Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 31
i DV Fréttir FÖSTUDACUR 26. ÁCÚST2005 31 Ingibjörg Gestsdóttir Hannar kjóla eftir höfði hvers og eins. Stjórnmálasamband við Eystrasaltsríki 26. ágúst árið 1991 tóku íslend- ingar, fyrstir allra þjóða, upp form- legt stjórnmálasamband við Eystra- saltsriídn Eistland, Lettland og Lit- háen. Þá hafði ísland nýlega viður- kennt sjálfstæði og fullveldi Lithá- ens, Eistlands og Lettlands en lönd- in voru á þessum tíma að losna und- an oki gömlu Sovétríkjanna. Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkis- ráðherra á þessum tíma og drifkraft- urinn í þessu máli. Steingrímur Her- mannsson var forsætisráðherra. „Það hefur geysimikla þýðingu fyrir okkur að ísland skuli taka upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin. Ég efast ekki um að önnur lönd munu fylgja í kjölfarið," sagði Lennart Meri, utanrík- isráðherra Eistlands, 26. ágúst 1991. Baldvin í pontu Jón Baid■ vin Hannibaisson ávarpaðiiit- háíska þingið ijanúar 1992. Þá þess minnst að ár var liðið fráþvísovéski herinn fórinn i Litháen og réðst á óbreytta borgara sem vildu sjálfstæði. „Síðustu atburðir í Sovétríkjun- um verða enn frekar til þess að styðja málstað okkar. Frelsisbarátta okkar á sér langa sögu. Við áttum í stríði við Sovétríkin í tvö ár en það endaði með friðar- samningi árið 1920. Eistland átti friðsam- leg samskipti við Sovétríkin í tæp 20 ár eftir það. Við vorum síðan innlimaðir í Sovétríkin með Hitler- Stalín-samningnum árið 1939 í síðari í dag árið 1994 var í Bretlandi gerð í fyrsta sinn skurðaðgerð á manni þar sem komið var fyrir gervihjarta með rafltlöðu. heimsstyrjöldinni. Sú innlimun markaði djúp sár í þjóðarsál okkar, sár sem Boris Jeltsín er nú að reyría að græða. Boris Jeltsín styður Eystrasaltslöndin dyggilega í sjálf- stæðisbaráttunni," sagði Meri utan- ríkisráðherra en bæði hann og kollegar hans frá Litháen og Lett- landi voru mjög ánægðir með fram- lag íslands til frelsisbaráttu þeirra. Ur bloggheimum Burkninn heitir Páimi þegar ég eignast mitt eigiö heimili ætia ég svo sannar- lega ekki að hafa potta- plöntur.. að vökva blóm er eitt það leiðinlegasta sem ég veit um.. þegarylfa fór heim i sumar setti hún okkur fyrir það verkefni að vökva pálma (burknann hennar) og ég klíndi þvi nottla á gunnar stein þvi ég myndi alltafgleyma þvi hvort eð er.. hann vökvaði kvikindið áðan og það klónaði vatnið eða eitthvað þvi I Omin seinna byrjaði að leka gulu vatni útum alla gluggakistuna, ógeð! katrin.is Karlar þurfa ekki að vera sætir Nuj, eriggi Anastasia bara búin að fara í Lasik og henda öllum týpugleraugunum! Yougo girl! Verst samt að hugsa til allrar stilisingarinnar sem byggð varí kringum glyrnurnar. Hún ætlaði að meika það sem gereygð poppstjarna, en varð að sætta sig við að títtnefndur John „dauði" Denver, Elvis Costello og John Lennon eru þeir einu sem púlla það afað vera með slæma sjón og selja plötur. En þeir voru líka karlar, og allir vita að karlarþurfa ekki að vera sætir. icomefromreykjavik.com/halli/ Heimspekilega þenkjandi handbolta- hetja Hef verið að lesa aðeins þó minna sé en venjulega vegna bara þeirrar einföldu ástæðu að vera á Islandi. Maður þarfá allri sinni einbeitingu að halda til að tjúnast ekki upp I rytmann sem einkennir þetta þjóöfélag. Hraðinn maður, ert ekki að grínast. Og veit ein- hver hvert förinni er heitið? Veit einhverhvert takmarkið er og ef svo þá hvort takmarkið hafí gildi. Shopen- hauer talar um að maður muni lífsitt eitt- hvað örlitið betur en skáldsögu sem maður las einhvern tima á lifsleiðinni. Bara örlitið betur. Soldið scary. blog.central.is/melankoli Skaii danskar fyrir tott við ákváðum að kíkja á Istedgade ileiðinni heim, en fyrirþásem ekki vita aðþá heitir þessi gata á islensku: Hórugata. Þarna voru mellur allsstaðar og aföllum stærðum og gerðum og tók ein sig til þegar éghuns- aði hana þegar hún grátbað um Skall danskar fyrir tott og gafmér olnbogaskot og var mér ekki farið að standa á sama að vera að labba þarna I kringum þetta RUGL LIÐI! Sjitthvað maðurþurfti á bjórað halda þeg- armaður kom heim. fazmo.is Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Skrifað í blauta steypu Eldri kona á Miklubrautinni skrifar: í fyrrakvöld varð ég nokkuð hissa. Tveir ungir drengir stóðu við blauta steypu fyrir utan Suðurver og skrifuðu nafnið sitt í steypuna. Ég hafði fengið mér að borða á Lesendur kjúklingastaðnum, en þegar ég kom