Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 29
félagsskapar ljósmæðra 60 ára og eldri, Ljósurnar. í stjórn félagskaparins voru kjörnar Anna Þorsteinsdóttir, Hjördís Karlsdóttir og María Björnsdóttir sem einnig er formaður. Sjóðir félagsins og úthlutanir Tvisvar hefur verið úthlutað úr sjóðum Ljósmæðrafélags íslands á árinu og fjór- ar ljósmæður hlotið vilyrði fyrir styrkj- um fyrir rannsóknir sínar. Þessar Ijós- mæður eru: Sigríður Sía Jónsdóttir, Olöf Ásta Óalfsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir og Helga Gottfreðsdóttir. Sjóðir félagsins standa vel og unnið er að aðild að nýjum sjóði sem styrkja mun doktorsnema til náms. (Minningasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur, fyrrver- andi námsbrautarstjóra námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands og skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu) Undir lið- unum „önnur mál” verða lagðar fram breytingar- og samræmingartillögur að úthlutunarreglum sjóðanna þriggja - Minningarsjóðs, Rannsóknarsjóðs og Vísindasjóðs, til einfoldunar og hag- ræðingar við umsóknir og úthlutun. Erlent samstarf Stjórn ákvað að senda ekki fulltrúa á ICM ráðstefhu sem haldin var í Ástralíu sl. sumar. Sú ákvörðun var tekin vegna Ijárhagslegra ástæðna og þótti brýnna að leggja áherslu á uppbyggingu félags- 'ns sjálfs. Meiri áhersla hefur verið lögð á Norðurlandasamstarfið í staðinn, bæði af fjárhagslegum og praktískum ástæð- um. Nú er hafin vinna við samnor- ræna rannsókn á vegum Marianne Mead doktors í ljósmóðurfræðum, á áhættumati ljósmæðra við eðlilegar fæðingar. Norrænu Ijósmæðrafélög- in eru aðilar að rannsóknunum í sínu heimalandi eins og Ljósmæðrafélag íslands, en rannsakandi hér á landi er Valgerður Lísa Sigurðardóttir. Rann- sóknarniðurstöður munu verða kynntar á Norðurlandaráðstefnu Ijósmæðra sem haldin verður í Turku í Finnlandi næsta vor. Upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu Ljósmæðrafélagsins. Samningar Um mánaðamótin febrúar-mars voru ljósmæður og störf þeirra áberandi í fjölmiðlum þegar viðræður okkar við TR stóðu yfir. Eins og Ijósmæður muna, hefur okkur staðið veruleg ógn af skipu- lagsbreytingum sem hótað hafði verið síðastliðin ár og ljósmæður óttuðust að missa heimaþjónustusamningana þann- ig að öll heimaþjónusta yrði flutt til heilsugæslunnar. Væntingarnar voru því ekki miklar i byrjun samningsviðræðna, enda töldum við okkur eiga í vök að verjast. Ljósmæður fengu mjög jákvæða umfjöllun og byr bæði í ijölmiðlum og á Alþingi þar sem fulltrúar allra þingflokka hrósuðu heimaþjónustu ljós- mæðra í sængurlegu og hvöttu til að gengið yrði að kröfum okkar. Mikil sam- staða var meðal ljósmæðra, sem land- aði okkur 25% hækkun á samningstíma- bilinu á heimaþjónustusamningum okkar, auk kílómetragjalds sem nýtist landsbyggðarljósmæðrum og greiðslum fyrir aðstoðarljósmóður við heimafæð- ingar. Aftur var það kostnaðargreining þjónustunnar sem studdi okkur í bar- áttu okkar fyrir hækkun, líkt og tæplega 30% hækkunin sem náðist á greiðslur fyrir heimafæðingar eftir síðustu samn- inga. í haust hefst svo vinna við gæða- starf heimaþjónustunnar á vegum Ljós- mæðrafélags íslands. Allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu munu sækja símenntunarnámskeið Lj ósmæðrafélags- ins og allar upplýsingar verður hægt að finna á nýju innra neti á heimasíðu félagsins. Mikil vinna vegna stofnanasamninga hefur verið hjá 16 fulltrúum í sam- starfsnefndum á 19 stofnunum um allt land. Nú eru þær samningaviðræður á lokasprettinum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.