Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST2005 Menning DV Síðasta starfsár Listdansskóla íslands er hafið. Á komandi vori þegar starfsárinu lýkur verða þáttaskil í sögu listdansins á íslandi. Þá verða níutíu og níu ár liðin frá því að listdansinn sáði fræjum sínum í menningarlíf þjóðarinnar. Það tók nær hálfa öld að koma dansinum á það stig að hann væri talinn verðugur menntastofn- unar á vegum ríkisins og nú þegar sá skóli hefur starfað í meira en fimmtíu ár lýkur þeim kafla. Hvað tekur við? Kirkjulista- hátíð í dag 12.00 Tónlistarandakt Einai Jóhannesson klarinett og DouglasA. Brotchie orgel spila prelúdíu í fís-moll úr Das Wohltemperierte Klavier II eftir Bach, ffum- flytja verk JohnsA. Speight Music, when soft voices die, sem var samið á síð- asta ári að beiðni flytjanda. Titill verksins er tilvitnun í kvæði enska skáldsins Percys Bysshe Shelley. Andaktinni ljúka þeir með tveimur kirkjusónötum Mozarts. Atli Heimir Sveinsson rétti Einari Bach-prelúdíu fyrir nokkru og sagðist heyra hana fyrir sér sem lag fyrir klarinettu og orgel. Bætti svo inní smá kadenzu og sagði „gjörðu svo vel“. Það verð- ur svo Sr. Kristján Valur Ingólfs- son sem annast bænahaldið. 18.00-22.00 Kirkjulista- spjall með kaffihusastemn- ingu Þér eruð salt jarðar, passían og guðspjöllin í listinni. Stutt innlegg, almennar umræður. Umræðum stýra Ævar Kjartans- son og dr. SigurðurArni Þórðar- son. Dagskráin er annars fimm- þætt: 18.00 Matteusarpassíur Bachs og Kvernos Umsjón: Halldór Hauksson og sr. Haukur Ingi Jónasson. Trond Kverno tónskáld og Terje Kvam kórstjóri, sem stjórnað hefur báðum verkunum, segja frá. 19.00 Hallgrímurog guð- spjöllin. Umsjón: Margrét Eggertsdótt- ircand. mag. og dr. Gunnar Kristjánsson guðfræðingur. 20.00 Guðspjöllin séð með augum myndlistarmanna. Umsjón: Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og dr. Pétur Péturs- son guðfræðingur. Rúrísegir frá verkum sínum á Kirkjulistahátíð 2005. 21.00 Fjallað um Matteus- arguðspjall Pasolinis. Umsjón: Oddný Sen kvik- myndafræðingur og dr. Arnfríður Guðm undsdóttir guðfræðingur. 22.00 Matteusarguðspjall Kvikmynd frá 1964 eftir Pier Paolo Pasolini. Astæða er til að vekja sérstaka athygli á þátttöku norska tón- skáldsins Tronds Kvemo í spjall- inu og kórstjórans Terje Kvam, en hann stjórnar flutningi á Matteusarpassíu Kvernos á lokatónleikum hátíðarinnar á sunnudag. Ungir danshöfundar Aðra helgi verður Reykjavlk Dance Festival haldið með nýjum verkum Islenskra danshöfunda I flutningi dansara okkar. Hdtlðin er merki um þd grósku sem sprottin erúr starfi einkaskóla og Listdansskólans. Það var konungskoman 1907 sem var upphafið að þessari sögu. í liði konungs var danskennari sem hafði kennt við liðsforingjaskólann danska og þau Árni Eiríksson og Stefanía Guðmundsdóttir fengu hingað til kennslu. Ahugi Stefaníu á listdansi og nám hennar á því sviði leiddi til þess að þær Guðrún Indriðadóttir kenndu listdans og plastík fyrir ungar stúlkur í Reykja- vík á annan áratug. Frumbýlingsár Á fyrstu áratugum síðustu aldar voru skólar í einkaeign eina kynn- ing dansmenntar í landinu. Það var af þeim grunni sem Ásta Norð- mann sótti menntun sína til Dresden 1921, þangað sóttu þær dætur Jóhannesar á Borg áhuga sinn á dansi og þaðan kom sá ein- beitti vilji sem leiddi Rigmor Han- son á sinn langa feril. f dansefnum var heimsókn Margrethe Brock Nielsen neistinn sem kveikti bálið 1928. Margrethe dansaði fyrir þúsundir áhorfenda á ferðum sínum það sumar. Á henn- ar vegum fór Ásta