Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 18
HUGLEIÐINGAR Hvaða augum er Ijósmóðurstarfið litið? Núna þessa dagana er unnið að gerð stofnanasamninga við sveitarfélög- in og þar sem ég er eina ljósmóðirin á Höfn hefur það komið í minn hlut að sitja í samninganefnd fyrir hönd Ljósmæðrafélagsins. Eins og allt nýtt sem maður tekur sér fyrir hendur hefur setan í nefndinni reynst mér lærdóms- rík. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvernig starf okkar ljósmæðra er metið og við hvað er miðað þegar verið er að ræða hvað muni vera sann- gjörn kaup og kjör. Mig langar til að lýsa aðeins fyrir ykkur starfi minu hér í sveitinni. Ég hugsa að ég sé eina „alvöru sveitaljós- móðirin” á landinu núna árið 2006. Ég hef verið hér í fjögur og hálft ár og nán- ast allan þann tíma hef ég verið á vakt. Það hafa verið nokkur skipti sem ég hef talið að mér væri óhætt að fara af svæð- inu en ótrúlega oft hafa óvæntir hlutir þá gerst til dæmis íyrirburafæðingar, legvatn farið, blæðingar og fylgjulos. í stórum dráttum þá felst mín vinna í að sinna allri mæðravernd, öllum fæðing- um sem hér fara fram (þær hafa verið frá 6-17 á ári) og sængurlegu. Konur sem þurfa að fara til Reykjavíkur til að fæða koma nánast án undantekninga beint austur og fá heimaþjónustu hér án þess að ég rukki TR. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég rukka ekki TR, en aðallega er það af því að sumar konur eru inniliggjandi lengur en 36 klst. og missa því rétt. Þær vilja hinsvegar allar fá sömu þjónustuna og í litlu samfélagi vita flestir hvað hver fær margar vitjanir eftir fæðingu. Önnur ástæða sem ég hef ekki hátt um er að það hafa heyrst raddir í samfélaginu um það hvað ljósmóðirin kosti sveitarfélagið vegna himinhárra launa og ég fer því ekki að rukka auka- lega fyrir það sem er partur af minni vinnu. A móti kemur að ég reyni að fara í vitjanir á dagvinnutíma. Það liggur þó í augum uppi að það gengur alls ekki Áslaug Valsdóttir; Ijósmóðir á Höfn í Hornafirði alltaf. Ég sé einnig um allt ungbarna- eftirlit 0-18 mánaða barna og vinn sem almennur hjúkrunarfræðingur á heilsu- gæslustöðinni einn dag í viku. Hvað lækna varðar þá hefúr verið lítið um fastráðna lækna á þessari heilsu- gæslustöð. Það hefur verið þó nokkuð af fimmta árs nemum og jafnvel fjórða árs og finnst fáum það tiltökumál. Ég sé því algjörlega ein um „mínar konur”. Stundum þarf þó að ráðfæra sig við lækna og það fer eftir því hvernig ást- and er í læknamálum hér hvort að ég get talað við staðarlæknana eða hringi suður. Ég hef verið svo heppin að mér hefur verið algjörlega treyst fyrir þessu og ég vinn mjög sjálfstætt. Býsna eft- irsóknarvert, ekki satt?? Þá er komið að því sem er ekki eins eftirsóknarvert. Það er til dæmis bindingin sem felst í starfinu. Það sem er það versta við fæðingarnar er að þær er ekki hægt að timasetja (þrátt fyrir nútímatækni) og í raun getur verið um fjögurra vikna „binditímabil” að ræða fyrir hverja konu. Ég hef því misst af flestum fermingum, afmælum, brúðkaupum, jarðarförum og öðrum viðburðum sem hafa orðið í lífi ættingja og vina undanfarin fjögur og hálft ár. Annað atriði sem verður þreytandi til lengdar er til dæmis það að alls staðar þar sem ég kem er ég ljósmóðirin. Þegar ég er í búðinni að spá í hvað ég ætti nú að hafa í kvöldmatinn þá kemur nær alltaf einhver móðir og segir við mig: „hann bara sefur ekkert, heldurðu að ég eigi ekki að fara gefa graut?“ Með öðrum orðum þá á ég alltaf að vera í stuði og hafa áhuga á börnunum og þeirra lífi. Þess utan er mjög mikið hringt í mig á nær öllum tímum sólarhringsins með alls konar tilefhi. Þetta þýðir að sjálfsögðu það að ég þarf alltaf að vera upplögð, vingjarnleg og edrú (ekki að það sé sérstakt vandamál, en það getur orðið það þegar horft er á mörg ár). Þá er ég komin að tilefni greinarinn- ar sem er um hvernig starfið er metið og hvaða augum það er litið. Á fyrstu fúndum samninganefndarinnar var talað um að menntun og ábyrgð í starfi væri meðal annars það sem horft væri á við grunnröðun i launaflokka. Jú ég var nú aldeilis sammála því og hélt að ég væri komin í nokkuð góð mál, því að ég gegndi svo merkilegu og ábyrgðarmiklu starfi. Siðan kom tillaga frá viðsemjend- um um grunnröðun í launaflokka. Þar átti að raða ljósmóður 2 launaflokkum undir hjúkrunarstjóra. Miðað við það sem áður hafði verið rætt varð ég stein- hissa því að menntun okkar ljósmæðra er 2 árum lengri en hjúkrunarfræðinga og þar að auki leit ég svo á að ábyrgð mín í starfi væri meiri en hjúkrunar- stjóra á heilsugæslu og hjúkrunardeild. Það álit byggði ég á því að ég ber alfarið ábyrgð á mæðraverndinni og í fæðing- unni er ég ein (utan rétt í lokin þegar vel sér í koll) og ber ábyrgð á heilsu og vel- ferð móður og barns. í hverri skoðun og fæðingu er ég sem sé að hugsa um tvö líf. I hvert sinn sem kemur að fæðingu 18. Ljósmæðrablaðið maí 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.