Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST2005 Fréttir DV Innbrot í Neskaupstað Brotist var inn í verslun Samkaups í Neskaupstað í fyrrinótt. Skemmdir voru unnar á afgreiðslukössum og matvælum og tóbaki var stolið. Lögreglan í Neskaupstað rannsakar málið. Ekkert öryggiskerfi er í versluninni og engar eftirlitsmyndavélar en verslunin var opnuð fyrr í sumar í nýju húsi í miðju bæjarins. Súðavík blómstrar Súðavíkurhreppur hef- ur selt helming félagslegra íbúða sveitarfélagsins að sögn Ómars Más Jónsson- ar sveitarstjóra. Að sögn Ómars hefur hreppurinn selt fjórar af átta íbúðum hreppsins. Ómar hefur eftir óstaðfestum heimild- um að von sé á tilboðum í þær ijórar íbúðir sem eftir eru. Ómar telur ástæðuna fyrir þessari uppsveiflu tvíþætta. Annars vegar meira aðgengi að fjár- magni til fasteignakaupa og hins vegar átak sem er í gangi hjá sveitarfélaginu um að fjölga íbúum og at- vinnutækifærum á svæð- inu. „flllt í drasli" á ísafirði Hópur á vegum vin- sæla þáttarins „Allt í drasli", sem sýndur er á Skjá einum, er staddur á ísafirði. Að sögn Margrét- ar Sigfúsdóttur og Heiðars Jónssonar umsjónar- manna þáttanna verður eitt hús tekið í gegn á ísa- firði. í haust hefst ný þáttaröð og er helmingur hennar tekinn upp á landsbyggðinni. Meðal staða sem heimsóttir verða í vetur eru Akureyri, Skagaströnd, Nes- kaupstaður og ísafjörður, sem er eini bærinn á Vest- fjörðum sem verður heim- sóttur að þessu sinni. íbúar á Höfn í Hornafirði eru langþreyttir á vöruskorti í verslun Krónunnar í bæn- um en hún er eina lágvöruverslunin á Suðausturlandi. Mæður á Höfn, sem DV ræddi við, segja algengt að helstu nauðsynjavörur séu ekki til. Sumir hafa þurft að fara tveggja tíma leið til Egilsstaða til að kaupa matvörur. KRfilNAN kostar minna Krónan á Höfn Hús- mæður segja helstu nauðsynjavörur vanta dag eftir dag. Þannig hafi það verið I meira en ár. DV mynd - Júlla Imsland æfar yfir vöruskorti Fimm mæður á Höfn í Hornafirði hafa haft samband við DV síð- astliðna tvo daga og kvarta undan því að langvarandi vöruskort- ur væri í verslun Krónunnar í bænum. Þær segjast hafa kvartað ítrekað við verslunina og móðurfyrirtækið, Kaupás, en engin viðbrögð fengið. Ástandið hafi varað lengur en í ár og þær hafi fengið meira en nóg. „Það er mjög oft sem vantar ávexti, grænmeti og brauð. Og kælir- inn er oft tómur,'' segir Sigrún Ing- ólfsdóttir, ein kvennanna. Hún segir oft vanta mjólk, en að stundum sé til undanrenna eða súrmjólk. „Maður fer kannski með listá út í búð með 15 til 20 vörum og.fer heim með tíu. Ég bý nú frekar vel og á bænda- fólk að þannig að ég get fengið kjöt þar þegar það er skortur í búðinni," segir hún. Kaupir inn í jpn Reykjavík Krónan á Höfn er eina lágvöruverslunin á Suðausturlandi. Hún er eina verslunin á Höfn fyrir utan 11/11, sem einnig er í eigu JCaupáss. Margar konumar, sem kaupa inn fyrir stórar fjölskyldur, segja 11/11 hins vegar of dýra verslun og þær hafi ekki efni á að kaupa mat- vömr þar. Mæðumar á Höfn segjast jafhvel hafa þurft að fara alla leið á Egilsstaði, um tveggja tíma leið, til þess að komast í lágvöruverslun. „Ég vil koma orðsendingu til þeirra sem reka þessa verslun," segir Sigurbjörg Hákonar- dóttir, húsmóðir á Höfn. „Það er ekki talað um ann- að hérna á staðnum. Það verða allir leiðir á því að borða alltaf