Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 21
20 FÖSTUDACUR 26. ÁGÚST2005 DV Heimilið FÖSTUDAQUR 26. ÁGÚST2005 21 Egg eru skemmtilegt byggingeretni „Þetta er lítið en skemmtilegt verkefni sem er um að gera að dunda við með krökkunum," segir þúsund- þjalasmiðurinn Mummi þjöl, sem að þessu sinni ætl- ar að víkja frá hefðbundnum byggingarefnum og leika sér með egg í matargerð. „Það vita ekki allir að egg, þá bæði eggjarauðan og eggjahvítan eru skemmtileg byggingarefni og hægt að útbúa ótrúlega hluti með þeim. Skurnin brotin varlega Síðan er skurnin brotin varlega, betra er að brjóta bara efri hlutann á henni svo eggið sé meðfærilegra. Því næst er hvítunni hellt varlega ofan í kökumótið á pönnunni en rauðan sett í annað mót. í raun má samt alveg blanda þessu saman, en mér þykir bara faliegra að gera þetta svona, ég er nefnilega svoh'tiU sérviskupúki inn við beinið. Piparkökumót á pönnu „Finnið piparkökumót og leggið þau á pönnu og látið hitna svolítið, best er að smyrja mótin með smá olíu fyrst." Egg með fallegu lagi Eggin eru svo steikt í gegn við lágan hita. Því næst eru þau losuð úr mótunum og síðan borin fram með hverju því sem fólki þykir fara vel við egg með fallegu lagi. Skemmtilegt, einfalt og ljúffengt Ertu með góða ábendingu? Sendu okkur tölvubréfá heimili@dv.is efþú ert meö ábendingar um skemmtilegt viöfangsefni á heimilissiður DV. Sinnirnú myndlistini „Ég hætti fyrir löngu að hafa bóls- trun sem aðalatvinnu mína en nú tek ég bara einhverja sérstaka hluti að mér, fallega antikmuni og þess háttar," segir Kristján Jóhann Ólafs- son, fyrrverandi bólstrari og meðlimur í Silfurh'nunni. Hann segist hafa unnið við bólstrun í 30 ár, en síðustu árin hafi þó ver- ið lítið að gera og þá hafi hann fengið sér vinnu í verksmiðjunni Plastprenti til að hafa meira fyrir stafni. „Það var fi'nasta vinna, skammt frá og mikið af góðum krökkum sem ég kynntist þar. Mér finnst þó gaman að hafa loksins tíma til að sinna myndlistinni eins og mig langaði ailtaf," segir Kristján, en hann hefur alla tíð haft brenn- andi áhuga á að mála. „Við höfum svo góða aðstöðu í Hraunbæ, þar er mikið líf og ijör og margir fallegir munir gerðir úr efn- um af ýmsu tagi. Ég sjálfur einbeiti mér samt helst að því að mála landslagmyndir úr Hvalfirðinum. Það eru nokkrir krakkar þarna eins og ég sem helst vilja bara mála staðina þar sem þau ólust upp," segir Kristján og skellir upp úr þeg- ar hann áttar sig á því að hann talar um sig og félaga sína í Hraunbæ sem krakka. „Það er gott að vera ungur í anda og geta haft eitthvað fyrir stafni á efri árunum." Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi FOSFOSER MEMORY s- og söluaðili sími: 551 9239 Heimilið DV Gerir upp píanó í frístundum „Undanfarin ár hef ég verið að gera upp gömul píanó sem ég hef svo selt aftur," segir Haraldur Sigfússon píanóstillingamaður. Hann segist lengi hafa haft áhuga á þessum stóru og hljómfögru hljóðfærum þó hann hafi lengst af unnið sem leigubflstjóri. „Ég hætti að keyra þegar ég varð 72 ára gamall og þá var gott að geta gripið aftur í píanóin, en ég lærði að stilla þau hjá Pálma heitn- um ísólfssyni," segir Haraldur sem hefur undanfarin ár tekið að sér gömul píanó og gert þau upp til að selja aftur. „Lengi hefur fólk haldið að við séum ekki fullgildir samfélags- þegnar eftir að við höfum náð sjötugu. Ég hef þó séð að þeir í Húsa- smiðjunni hafa verið að óska eftir því að fá eldri menn í vinnu við þjónustustörf, enda búa margir yfir mikilli þekkingu á þeim vörum sem þar eru í boði." Hann vonar að í framtíðinni verði meira litið til eldri borgara og telur að þeirra kunnátta sé oft vannýtt í samfélaginu. „Það er slæmt að hafa ekkert að gera þegar árin færast yfir, það er að segja ef heilsan leyfir manni að halda áfram að vinna. Margir finna sér eitthvað að gera, en eins og alltaf eru þeir til sem ekki finna sér neitt," segir Haraldur, en hann telur iðjuleysi oft orsök þunglyndis sem hrjáir svo marga. Silfurlínan eru samtök eldri iðnaðar- manna kölluð. Þótt aldurinn hafi færst yfir þykir þeim nauðsynlegt að geta gripið í gamla starfið og hafa þeir getið sér gott orð fyrir velunnin störf enda vandfundnir menn með meiri reynslu og áhuga. DV ræddi við nokkra af þessum mönnum og kannaði hvað þeir höfðu fyrir stafni. bokDindari meö áhuga á næringu „Það er nú þannig að við sem eru komin á aldur megum helst ekki gera neitt og jafnvel þótt við höfum heilsu og vilja til