Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST2005 DV Frændsystkin- in standa saman þegar þörf er á. The Skeleton Key kk „Hún nær að byggja upp ágæta spennu hér og þar og er því fín sem svona stefnumótamynd ef gaurar vilja fá séns til að halda utan um stúlkuna eða öfugt.“ - Ómar Teiknimyndin Ævintýraferðin er frumsýnd í Laugarásbíói í dag með íslensku tali. Söguþráöur myndar- innar er á þá leið að ískarllnn Slæmi ætlar að breyta heiminum í eina stóra frostveröld þar sem aldrel skín sól eða vex grænt gras. Slæmi vill að allir lifi í kulda og ís þannig að ekkert sé til nema vet- urinn. En hetjurnar láta ekki bug- ast og taka til sinna ráða. Hetjurn- ar eru Bjöggi, Vagn, Sólmundur, kýrin Geirþrúöur Duggur, snlgillinn Brjánn, stúlkan Róra og hundurinn hennar Sámur. Með helstu hlutverk í íslensku útgáfunni fara Jóhann Siguröarson, Gísli Pétur Hinriks- son, Örn Árnason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Björgvin Franz Gísla- son og Sigurður Sigurjónsson. Þýð- andi er Davíð Þór Jónsson en leik- stjóri er Jakob Þór Einarsson. Head in the Clouds er frum- sýnd í Háskólabíói í dag. í henni segir frá Guy Malyon (Stuart Townsend) sem fær skólastyrk til að nema viö Cambridge-háskóla. Veröld hans breytist til frambúð- ar þar þegar hann á í ástriðufullu sambandi við glæsilegan sam- nemanda sinn, Gildu Besse (Charlize Theron). Guy vill berj- ast í spænsku borgarastyrjöld- inni og Mia (Penelope Cruz), spænskur skjólstæðingur Gildu, er spennt fyrir þeim hugmynd- um. Þegar Gilda heyrir þau velta fyrir sér aö fara tekur luin það mjög persónulega. Hún leitar á ný mið sem eiga eftir að reynast mun hættulegri en nokkurn hefði getað órað fyrir. Myndin gerist á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar og þykír bera þessum tíma gott vitni. Heilsar upp á gömlu ástkonurnar til að finna launson sinn Hinn frábæri Bill Murray leitar að 19 ára syni sínum sem hann hefur aldrei hitt 11 Bill Murray leikur Don John- ston í Broken Flowers, nýjustu mynd Jims Jarmusch, sem frum- sýnd er í Regnboganum, Smára- bíói og Borgarbíói á Akureyri í dag. Don er maður einsamall eftir að síðasta ástkona hans, Sherry, sparkaði honum. Don ákveður að eyða tíma með sjálfum sér, vill fá að vera í friði og sinna eigin hugð- arefnum. Það gengur ekki og hann neyðist til að rifja upp sára fortíö- ina þegar hann fær grunsamlegt bréf, bleikt á lit, með póstinum. Bréfið er frá ónefndri gamalli ást- konu hans og í því er honum til- kynnt að hann eigi 19 ára son sem leiti nú föður síns. Bankar upp á hjá gömlu kærustunum Besti vinur Dons og nágranni, Winston, hvetur hann til að kanna þessa „ráðgátu". Það leggst ekk- ert sérstaklega vel í Don í fyrstu, enda vill hann helst ekk- ert ferðast. Eftir nokkra umhugs- un skellir hann sér þó í ferðalag þvert yfir landið að leita vísbendinga hjá fjórum af fyrrverandi ástkonum sínum. Don bankar upp á hjá konunum óboðinn og hjá hverri þeirra lendir hann í óvænt- um uppákomum. Don þarf bæði að rifja upp og takast á við fortíðina, en um leið nútímann. Upprisa Bills Murray Bill Murray þykir fara á kostum í Broken Flowers. Næstum allan feril sinn hefur hann verið frægastur fyrir gamanhlut- verkin en