Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Síða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Síða 24
MERKIR ÁFANGAR í LJÓSMÆÐRASTÉTTINNI Málþin, náms tilefni lOáraafmælis í Ijósmóðurfræði Þann 15. janúar síðastliðinn voru 10 ár liðin frá því að nám í ljósmóðurfræði hófst við Háskóla Islands. í tilefni þess var efnt til málþings og var það haldið 20. janúar í Eirbergi. Dagskrá var fjöl- breytt, en megináhersla var á þá þróun sem átt hefur sér stað í námi ljósmæðra þau 10 ár sem námið hefúr verið innan háskólans og hvernig því yrði best komið í framtíðinni. í upphafi málþingsins rakti Ólöf Asta Ólafsdóttir, námsstjóri í ljósmóð- urfræði, stuttlega tilefni málþingsins. í hennar máli kom fram að þessi 10 ár sem ljósmæður eru að halda upp á nú, eru aðeins brot af langri menntunar- sögu stéttarinnar. Á þessum 10 árum hefur þó verð lagður grunnur að því að þróa fræðigreinina ljósmóðurfræði innan háskólans og efla jafnframt tengsl hennar við samstarfsgreinar bæði innan háskólans og utan. Sóley Bender, varadeildarforseti hjúkrunarfræðideildar rakti aðdrag- anda þess að nám í ljósmóðurfræði hófst innan Háskóla íslands. Hún lýsti þeim straumhvörfum sem urðu í nám- Rósa Erlendsdóttir. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Guðlaug Einarsdóttir. Hrafnhildur Ólafsdóttir. inu sjálfu við þessa breytingu og því gildi sem þessi breyting hefði á sjálf- ræði stéttarinnar. Hún vísaði jafnframt í þróunaráætlun deildarinnar sem unnin var fyrir nokkrum árum þar sem kveðið er á um að ljósmóðurfræði verði skor innan hjúkrunarfræðideildar. Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags íslands rifjaði upp námið í skólanum og vísaði i hinn breiða vettvang sem ljósmæður starfa á. Virkni ungra ljósmæðra á félagslegum vett- vangi er eftirtektarverð en ljósmæður sem útskrifast hafa frá Háskóla íslands skipa stóran hluta þeirra, sem láta sig hagsmuni stéttarinnar varða. Næst tók til máls Hrafnhildur Olafsdóttir sem lýsti fyrir áheyrendum hvemig tilfinning það er að hefja störf sem sjálfstæð ljósmóðir bæði á háskóla- sjúkrahúsi og á landsbyggðinni. Hún lýsti hversu krefjandi ljósmóðurstarfið er en jafnframt gefandi þegar öryggi er náð. Hvernig það er að bera ábyrgð á kennslu nemenda á klínískum vettvangi og hvernig hægt væri að bæta þann þátt, sem er þungamiðjan í undirbúningi nemenda fyrir ljósmóðurstarfið. Steinunn Blöndal sem útskrifaðist síðastliðið vor notaði líkingu þess að sinna hannyrðum, sem krefst iðni og yfirvegunar, við ljósmóðurstarfið. Hún gaf náminu góða einkunn í víðum skilningi sem er uppörvandi fyrir okkur sem stöndum að menntun ljósmæðra. Steinunn lýsti því jafnframt hversu mikilvægt það er að ljósmæður vinni með konum og verðandi foreldrum í því að móta áherslur í þjónustu við þennan hóp. Það var því vel við hæfi að Rósa Erlendsdóttir tæki næst til máls en Rósa er stjórnmálafræðingur og feministi, jafnframt því að eiga þrjár dætur. Hún vísaði í reynslu sína og gerði okkur grein fyrir hvernig umhverfið og reynsla í hennar fyrstu fæðingu mótuðu viðhorf hennar og væntingar í því sem á eftir kom. Að hafa trú á eigin getu og treysta þeim sem koma að fæðingunni var inntakið í hennar erindi. Fyrir okkur sem stöndum að námi í ljósmóðurfræði er það hvatning að heyra slík orð, þar sem áhersla á gagnrýninn hugsunarhátt Árdís Ólafsdóttir. 24 Liósmæðrablaðið maí 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.