Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST2005 Fréttir Bestu krúsir ársins Á fimmtudaginn var haldin kynning með mikilli viðhöfn í Miinchen í Þýska- landi. Þar sýndi barmmikil þjónustustúlka krúsir vald- ar af dómnefnd til að vera formlegar krúsir Oktober- fest, stærstu bjórhátíðar heimsins, þetta árið. Hátíð- in hefst 17. september og stendur til 3. október. Barist um líf dóttur Debbie og Darren Wyatt sjást hér ganga í réttarsal í London. Þau berjast fyrir máli 22 mánaða gamallar dóttur sinnar, Charlotte Wyatt. Hún fæddist fyrir tfmann og er sködduð á heila, lungum og nýrum. Charlotte er tengd við súr- efnisvél og hefur aldrei yfir- gefið spítalann. Foreldrarn- ir vilja snúa við dómi sem leyfir læknum að sleppa því að lífga Charlotte við ef hún hættir að anda. Rán í Svíþjóð Bíræfnir þjófar með hríðskotabyssur að vopni keyrðu gröfu í gegnum vegg peningageymslu Securitas í Akalla í SvQíjóð í gær. Rán- ið, sem var að sögn sjónar- votta eins og atriði úr bíó- mynd, heppnaðist vel hjá ræningjunum. Þeir keyrðu fyrst í gegnum stálhlið og brutu síðan húsvegg með gröfunni. Ekki er enn vitað hversu miklu þjófamir stálu en talið er að ráns- fengurinn hlaupi á milljón- um sænskra króna. „Þaö er gott atvinnuástand og mikið að gerast í Búöardal segir Jóhannes Haukur Hauksson mjólkurfræðingur. „Það er verið að endurbyggja, breyta og laga sláturhúsið. Verður byrjað að slátra aftur I haust. Svo eru óvenju margar húsbyggingar I gangi. Það er uppgangur I Búðardal." Landsíminn Sigríður Þórisdóttir er einstæð, tveggja barna móðir og bíður þess að bæði börn hennar fái vistun við hæfi. Guðný Þóra, yngra barn Sigríðar, er ársgömul og bíður eftir leikskólaplássi. Ólafur, sex ára sonur Sigríðar, bíður vistunar á frístunda- heimili við Breiðholtsskóla. Ifinnan í uppnámi pví sonnrinn er á biðlista „Mér var sagt að ég væri ekki í forgangi þar sem ég er ekki með barnavernd- arnefnd á hælunum," segir Sigríður Þórisdóttir sem var boðin vinna á frístundaheimlinu í Breiðholts- skóla þegar hún sótti um pláss fyrir son sinn. V, Sigríði var þó ekki lofað plássi fyrir strákinn sinn þótt hún þæði vinnuna. „Eg kemst ekki út á vinnumarkaðinn fyrr en Ólafur kemst að á frístundaheimilinu," segir Sigríður, sem leigir félags- legt húsnæði á vegum borg- arinnar en er andlega og líkamlega hraust og bíður þess að komast út að vinna. „Mér leiðist að hanga heima allan daginn," segir Sigríður. „Ólafur sonur minn er sex ára og kemst ekki að á frí- stundaheimili í Breiðholts- skóla og þess vegna kemst ég ekki út á vinnumark- aðinn.“ Kemst ekki að Sigríður fór í viðtal hjá frí- stunda- heimilinu í Breið- holts- skóla til að freista þess að koma syni sínum Sigriður Þórisdóttir og Ólafur Karlsson Sigríður kemst ekki út á vinnumarkað inn fyrr en Ólafur fær pláss á fristundaheimili. „Ég fæ ekki atvinrw- leysisbætur nema dóttir mín sé hjá dag- mömmu að minnsta kosti hálfan daginn að. „Mér var boðin vinna á frí- stundaheimilinu en því var ekki lofað að Ólafur kæmist að þótt ég tæki starfið," segir Sigríður sem hefði ekki hugsað sig tvisvar um að taka starfið hefði