Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Síða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Síða 10
reyndist ekki marktækur munur á lengd fæðingar. Hafa nálastungur áhrif á notkun verkjalyfja og deyfmga í fœðingu? I þeim rannsóknum sem athuguðu áhrif nálastungumeðferðar á notkun annarr- ar vekjameðferðar kom fram nrarktækt minni notkun á mænurótardeyfingum og pethidini hjá þeim hópum sem fengu nálastungumeðferð í fæðingu (Fant og Strömberg, 2000; KvorningTernov o.fl., 1998; Nesheim o.fl., 2003; Ramnerö o.fl., 2002; Skilnand o.fl., 2002). í þeim tveimur rannsóknum sem ekki kom fram marktækur munur á notkun ann- arrar verkjameðferðar, var nálastungu- meðferð beitt á síðustu vikum með- göngunnar en ekki í fæðingu (Tempfer o.fl., 1998 og Zeisler o.fl. 1998). Umræða Þegar á heildina er litið virðist nálast- ungumeðferð í fæðingu geta dregið úr notkun á annarri verkjameðferð, þar með talið lyijum og deyfingum. Hins vegar virðist rannsóknunum ekki bera saman um hvort meðferðin liafi verkja- stillingaráhrif. Það eru vísbendingar um að meðferðin geti stuðlað að slökun og er það áhugavert, því vitað er að spenna getur haft hefur áhrif á verkjaupplifún. Það er spurning hvort nálastungumeð- ferð geti stuðlað að slökun og hafi þannig áhrif á verkjaupplifun eða hvort góð verkjastilling veldur aukinni slökun og þar með betri upplifun verkja. Það væri einnig athyglivert að skoða betur áhrif nálastungumeðferðar á tímalengd fæðingar því sá þáttur er líklegur til að hafa áhrif á verkjaupplifun kvennanna. Þær þrjár rannsóknir sem notuðu tilraunasnið með slembivali i hópa virtust fullnægjaaðferðafræðilegumforsendum nægilega vel til að niðurstöður þeirra séu trúverðugar. Það ber þó alltaf að hafa í huga birtingarskekkju, þ.e. hættu á að gerðar hafi verið fleiri rannsóknir sem hafi ekki sýnt fram á árangur nálastungumeðferðar og því ekki verið birtar í timaritum. Hinar rannsóknirnar sem voru með í þessu yfirliti gefa allar vísbendingar um jákvæð áhrif meðferðarinnar. Hafa ber þó í huga að aðferðafræðilegar forsendur voru misjafnar í þeim. Á síðustu árum hefúr greinilega verið fyllt verulega upp í það tómarúm sem var um rannsóknir á áhrifúm nálastungumeðferðar í fæðingu. Fundist hafa svör að einhverju leyti við spurningunum sem settar voru fram í upphafi og telur höfúndur þau svör nægja til að styðja við áframhaldandi notkun meðferðarinnar. Þeim spumingum sem enn er ósvarað ætti að vera hægt að leita svara við í framtíðinni með fleiri rannsóknum, því að nálastungumeðferð er í vaxandi mæli notuð við fæðingar. Það er mikilvægt að hafa í huga að þarna er um að ræða meðferð sem ljósmæður veita sjálfar og hægt er að veita meðferðina hvar sem er, hvort sem konan fæðir í heimahúsi eða á hátæknisjúkrahúsi. Þessi kostur er því einkar mikilvægur t.d. á minni fæðingarstöðum á landsbyggðinni þar senr hátækniverkjameðferð á borð við mænurótardeyfingar er ekki í boði. í fagrýniviðtali við íslenskar ljósmæður kom einmitt fram að þær voru allar mjög ánægðar með að geta boðið konum nálastungumeðferð. Þeim finnst hún vera góður valkostur fyrir konur m.a. af því að meðferðin er án lyfja, gagnast oft vel, hefur engin skaðleg áhrif hvorki á móður né barn og þær hafa fleiri úrræði að bjóða konum en áður. Hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar kemur vel fram í viðhorfi ljósmæðranna til nálastungumeðferðar, þar sem þær vilja styðja konur til að ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu á sem náttúrulegastan hátt (Hafdís H. Birgisdóttir, 2005). Lokaorð Við