Norðmann til Danmerkur en menntun dans- kvenna okkar og kennara var sótt næstu áratugi í klassískan skóla dansmenntar sem var að stofni til frá Bournonville-skólanum danska og rússneska skólanum eins og hann var iðkaður í London. Frumherjar Ásta, Rigmor, Elly Þorláksson, Helena Jónsson og Sif Þórz voru allar skólaðar í klassískum dansi, þótt þær iðkuðu ekki síður sam- kvæmisdansinn og leituðu til nýrri strauma sem konur á borð við Ólöfu Árnadóttur og Ellen Kid báru hingað. Þegar leiðin opnast vestur um haf á stríðsárunum leitaði ungt fólk og áhugasamt um listir þang- að, Sigríður Ármann stundaði nám sitt vestra þótt hún leitaði síðar frekari menntunar í Kaupmanna- höfn undir vernd Friðbjörns Björnssonar sem hafði þá verið við Konunglega danska ballettinn um árabil. Hann og Sif Þórz voru menntuð á hina klassísku vísu við skóla Kon- unglega leikhússins þar sem sam- an fór venjulegt skólahald og dag- A morgun opnar Jón Laxdal yfirlitssýningu i Listasafninu á Akureyri. Þótt Jón Laxdal hafi starfað sleitulaust að sinni myndlist í yfir tuttugu ár og sé vel þekkt- ur á Akureyri hefur orðstír hans náð augum fárra utan bæjarmarkanna. Samt á hann samleið með því besta á alþjóðlegum vettvangi. Spielhaus Morríson Galeríe, sem meðal annarra listamanna hefur Gabríelu Friðriksdóttur á sínum snærum, en ferðin endar svo í Listasafninu í Færeyjum. Af þessu tilefni kemur út vegleg bók um Jón Laxdal, list hans og feril, í ritstjórn Jóns Proppé gagnrýnanda. Jón er fæddur árið 1950. Hann dvaldi í Reykjavík um þriggja ára skeið í fyrsta hópnum sem sótti heimspekinám til þeirra Páls Skúlasonar og Þorsteins Gylfason- ar. Úr gömlum blöðum Jafnffamt sinni eigin listsköp- un og ritstörfum hefur Jón verið mikilvirkur í menningarstarfi á Akureyri þar sem hann átti bæði hlut að rekstri Rauða hússins og var einn þeirra sem hófu Listagilið til vegs og virðingar, en Jón bjó líka þar til fyrir skömmu í gilinu. Verk Jóns eru einkum klippi- myndir með upplímdum texta, letri, skrauti og myndum. Hráefn- ið er oftast gömul dagblöð og hef- ur það nokkuð með verkin að segja hvaða gömlu blöð liggja til grundvallar. Þannig eru sumar myndraðir unnar alfarið úr sama blaðabunkanum og bera þá bæði keim af stjórnmálabaráttu og mál- flutningi þess tíma, sem og stíl og Jón er borinn og barnfæddur Akureyringur og hefur starfaö þar alla sína ævi. Akureyrarbær viður- kenndi framlag hans til lista í bænum þegar hann var tilnefndur bæjarlistamaður árið 1993. Auk myndlistarkennslu hefur Jón lengst af unnið fyrir sér sem starfs- maður á sambýli þroskaheftra og geðfatlaðra og komið að uppsetn- ingu hverrar einustu sýningar i Listasafninu á Akureyrí frá því það tók til starfa fýrir tólf árum. Lista- safnið á Akureyrí hefur oft átt frumkvæði að samvinnuverkefn- um hér heima og erlendis á und- anförnum misserum. Nú ætlar safnið sér meira með verk Jóns; vill koma sínum heimamanni á kortið. Verður opnuð yfirlitssýn- ing á verkum Jóns Laxdais Hall- órssonar undir heitinu Ekki orð. Utanfarir Sýningin er unnin í samstarfi við Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, og þang- að fer hún þegar henni lýkur á Ak- ureyri 23. október. Um svipað leyti verða verk eftir Jón til sýnis í Safni, nú- tímalistasal Péturs Arasonar við Laugaveg í Reykja- vík. í mars á næsta ári fara verkin síð- an til Berlínar þar I sem Jón sýnir í IHjónin Jón Laxdal og Aðal- heiður Eysteinsdóttir DV-mynd Spessi. Meðleyfi Listasafnsins d Akureyri. -J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.