bjúgu eins og þeir séu fastir úti á rúmsjó. Það er orðið þannig að ef ég fer til Reykjavíkur tek ég með mér mat aftur heim,“ segir Sigur- 00 Árni Þór Freysteinsson Rekstrarstjóri Krónunnar segir við Hornfirðinga:„Ég kem á fimmtudaginn björg, sem kveðst óttast að fólk flytji úr bænum, meðal annars vegna ástandsins. Og bæjarstjórinn tekur undir með konum. „Auðvitað tekur maður und- ir þetta hagsmunamál fyrir bæinn," segir Albert Eymundsson bæjarstjóri, „Það er ekki taiað um annað hérna á staðn- um sem er væntanlegur frá útlöndum á næstunni. Rekstrarstjórinn kemur Áma Þór Freysteinssyni, rekstrar- stjóra Krónunnar, var hverft við vegna óánægju viðskiptavinanna á Höfn þegar DV hafði samband í gær. Hann sagðist hafa heyrt að vörur vantaði. „Að athuguðu máli hafa ein- hverjar kvartanir borist starfsfólki. En það ætti að vera búið að koma í veg fyrir vöntunina. Að sjálfsögðu viljum við fá að heyra í viðskiptavinum okkar og þeir eiga bara að hafa sam- band ef eitthvað er,“ sagði hann. Ámi Þór, sem starfað hefur í viku sem rekstrarstjóri, segist undanfarið hafa unnið í að fara yfir verslanir Krónunnar. Hann upplýsir að hann ætli að fara til Hafnar í Homafirði í næstu viku og kanna ástandið. „Ég kem á fimmtudaginn." jontrausti@dv.is Að lepja dauðann úr skel Svarthöfða brá heldur betur í brún þegar hann fletti DV í gær og sá að hestagarpurinn geðþekki Sigur- björn Bárðarson hefur varla til hnífs og skeiðar. Svo slæmt er ástandið orðið hjá Sigurbirni að góðhjartaður öryrki, Sigurður Ingi Sigmarsson, hefur hafið landssöfnun til styrktar knapanum knáa. Sigurður Ingi segir í DV að Sigurbjörn sé ekki með nema 71 þúsund krónur á mánuði og segist ekki geta lifað sjálfur af því. Svarthöfði getur tekið undir það þótt hann þurfi ekki að fæða hund- rað hross og reka reiðskemmu. Þetta kemur Svarthöfða reyndar töluvert á Svarthöfði óvart því Sigurbjöm hefur verið manna duglegastur í gengum tíðina að ala upp glæsileg hross og selja þau úr landi. Svarthöfði hefur alltaf talið að Sigurbjöm væri vel í álnum, ekki á flæðiskeri staddur peninga- lega séð en á þessu má sjá að það er ekki digra sjóði að hafa úr hestavið- skiptum. Svarthöfði hefur lengi fylgst með Sigurbirni svífa um reiðvelli lands- ins eins og vem úr íslendingasögun- Hvernig hefur þú það „Ég hefþað alveg rosaiega gott, “ segir Kristján Hreinsson skáldí Skerjafirði.„Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eryfirnáttúrulega bjartsýnn. Hefeinstaklega mikið að gera, lít á lífið sem verkefni - ekki vandamál. Ég er að klára bók um Pétur W. Kristjánsson, klára plötu með Ingibjörgu Þorbergs, auk þess sem textar mínirskipta tugum þetta árið á hljómplötum.Það erenginn friður." um. Tignarlegt fasið, eggþétt, rautt skeggið og fallegur fótaburður hafa glatt Svarthöfða og aðra hesta- áhugamenn í gegnum tíðina. Með sultarólina herta hafa Sigurbjörn og hans hross borið höfuð og herðar yfir aðra á skeiðvellinum. Svarthöfða rennur blóðið til skyldunnar. Hann hefur þegar lagt inn pening á styrktarreikning Sigurbjörns og mun gera það mánaðarlega héðan í frá. Islensku þjóðinni ætti að renna blóðið til skyldunnar og sjá til þess að þessi glæsilegi fulltrúi íslensks íþróttalífs geti lifað sómasamlegu lífi í stað þess að lepja dauðann úr skel. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.