Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 35
AF VETTVANGI FÉLAGSMÁLA haldinn í húsakynnum Sænska Ljósmæðrafélagsins að Baldursgatan I í Stokkhólmi dagana 3 I. mars og I. apríl 2006. Hinn árlegi stjómarfiindur NJF var hald- inn í boði Ljósmæðrafélags Svíþjóðar að þessu sinni í nýjum húsakynnum þeirra að Baldursgötu 1 í Stokkhólmi. Þærleigja þar tvær skrifstofur í stóru og glæsilegu húsi Sænska Hjúkrunarífæðingafélags- ins. í húsinu er mjög góð fiindaraðstaða þar sem þessi fundur var haldinn. Fundinn sóttu að þessu sinni; Lillian Bondo frá Danmörku, Merja Kumpula og Asta von Frenckell ffá Finnlandi, Eyðfríð Lisberg Jacobsen og Anna Christiansen frá Færeyjum, Guðlaug Einarsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir frá íslandi, Nina Schmidt og Marit Heiberg ffá Noregi og þær Anna Nordfjáll, Kajsa Westlund, Margareta Rehn, Karin Svárdby, Gunilla Banke og Karin Reimegárd frá Svíþjóð. Ritari fundarins var kosin Kajsa Westlund frá Svíþjóð. Formlegur fundur hófst smndvíslega klukkan 12.00 á fostudegi með léttum hádegisverði. Að venju kynntu allir sig og nýjar ljósmæður voru boðnar sér- staklega velkomnar. Síðan var gengið til hefðbundinnar dagskrár og stjórnaði Asta von Frenckell forseti samtakanna fundinum. Fulltrúar landanna fluttu skýrslur sínar og er hér á eftir stiklað á því helsta sem kom fram þar. Að venju var farið effir stafrófsröð landanna og var fyrst rætt um skýrslu Danska Ljósmæðrafélagsins. Danmörk Ný heilbrigðislöggjöf hefur litið dagsins Ijós og er helsta breyting hennar sú að um 14 aðrar löggjafir hafa verið sam- einaðar í þessa einu. Ljósmæðrafélagið setti fram ýmsar tillögur um breyting- ar meðan það ferli stóð yfir, m.a. að fjöldi mæðraskoðana yrði lögfestur og einhverskonar reglugerð sett sem gerði hverju svæði auðveldara fyrir að skipu- 'e8gja barneignarþjónustuna í samræmi við sínar aðstæður. Ósk þeirra um að þessi þjónusta yrði í heimabyggð fjöl- Hildur Kristjánsdóttir Ijósmóðir skyldunnar sýnist munu verða erfið í framkvæmd í ljósi hugmynda um aukna miðstýringu í kerfinu með t.d. fækkun fæðingarstaða úr 32 í 10, eins og lögin gera ráð fyrir. Um 64.000 fæðingar eru í Danmörku á ári. Þetta hefur í for með sér breytingar á störfum ljósmæðra sem munu þurfa að ferðast lengra í vinnu og breyttu vaktakerfi. Á nokkrum stöðum hefur verði tekið upp svokallað „kendt jordmor” kerfi sem einkennist af að 4 ljósmæður starfa saman í teymum. Hver þeirra sinnir um 60-70 konum á ári í öllu ferlinu, þ.e. meðgönguvemd og fæðingu. Mikil vinna hefur verið lögð í útfærslu á kerf- inu til að tryggja að vinnuréttarákvæði séu virt og ákvæði um lágmarkshvild. Mikil ánægja er með þetta fyrirkomulag bæði meðal ljósmæðra og kvennanna sem fá þjónustuna. Þar sem þetta kerfi hefur náð fótfestu sést nú þegar lækkun á tíðni keisaraskurða sem er reyndar lækkandi í öllu landinu trúlega vegna mikillar umfjöllunar um keisaraskurði síðastliðið ár (2004 var tíðnin 20.4% en 2005 virðist hún vera 18.9%). Tíðni keisaraskurða að ósk móður virðist liggja nálægt 10% allra keisaraskurða. Annað mál sem Ljósmæðrafélagið hefur miklar áhyggjur af er hríðaörvun í fæðingu sérstaklega hjá frumbyrjum sem er um 50%, þrátt fýrir að þær byiji sjálfkrafa í fæðingu, og barn sé í höf- uðstöðu. Ljósmæður hafa rætt þessi mál innan félagsins og líta svo á að þær beri sem stétt ábyrgð á hvernig málum sé háttað varðandi þetta og háa keisaratíðni. í því sambandi var blásið til félagsfund- ar um málið þar sem Marianne Mead og Polly Ferguson héldu inn-gangserindi. Ljósmæður mættu vel og hafa unnið áfram með þann innblástur sem þær fengu á þessum fundi. Vonast er til þess að þessar aðgerðir grasrótarhreyfinga skili árangri. Hafin er vinna við endurskoðun handbókar um mæðravemd. í þessari vinnu er lögð höfúðáhersla á skipulag á þverfaglegu samstarfi með sérstaka áherslu á konur sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Þar að auki er ætl- unin að leggja áherslu á sængurlegu og tímann eftir fæðingu þar sem sængurlega á sjúkrahúsum hefur styst mjög mikið á undanfornum árum. Engin þjónusta til sængurkvenna eftir heimferð af sjúkra- húsi er í boði í Danmörku. Finnland Merja Kumpula kynnti skýrslu Finnska Ljósmæðrafélagsins. í Finnlandi er verið að endurskoða ýmis lög sem snúa að heilbrigðisþjónustunni. Ein þeirra eru lög um tæknifrjóvganir og er heit umræða um þessi lög í þinginu. Mesta andstöðu hafa ákvæði um rétt ein- stæðra kvenna og lesbískra kvenna til tæknifrjóvgunar, sem og aðstoðar frá „surrogate” mæðrum. Umræða um rétt barnsins til þess að vita faðerni sitt hefur einnig vakið hörð viðbrögð. Nefnd um heilbrigðismál hefur varpað fram þeirri hugmynd að fækka fæðingarstöðum í 5!! í Finnlandi eru um 56.500 fæðingar á ári. Einnig er umræða um ný lög um fæðingarorlof og er umræðan um hver eigi að bera kostn- aðinn, rikið eða sveitastjórnimar. Ljósmæðrablaðið mai 2006 35

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.