gerð þessa yfirlits vöknuðu ýmsar spurningar, sem áhugavert væri að gera rannsóknir á í framtíðinni. Það væri athyglivert að skoða upplifún kvenna á nálastungumeðferð, t.d. Iivernig þeim finnst að fá stungumar, hvað liggur að baki því að þær velja meðferðina, skoða betur þátt slökunar á verkjaupp- lifun o.fl. Þá væri áhugavert að skoða hvernig reynslu stuðningsaðilamir í fæðingunni hafa af nálastungumeðferð fyrir konurnar. Síðast en ekki síst mætti rýna betur í viðhorf ljósmæðra til þessa meðferðarmöguleika, því eins og fram kom í inngangi þá virðast ljósmæður hafa tilfinningu fyrir árangri og væri áhugavert að rannsaka betur í hverju lnin felst. Þrátt fýrir að rannsóknum beri ekki að öllu leyti saman um áhrif nála- stungumeðferðar í fæðingu eru ýmsar vísbendingar um gagnsemi hennar og kemur það skýrast fram í minni notkun á verkjalyfjum og deyfingum. Þar að auki virðast aukaverkanir vera mjög vægar og fátíðar. I ljósi niðurstaðna þessarar samantektar má því færa rök fyrir að ljósmæður geti óhikað haldið áfxam að veita meðferðina hjá þeim konum sem þörf hafa fyrir verkjameðferð og eru jákvæðar fyrir nálastungumeðferð. Þarna eru ljósmæður komnar með i hendur meðferð i anda hugmyndafræði og stefnu Ljósmæðrafélags íslands, þar sem barneignarferlið er skilgreint sem „lífeðlislegt ferli sem ekki á að trufla með inngripum og tækni nema nauðsyn beri til” (Ljósmæðrafélag íslands, 2000, bls. 13). Þar sem nálastungur eru eru lítið inngrip og án teljandi aukaverkana getur meðferð með þeim verið liður í því að spoma við þeirri þróun sem nefnd var í inngangi greinarinnar, um sjúkdóm- svæðingu sanrfélagsins og áhrifum þess á umönnun kvenna í fæðingu. Heimildaskrá Carlsson, C. og Anckers, L. (1997). Aku- punktur och TENS inom obstetriken. Studentlitteratur, Lund. Fant, L. og Strömberg, M. (2000). Utvardering av akupunkturbehandling vid förlossning. Svensk tidsskrift för medicinsk akupunktur, 3, 5-10. Hafdís Hanna Birgisdóttir (2005). „Nýtt vopn “ - reynsla Ijósmœðra af notkun nálastungu- meðferðar í staifi. Obirt lokaverkefni til embættisprófs í Ijósmóðurfræði: Háskóli Islands, Hjúkrunarfræðideild. Halla Hersteinsdóttir og Jenný Inga Eiðsdóttir (2002). Námskeið í nálastungum. Ljós- mœðrablaðið. 80:2, 20-22. HHdurBjörkRúnarsdóttir(2004). Nálastungur í fœðingu. Óbirt lokaverkefni til embætt- isprófs I ljósmóðurfræði: Háskóli Islands, Hjúkrunarfræðideild. Kirkeby, R. (2003). Akupunktur i smert- behandlingen. Ugeskrift for lœger, 165:12, 1223. Kvoming Temov, N., Nilsson, M., Löfberg, L., Algotsson, L. og Ákeson, J. (1998) Acupuncture for pain relief during child- birth. Acupuncture & electro-therapeutics research, 23, 19-26. Ljósmæðrafélag íslands (2000). Hugmynda- frœði og stefna Ljósmœðrafélags Islands. National Institute of Health (1997). Consensus Development Program.Acupuncture, 7-25. Sótt 22. september 2005 á veraldarvefinn: http://consensus.nih.gov/1997/1997Acupun cturel07html.htm. Nesheim, BI., Kinge, R., Berg, B., Alfredsson, B„ Allgot, E„ Hove, G. o.O. (2003). Acupuncture during labor can reduce the use of meperidine: A controlled clinical study- The clinical journal of pain, 19, 187-191- Odlind, V„ Haglund, B„ Pakkanen, M. og Olausson, P.O. (2003). Deliveries, ntothers and newborn infants in Sweden, 1973-2000- Acta obstetrica et gynecologica scandina- vica, 82, 516-528. Ramnerö, A„ Hanson, U. og Kihlgren, M- (2002). Acupuncture treatment during labo- ur- a randomised controlled trial. BJOG- 10 Ljósmæðrablaðið maí 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.