskaup og flutningar I beinu framhaldi af sumarbústað- arsölunni má nefna húsnæðiskaup Ljósmæðrafélagsins hér í Borgartúni 6. Þessi stjórn getur að sjálfsögðu ekki stært sig af þessum kaupum, þar sem þau voru þegar undirrituð þegar stjórn- artíð okkar hófst. Félagið hefúr sem sagt keypt eina skrifstofu hér á hæð- inni og hefur aðgang að öllum fúnd- arsölum og aðstöðu. Mikið hagræði er í því að vera kominn undir sama þak og BHM, okkar regnhlífarsamtaka, sem við höfum ýmsa sameiginlega starfsemi með. Eign Ljósmæðrafélagsins á þess- ari hæð kostar um 7 milljónir og verð- ur staðgreidd með hagnaði sumarbú- staðarsölunnar. Til að minnka kostnað, höfúm við lánað sjálfum okkur hluta af því sem þegar hefur verið greitt, og hefúr nú þegar verið greitt til baka með sömu vöxtum og verðtryggingu og lægju peningarnir óhreyfðir í sjóðum félagsins. Helstu áherslur stjórnarinnar eru að: • Styrkja Ljósmæðrafélagið með fleiri kjarafélögum. • Og þess vegna að styrkj a Lj ósmæðra- félagið sem álitlegan kost fyrir ljós- mæður. • Styrkja Ljósmæðrafélagið sem mál- pípu ljósmæðra og barnshafandi kvenna. • Meira og markvissara starf innan fé- lagsins. • Ahersla á Norðurlandasamstarf. • Styrkja sjálfstæði ljósmæðra sem fagstéttar. Næst á stefnuskrá stjórnar er að: • Styrkja trúnaðarmannakerfið um allt land: Ljósmæðrafélagið verði sterkt bakland fyrir trúnaðarmenn sem veitir kjarafélögum aukinn stuðn- ing og gerir félagið sýnilegra. • Stytta boðleiðir innan félagsins: með öflugu innra neti heimasíðu okkar og netfangaskrá ljósmæðra. • Styrkja stöðu ljósmæðra í heilsugæsl- unni: með virkri hlutdeild í laga- og reglugerðasetningu að auka sýnileika ljósmæðra þar. Ég vil þakka stjórninni fyrir frábært samstarf og kveðja fráfarandi stjórn- armeðlimi, Sigríði Þórhallsdóttur og Lilju Jónsdóttur, og þakka ljósmæðrum fyrir góðar viðtökur og ráðgjöf á þessu fyrsta starfsári ungrar stjórnar. Reykjavík 5. maí 2006 f.h. stjórnar Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags íslands vistor ^__—^ fi wt i íSHíbb Heilsugœslustöðin Ólafsvík Kngihlíð 28,355 Ólarsvík • Sími 430 6500 • Fax 430 6501 Jfc nr Heilbrigðisstofnun Suðurlands ^spran - fyrir allt sem þú ert PxL ANSINOH. Tileinkað mjólkandi mæðrum FOrarn's'/™<‘»gM0ltm Lansinoh Brjóstaáburður, Lansinoh lekahlífar 36 og 60 stk, Lansinoh blautklútar, Lansinoh geymslu/frystipokar www.ymus.is Ljósmæðrablaðið maí 2006 11

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.