hann sannaði eft- irminnilega að hann getur leikið hvað sem er í Lost in Translation. Þessi mynd er væntanlega liflegri og skemmtilegri en Lost in Translation og því verður for- vitnilegt að sjá Murray. Hann nýtur leiðsagnar Jims Jarmusch sem jafnframt skrifar handrit myndarinnar. Auk þess er skemmtilega skipað í hlutverk fyrrverandi ást- kvenna hans. Þær leika Frances Conroy, Jessica Lange, Sharon Stone og Tilda Swinton. Frændurnir Bo (Seann William Scott) og Luke (Johnny Knox- ville) vita fátt betra en aö drekka sig blindfulla og skemmta sér með fallegum stelpum. Þeir eru týpískir Suðurríkjastrákar og mynda skemmtilegt teymi með frænku sinni Daisy Duke (Jessica Simpson) sem klæðist þröngustu og efnisminnstu fötunum í Suður- ríkjunum. Duke-fjölskyldan sér fyrir sér meö því að brugga áfengi og frændi drengjanna Jesse (Willie Nelson) býr til besta landann. Strákarnir keyra bruggiö út og lenda oft í vandræöum með lög- regluna. Daisy er þjónustustúlka á flottasta barnum i sýslunni og vekur mikla eftirtekt. Þeir eru ófáir utanbæjarmennirnir sem hafa gert þau mistök að reyna við hana. Þá er ekki bara henni aö Fantastic Four ick „Ansi götótt mynd sem hefur eng- an skýran þráð. í besta falli nær hún að mlnna mann á Ghost- busters." - Sigurjón m: Fully Loaded „Það væri tómt rugl að fara að fár- ast yfir Herbie. Þaö er greinilega ekki ætlunin að hún sé tekin alvar- lega. Sem er gott.“ - Sigurjón The Island ickic „Sem sagt bara hressandi og skemmtileg mynd en ekki búast við neinu öðru en froöupoppi." - Ómar Wedding Crashers krkk „Wedding Crashers er mjög gott skólabókardæmi um það þegar þessi gamla Hollywood-gaman- myndaformúla virkar." - Sigurjón Kicking and Screaming krk „Ekki tímamótaverk, en þokkaleg- asta skemmtun. Wili Ferrell á betra skilið.“ - Sigurjón kellur mæta, heldur l'íka frændunum tveimur. Frændsystkinin lenda svo í al- vöru ævintýrum þegar spillti rík- isstarfsmaðurinn Boss Hogg (Burt Reynolds) reynir að sölsa undir sig jarðir í sýslunni. Þá þurfa allir að standa saman og beita sér af krafti. Dukes of Hazzard er frumsýnd í Sambíóunum í dag. Charlize Theron og Pen-1 elope Cruz eru ekki dónalegar saman. Racing Stripes er frumsýnd í Sam- bíóunum og Háskólabíól í dag. í myndinnl segir frá því þegar sirkus nokkur reynir að flýja undan þrumuveðri og sebrahesturinn verður eftir. Hestabóndinn Nolan Walsh (Bruce Greenwood) bjargar sebrahestinum og gefur dóttur slnni, Channing (Hayden Panetti- ere), hestlnn. Hann fær nafnið Strlpes (Frankle Muniz úr Malcolm i miðið talar fyrir hann) og kynnist fljótt flölda annarra dýra á búgarðl fjölskyldunnar. Þar eru smáhestur- inn Tucker (Dustin Hoffman) og geitin Franny (Whoopi Goldberg) auk Gæsarinnar (Joe Pantoliano) sem er í raun pelíkanl. Þá má ekkl gleyma hananum Reggie og hundinum eldlngu (Snoop Dogg). i nágrenninu eru hestar þjálfaöir fyrir keppnir og Strlpes ákveður að hann vllji taka þátt. Þótt hann sé ekki beint hestur er hann sann- færður um að þetta geti hann. Tucker er gamall hestaþjálfari og hjálpar til og Channlng langar til að verða knapi. Þegar að keppn- inni kemur lenda Stripes og vlnlr hans í ýmsum ævlntýrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.