gangandi að drengjunum tóku þeir á sprett. Augljóslega ánægðin með þetta spellvirki sitt. Ég spyr nú bara: Hvar er virðing Hjálpum þeim fátæku Freyr hestamaður hringdi: Mikið er ég ánægður með söfn- unina handa Sigurbirni Bárðar- syni. Það er náttúrlega fáránlegt að einn af okkar fremstu íþrótta- mönnum þurfa að skrimta á 70 þúsund krónum á mánuði. Slíkt er ekki nokkrum manni bjóðandi, ekki einu sinni öryrkjanum sem hóf söfnunina handa Sigurbirni. Ég er sjálfur búinn að gefa Sig- urbirni hluta af mínum launum og vil hvetja fólk til að gera slíkt hið sama. Á svona stundum þurfa allir að sameinast og hjálpa lítilmagnanum. Kannski er samt vitlaust að gefa Sigurbirni pening. Það er eins og maðurinn sagði: Það er gott að gefa fátækum manni fisk, en það er ennþá betra að kenna honum að fiska. 1-2 'O :o Oi -c 3 i£ <o m & æskunnar? Af hverju er allt eyðilagt og ekkert látið í friði. Þetta er nú samt bara steypa en mér er alveg sama. Krakkar eiga að bera virð- ingu fyrir umhverfi sínu. Ekki að skemma það. Þetta er eina sem ég vildi segja. Á forsíðu DV á mánudag var fyrirsögnin Dópið gerði son minn að morðingja og vísað á viðtal við móður piltsins sem varð öðrum Haldið til haqa pilti að bana á Hverfisgötu. Setningin var ekki höfð eftir móður morð- ingjans og því var hún ekki innan gæsalappa á forsíðu heldur var um túlkun blaðsins að ræða, ekki orð móðurinnar. Hún sagði hins vegar að dæmin sanni að fíkniefnaneysla sé þess valdandi að menn geri hluti sem þeir myndu annars ekki gera undir eðlilegum kringumstæðum. Geir Ágústsson skrifar um afrek R-listans. Frjálshyggjumaðurinn segir Tíu stærstu afrek R-listans Loksins leið ekki-Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavik undir lok, oft nefíidur R-listínn. Þetta kosninga- bandaíag þeirra sem ekki geta kos- ið Sjálfstæðisflokkinn undir nein- um kringumstæðum mun skilja eftir sig margar minningar. í fyrsta lagi var ijármálum borgarinnar klúðrað á fleiri en einn og fleiri en tvo vegu. I öðru lagi var nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur gert kleift að bæta við sig íbúum með þvf að gera fólki ókleift að búa í Reylq'avík. 1 þriðja lagi voru allar skattalækk- anir ríkisstjómarinnar færðar starfsmönnum Ráðhússins til brúks. í fjórða lagi tókst að stór- auka fjölda opinberra starfsmanna Reykjavíkurborgar án þess að fjölga dagsverkunum á sama hraða. í fimmta lagi fengu ekki-Sjálf- stæðismenn til vinstri tímabundið atlivarf til að fela stefnu- og hug- myndaleysi sitt. í sjötta lagi tókst að sýna landsmönnum hvað Ingi- björg Sólrún er dugleg að fela stefnu- og hugmyndaleysi áhang- enda sinna. í áttunda lagi var reynt, en án árangurs, að drepa niður einkaframtak í mermtamálum í Reykjavík. í níunda lagi tókst að ijölga fólki með ákveðna tegund kynfæra á ffamfærslu hjá útsvars- greiðendum í Reykjavík og gera mikið úr því. í tíunda lagi tókst að gera manneskju eins og Steinunni Valdísi mtf Óskarsdóttur að borgarstjóra.Ætli það hafi ekki verið stærsta aftekið? Éi Skemmtilegast að hanna brúðar- og samkvæmiskjóla Maður dagsins Ingibjörg Gestsdóttir er fata- hönnuður í Pelli og purpura og hefur haft nóg að gera við að hanna og sauma brúðarkjóla í sumar. „Pell og purpuri er 5 ára gamalt fyrirtæki og við vinnum þrjár saman og hönnum föt eftir pöntunum," segir Ingibjörg. „Strax í menntaskóla fór ég að sauma fötin mín sjálf," segir hún. Ingibjörg vinnur í nærfata- verslun eftir hádegi vegna þess að það ekki nóg að gera í fata- hönnuninni til að hafa hana sem fullt starf. „Mér finnst skemmtilegast að hanna brúðar- og samkvæmis- kjóla," segir Ingibjörg. Hún segir að flestar konur séu með „Ekki hægt að verða ríkur á því að vera fatahönnuður en þetta er rosalega gaman." ákveðnar hugmyndir þegar þær koma á staðinn. Hún segir brúð- arkjólana ekki bara vera hvíta og klassíska heldur líka í litum og jafnvel gerða úr skinni og roði. „Svo eru sumar konur sem fá ekki á sig föt í verslunum vegna vaxtarlags síns og koma og láta sauma á sig," segir Ingibjörg. Hún segir flest fötin saumuð frá grunni en að hún sé ekki mikið í því að breyta fötum. „Ég verð ekki rík á þessu starfi en finnst þetta mjög skemmtilegt og þá er tilganginum náð," segir Ingi- björg. Ingibjörg er fatahönnuður og útskrifaðist frá Köbenhavns mode og derígn skole. Hún starfraekir fyrirtækið Pell og Purpura og hun hannar og saumar föt á fólk eftir pöntun. - A 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.