Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 17
DV Sport FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST2005 17 Javier Saviola Sevilla Saviola mun leika með Sevilla á þessari leiktíð á láns- samningi frá Barcelona. Þessi 23 ára argentínski framheqi hefur færst aftar í forgangsröð- inni hjá Börsungum enda sam- keppnin á þeim bænum harð- ari en gengur og gerist. Hann mun fá það hlutverk að fylla skarðið sem Julio Baptista skildi eftir sig er hann gekk til liðs við Real Madrid. Árið 2001 var Saviola keyptur til Barcelona frá River Plate f föðurlandi hans en hann er aðeins 19 ára gamall. Þá var | hann nýbúinn að slá í gegn á heimsmeistaramóti ung- i linga þar sem Argentína sigr- aði og hann varð markahæst- ur á mótinu. Á síðustu leiktíð lék hann á lánssamningi með franska liðinu Monaco þar sem hann skoraði 17 mörk fyrir fé- lagið í öllum keppnum. Diego Forlan Villareal Forlan stóð alls ekki undir væntingum í enska boltanum þar sem honum gekk bölvanlega að flnna netmöskvana með Manchester United. En í spænska boltanum hefur hann gjörsamlega blómstrað með Villareal og á síðasta leiktímabili skoraði hann 25 mörk og vann óvænt gullskó Evrópu ásamt Thierry Henry. Þessi úrúgvæski sóknarmaður fékk að spila reglulega með Villareal og komst þar með í rétta gírinn. Hann öðlaðist sjálfstraust á ný eftir hræðilega dvöl á Old Trafford og sýndi að það býr mikið í honum og hann er markaskorari í fremstu röð þegar hann tekur sig til. Sem bam var hann mjög efnilegur í tennis en ákvað að feta fótboltabrautina og sér ekki eftir því í dag. Pablo Aimar Valencia Argentínska miðjumanninum Aimar var á sínum tíma lfkt við konunginn sjálfan, Diego Maradona, en hann hefur ekki náð að standa undir nafni. Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli og um tíma vom forráðamenn Val- encia alveg við það að missa þolinmæðina gagnvart honum. Á síðustu leiktíð náði hann ekki að sýna sitt rétta andlit frekar en fyrri daginn vegna meiðsla og var nálægt því að ganga til liðs við enska liðið Liverpool snemma sumars. Það er mikilvægt fyrir Valencia að Aim- ar finni sitt rétta form og sjálfur hefur leikmaðurinn sagt að hann sé til í slaginn eftir að hafa leikið með landsliði Argentínu í Álfukeppn- inni í sumar. Frábær leikmaður sem á líklega eftir að sýna í vetur hvað hann kann fyrir sér. '9Æk t OVOT» Sergio Ramos Sevilla Sergio Ramos er nafn sem knattspymu- áhugamenn eiga líklega eftir að heyra ansi oft á komandi ámm. Þessi varnarmaður hjá I \ Sevilla er aðeins 19 ára og er stórefnilegur. , Hann lék vel með liðinu á síðustu leiktíð og ■ spilaði eins og hann hefði margra ára B reynslu af spænska boltanum. Fjöldamörg f félög hafa sýnt leikmanninum áhuga en r Sevilla hefur í jafnóðum lýst því yflr að hann sé ekki til sölu og neitaði m.a. tilboði frá Val- encia. Þá hafa njósnarar frá Manchester Unit- ed fylgst grannt með Ramos en reikna má með því að hann verði áfram hjá Sevilla næstu árin eða þangað til stærri lið koma með risatilboð í hann sem félagið getur ekki neitað. Spennandi verður að sjá hvort hann standi undir þeim gíf- urlegu væntingum sem til hans em gerðar. Albert Luque Deportivo La Coruna Spænski landsliðsmaðurinn Luque hóf sinn feril hjá Barcelona og hefur í sumar verið í gangi sterkur orðrómur um endurkomu hans til félagsins. Deportivo olli von- brigðum á síðasta tímabili og hefur Luque oft talað um að liðið þurfi að styrkja sig tals- vert til að ná að gera rósir á komandi leiktímabili. Þessi skemmtilegi framheiji er mjög fjölhæfur leikmaður og getur spilað framarlega á miðjunni jafnt sem í fremstu víglínu en hjá spænska landsliðinu er hann látinn leika rétt fyrir aftan sóknarlínuna. Hann er 27 ára og er mjög hæfileikaríkur. Talað er um að hann muni bráðlega fara í annað félag en ljóst er að hvaða knattspyrnustjóri sem er væri til í að hafa hann í sínum röðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.