sonur hennar komist að í leiðinni. Sigríði var tjáð að biðlistinn væri langur og að hún skyldi ekki gera sér vonir um að sonur henn- ar kæmist að á næstunni. Þarf að fá forgang „Ég fæ ekki atvinnuleysisbætur nema dóttir mín sé hjá dag- mömmu að minnsta kosti hálfan daginn,“ segir Sigríður. „Ég fór á þjónustumiðstöðina í Mjóddinni og þar var mér sagt að ég gæti ekki fengið að vera með dóttur mína á forgangslista fýrir leikskólapláss vegna þess að ég væri ekki barna- verndarmál." Sigríður fær styrk frá féló vegna þess að hún kemst ekki út á vinnumarkaðinn. Hún lifir á styrknum sem er 79 þúsund krón- ur á mánuði en ofan á hann bæt- ast 34 þúsund krónur í meðlag. Mæðralaun eru dregin af þeirri upphæð. Sigríður segir: „Ég vildi óska að ég hefði kost á svartri vinnu því það er eina leiðin til að ég geti haft það sómasamlegt og að og styrkurinn skerðist ekki.“ hugrun@dv.is Hærri laun og sveigjanlegri vinnutími hjá Aktu taktu en á leikskóla „Ég byrjaði að vinna á Aktu taktu í júm' og ætla að halda áffam að vinna þar með skólanum," segir Amdís Jana Gísladóttir sem vinnur á Aktu taktu en er engu að síður með hærri laun en leikskólakennari. Vinnuveitandi hennar segir algengt að fólk komi úr störfúm eins og á leikskólum og leiti úl þeirra efúr vinnu. Þetta sýnir hve illa launað leikskólakennarastarfið er. „Einn mánuðinn vann ég aðeins 2 1/2 ú'ma á dag og svo um helgar, fyrir þetta fékk ég 90 þúsund krónur í laun," segir Arndís um vinnuna á Aktu taktu. Þess má geta að laun starfsmanna án reynslu á leikskóla er 112 þúsund krónur fyrir átta stunda vinnudag. „Ég fæ mætingarbónus ef ég mæú á réttum ú'ma og tilkynni ekki veik- indi," bæúr Amdís við. Mæúngarbón- Arndís Jana Gísladóttir, 15 ára Slagar upp i iægstu laun á leikskóla fyrir hlutastarf á Aktu taktu. usinn er mishár - einn mánuðinn fékk Arndís 18 þústmd í bónus. „Við gerum vel við fólk sem mæúr á ailar sínar vaktir og vinnur vel," segir Herwig Syen starfsmannastjóri hjá Foodco sem rekur Aktu taktu og American style. Herwig segir hug- myndina vera þá að fólk sé ábyrgt fyrir sínum vöktum og sýni ábyrgðar- Aktu taku Borgar bónus og helst vel á starfsfólki. úlfinningu. „Það hefúr komið fyrir að fólk komi frá leikskólum og leiú að vinnu hjá okkur." Ingunn Gísladótúr er starfsmanna- stjóri hjá menntasviði Reykjavíkur- borgar. Hún segir kjarasamninga ekki gera ráð fýrir bónusgreiðslum úl starfsfólks leikskóla eins og ú'ðkist á fjölmörgum öðrum vinnustöðum, eins og Aktu Taktu. „Við höfum ekki sveigjanieika úl að gera betur við starfsfólk á leikskólunum," segir Ing- unn. hugrun@dv.is Starfsfólk leikskóla leitar í betur launuð störf Strætóferðir skipulagðará netinu Strætó hefur opnað nýjan og endurbætt- an vefþar sem reikna má ná- kvæmlega út ferðir með strætisvögn- um. Al- menningi gefst kostur á að reikna út hvaða vagn er best að taka með því að slá inn heimilisfang sitt og áfangastað. Þá birtast út- reikningar á því hversu langan tíma hver ferð tekur og jafnvel áæúaður göngutími að og frá stoppistöðvum. Vefsíðan er straeto.is og bus.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.