Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST2005 Fréttir DV „Bónus pakk“ og „andskotans bankastjórahyski í KB banka“ er meðal þess sem segir í mjög harkalegri bloggfærslu sem Sigmundur Sigurgeirsson, forstöðumaður svæðisútvarps RÚV á Suðurlandi, ritar. Ráðning Sigmundar var umdeild á sínum tíma en hann var einhver einarðasti stuðningsmaður Sjálf- stæðisflokksins sem um getur. Sigmundur segist hættur að skipta sér af pólitík og viðurkennir að honum gæti reynst erfitt að Qalla um Bónus og KB banka á hlutlausan máta eftir skrifin. „Ég held að það sé hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski. Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki." Svo ritar Sigmundur Sigurgeirs- son á bloggsíðu sína, skeljafell.blog- spot.com, en yfirskrift síðunnar er „Það sem ekki kemst í fréttimar“. Titillinn er kannski ekki úr vegi því Sigmundur er forstöðumaður svæðisútvarps RÚV á Suðurlandi - sem setur kannski meiri þunga í þessa bloggfærslu en ella. „Skítapakk og andskotans bankastjórahyski" „Já, það er smá reiði í þessu," segir Sigmundur í samtali við DV. Hann segir að það sem einkum kall- aði fram þessa reiði hafl verið fregn- ir þess efnis að sakborningarnir í Baugsmálinu hafi ekki borgað toll- ana sína. Aðspurður hvort ekki sé óhugs-, andi með öllu að hann geti fjallað um málefni, sem að þessum aðilum snúa, á hlutlausan máta eftir þessi skrif segir Sigmundur það vissulega réttmæta athugasemd. „Já, það er rétt. Þetta er kannski fullgróft. Enda datt mér í hug að taka þetta út þegar ég var búinn að skrifa þetta. Maður ætti kannski ekki að dæma menn svona fyrirfram. Þetta vom einhver laugardagsleiðindi. Ég er ekki vanur að tala illa um fólk enda á þetta ekki að vera á persónulegum nótum." „Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm." En Sigmundur lét bloggfærsluna standa. Þegar þetta er skrifað er síð- an enn uppi og færslan er frá 13. þessa mánaðar. Meðal þeirra sem fá á baukinn þar sem Sigmundur eys úr skálum reiði sinnar em KB bankamenn: „Skftapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm." Skiptir sér ekkert af pólitík Ráðning Sigmundar, snemma á þessu ári, var umdeild. Um svipað leyti hlaut til dæmis Helga Vala Helgadóttir ekki ráðningu á frétta- stofu útvarps vegna lauslegra tengsla sinna við Vinstri græna. Hins vegar var Sigmundur einhver einarðasti stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins sem um getur; kosningastjóri Sjálf- SKJALASKAPAR SKJALAPOKAR OG MILUMÖPPUR og'cdUUtás yuvuwm/ ytad! ÓLAFUR CÍSLASON &COHF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is _ V „Bankastjórahyski" Hreiðar Már Sigurðs- son og Sigurður Einarsson bankastjórar KB banka fá það óþvegið frá Sigmundi. stæðisflokksins í Árborg við síðustu sveitarstjórnarkosningar, hefur setið í stjóm Hersis - félags ungra sjálfstæðismanna á Suður- landi, var í stjóm SUS, var formaður samtaka ungra hægrimanna í Evrópu og þannig má lengi telja. Og | á heimasíðu sinni frá námsámnum í Bandaríkj- unum lýsir Sigmund- ur því að póli- tískir leiðtogar hans séu Margrét Thatcher og Ronald Reagan. Þetta þótti ekki koma að sök þegar Sig- mundur var ráðinn. Sig- mundur Færslan umdeilda Eftir að DV hafði samband við Sigmund tók hann umrædda færslu út af því tilefni. En til þess að lesendur DV megi átta sig á hvað um ræðir birtast hér umrædd skrif Sigmundar. í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri mál þetta til skoðunar hjá lögfræðingi stofnunarinnar. Skítapakk Ég held að það sé hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski. Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyr- irtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki. Að sjá þetta. Láta aðra borga fyrir sig allan tímann. Og svo eru lögmerm að reyna að verja þetta. Ömurlegast er þó að segist ekki taka þátt í pólitísku starfi núorðið. Spurður hvort ekki geti reynst erfitt að greina skoðanir sínar frá umfjöllun segir Sigmundur alla þekkja það viðfangsefni. „En maður skiptir sér ekkert af pólitík. Það er miklu meira gaman í blaðamennsku." Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs RÚV og Óðinn Jónsson, fréttastjóri útvarps, sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem ffam kemur að þeir treysta ekki Sigmundi lengur til að sjá um fréttir. Þeir hafa þó ekki vald til að reka Sigmund. Sú ákvörðum er i höndum útvarpsráðs jakob@dv.is JOÍldnilca l DUiiua/,Ly það sé hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski," ritar Sigmundur. uiuyyiorrsiu par sem nann vandar sakborningum í Baugsmálinu ekki kveðjurnar og kallarþá meðal annars„hyski". HMn/am-nsffii/ann ? atiÆ1/gm«-iT<;CTiff-nn« aamvzBBt-flMCTiH' 12ÆlÆan»-u>ni/?nn4' tmaa&taMB s &8.06 ■MttoánM fflamncfgmmB ' OMHÆOns - nsm: Færsla Sigmundar á bloggsíðuna Erfrá 13.þessamánaðar.„Þettaer kannski fuiigróft," segir Sigmundur. heyra þetta iið reyna að verja sig, og segja þetta árásir einhverra póhtíkusa. Þó það nú væri að póli- tíkusar hugsuðu um hag fólksins sem hefurkosið þá ogkomi svona svindlurum úr umferð. Svei þessu liði. Núermér heitt íhamsi, að sjá þetta aumingjans lið reyna að svíkjast undan því að greiða 700 - 900 þúsund kall til tollstjóra. Skatta sem ég og aðrir venjulegir fátæklingar þurfum alla jafna að greiða. Þetta lið sem hefurnógfé á milli handanna tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskot- ans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bak- ið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhverja minna skituga stofhun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.