Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST2005 Sport DV IJm helgina hefst keppnistímabilið í spænska bolt- anum, sterkustu knattspyrnudeild í heimi. Mikill fjöldi spennandi leikmanna leikur í deildinni en þeir eiga það til að falla í skuggann af stórstjörn- um Real Madrid og Barcelona. DV-Sport kynnir hér tíu athyglisverða leikmenn sem eru líklegir til að láta til sín taka á tímabilinu og knatt- v spyrnuáhugamenn eru I \ hvattir til að fylgjast y* grannt með. tf A Fernando Torres Carlos Kameni Espanyol Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs er Kameni orðinn aðalmarkvörður landsliðs Kamerún. Hann á tvö ár eft- \ ir af samningi sínum og eru mörg stórlið á eftir honum. Hann vakti fyrst athygli sumar- ið 1999 þegar hann fór á kostum milli stanganna með landsliði sínu í Álfukeppninni og hélt markinu hreinu í flestum leikj- anna. Hann segist vera ánægður í herbúðum Espanyol en þrátt fyrir það hafa samningaviðræð- ur við forráðamenn félagsins gengið hægt og illa. Þeir hafa hótað honum því að ef viðræður fari ekki að þokast í rétta átt muni Kameni eiga á hættu að þurfa að verma varamannabekk liðsins í vetur. Kameni segist vera mjög einbeittur fyrir kom- andi tímabil og hann hlakkar til að verja mark Espanyol. Atletico Madrid Sóknarmaðurinn Fernando Torres er einn allra efnilegasti leikmaður Spánar og hefur þegar sannað sig sem heimsklassa leikmaður. Hann var að- eins 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með Atletico Madrid og 19 ára var hann kominn með fyrirliðabandið. Hann er nú orðinn 21 árs og er undir smásjánni hjá mörgum stórliðum í Evrópu en þar er hægt að nefna AC Mil- an og Chelsea. Á síðasta leiktímabili skoraði hann sextán mörk fyrir Atletico í deildarkeppninni en félagið olli vonbrigðum og hafnaði um miðja deildina. Torres er kallaður „E1 Nino" og er ætíað að spila stórt hlutverk í framtíðar- áætíunum Atietico. Þá mun hann einnig verða atkvæðamikill með landsliði Spánar en þar er hann þegar farinn að fá tækifæri. Juan Roman Riqueleme Villareal Listamaðurinn Riquelme er fæddur í Argentínu og sem ungur strákur fór hann til stórliðsins Boca Juniors. Eftir sjö farsæl ár hjá félaginu var hann keyptur til Barcelona en náði ekki að vinna sér inn fast sæti í liðinu. Hann var þá lánaður til Villareal þar sem hann fann sig vel og var hjá liðinu í tvö ár á lánssamningi áður en félagið ákvað að kaupa hann endanlega. Hann var í lykil- hlutverki hjá Villareal sem hafnaði í þriðja sæti spænsku deildarinnar og vann sér inn sæti í Meistaradeild Evrópu, skoraði 15 mörk og lagði upp 11. Hann er 27 ára og hefur gríð- arlega góðan leikskilning. Marca, stærsta íþróttablað Spánar, verðlaunaði hann eftir leiktíðina með því að velja hann listrænasta leikmann spænska boltans. Vicente Valencia Það verður spennandi að fylgjast með vinstri kantmanninum Vicente í vetur en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna erfiðra meiðsla á ökkla. Hann hefur verið duglegur að gera styrkjandi æf- ingar og segist orðinn algjörlega I klár í slaginn. Þessi 24 ára ' spænski landsliðsmaður er tal- inn meðal þeirra bestu í heimi í hans stöðu og er „óseljanlegur" eins og einn forráðamanna Valencia orðaði það svo skemmtilega. Hann leik- ur lykilhlutverk með landsliði Spánar og fyrr í þessum mánuði skoraði hann annað mark liðsins í 2-0 sigri á Úrúgvæ í vináttulandsleik. Ef hann helst heill á komandi tímabili er hann til alls líkleg- ur og mun skemmta áhorfendum eins og hann kann best. Iván De la Pena Espanyol Ferill miðjumannsins De la Pefla hefur verið allsheijar öldudalur en hann fann sig vel á síðasta tímabili og fjölmörg stórlið sýndu honum áhuga í sumar, þar á meðal Manchester United. Hann er 29 ára gamall og ber viðurnefnið „Litli Búdda" en á sínum tíma var hann talinn meðal efni- legustu leikmanna Evrópu þegar hann braust fram í sviðsljósið hjá Barcelona. Hann átti svo misheppnaðar dvöl hjá Lazio og Marseille og ferillinn virtist skemmdur. En eftir að hann gekk til liðs við Espanyol hef- ur hann fundið sig vel og loks sýnt sitt rétta andlit. Hann er samnings- bundinn Espanyol til 2007 en talið er að þetta verði hans síðasta tímabil hjá liðinu því hann langi til að reynda fyrir sér í öðru landi. *3omi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.