að gera eitthvað þá er okk- ur hegnt fyrir það með skerðingu ellilífeyris," segir Halldór Stefánsson, bók- bindari og dreifingaraðili Herbalife, en hann komst nýlega á eftirlaun. Hall- dór segist hafa gaman af því að vinna og telur vinnuna ekki síst skipta máli fyrir heilsu fólks, enda hafi rannsóknir oftsinnis sýnt að þeir sem eitthvað hafa fyrir stafni á efri árunum halda sér betur. „Ég er nú samt ekki hættur öllu, ég hef lengi verslað með Herbalife og hugsa að ég sé nú með þeim elstu sem það selja," segir Halldór og hlær en hann telur það hafa hjálpað sér mikið í gegnum árin. „Þegar fyrst heyrðist af þessu hér á landi básúnuðu ýmsir spekingar að þetta væri eitur sem lík- lega myndi ganga af íslensku þjóðinni dauðri en það er langt frá þvf mín reynsla. Matur í dag er oft á tíðum orðinn næringarsnauður en Herbalife inniheldur fullt af næringarefnum og er góð matvara," segir Halldór sann- færandi, en hann telur að sjálfur hafi hann byrjað að spá í auknum mæli í hvað hann léti ofan í sig eftir að hann kynntist því. Hann telur að fyrst og fremst sé mannskepnan það sem hún borðar og að gæta eigi að næringu- inni áður en haldið er út í apótek. Halldór tilheyrir félagsskapnum Silfurlínunni, en það eru samtök eldri iðnaðarmanna sem hafa áhuga á að nýta þekkingu sína til ýmissa viðvika. Hann segist þó lítið binda inn í dag, en honum þykir leitt hve mikið hefur dregið úr áhuga fólks á bókum. „Maður heyrir varla talað um bókasafnara lengur, en það er eins og það gengur, eitthvað hlýtur að taka við," segir hann þótt greinilegan söknuð megi greina í rödd hans. „Þetta er svona aðallega til að hafa eitthvað fyrir stafni því auðvitað má ég ekkert vinna að ráði án þess að þessar 48.000 krónur sem ég fæ á mánuði skerðist. Það er öllum haldið í gíslingu sem eru á framfæri hins opinbera svo fólk sé ekki að misnota kerfið. Mér hefur þó oft dottið í hug að það sé betra að einhverjir svindli en hafa þetta svona strangt, maður getur aldrei komist fyrir allt." Rafeindavirki og félagi „Það er ekki spuming að félagsskapur sem þessi er afar mikilvægur," segir Asgeir Guðnason, rafeindavirki og meðlimur í Silfurlínunni. Ásgeir segir þó kankvís að hann teljist þó ekki alveg til eldri borgara þó hann sé meðlimur í félagsskapnum þar sem hann sé nú aðeins 65 ára. Hann segist þó alla tíð hafa haft ánægju af því að vera með eldra fólki. „Ég hef notið þess að vera í félagsskap með eldra fólki frá því ég var barn og tengi það því að ég hljóti að vera svona gömul sál," segirÁsgeir og hlær. Hann telur mikiivægt að eldra fólki sé sinnt, því oft fyllist fólk einmanaleika þegar árin færast yfir. „Það er nú einu sinni þannig að það er miklu fleira fólk í Reykjavík einmana en maður heldur. Oft er hringt í mann og maður er beðinn um smá viðvik en í raun er ástæðan sú að fólki skortir félagsskap. Sérstaklega á þetta við um gamlar konur. Þær lifa eiginmennina sína og sitja svona aleinar með fjölskyldumyndunum, þess- ar elskur," segir Ásgeir og greinilegrar samúðar gætir í rödd hans. Hann segist hafa afskaplega gaman af starfi sínu og að hann geti í raun gert við flest öll rafmagnstæki þó hann hafi mestmegnis verið að gera við myndbands- tæki, sjónvörp og þess háttar tæki. „Ég held að það hljóti að vera mikilvægt fyrir alla að geta haldið áfram að vinna hafi þeir á annað borð heilsu til." Fyrrverandi lögregluþjónn pússar og olíuber útihurðir „Ég hafði nú alltaf gaman af því að grípa í smíðar, en lengst af starfaði ég sem lögregluþjónn," segir Þórir Her- sveinsson, fyrrverandi lögregluþjónn sem er nú í félaginu Silfurlínunni og sinnir ýmsum viðgerðum, en það er ekki amalegt að vita af því nú þegar skort- urinn á iðnaðarmönnum hefur sjaldan verið meiri. „Ég er sérstaklega í því að gera við útihurðir, pússa þær og olíubera. Helst er þetta fyrir eldra fólk en ég vísa þó öðrum ekki frá," segir Þórir, sem segir nauðsynlegt fyrir fólk að geta haft eitt- hvað fyrir stafiú þó það sé komið á efri ár. „Þetta er mjög skemmtilegt og gott að eitthvað kom eftir að ég lauk störf- um hjá lögreglunni. Það er jú alveg nauðsynlegt fyrir alla að vinna eitthvað á meðan heilsan leyfir. Það er nú samt þannig að fólk vill helst ekki að maður geri neitt eftir að maður hefúr náð sjö- tugsaldri," segir Þórir sem var í óða önn við að hafa sig til fyrir vinnuna. Draumatækið Algjört geimskip „Úff, ég er algert tækjafrík og verö helst aö kaupa allar þær græjur sem ég heyri um.Égheld að þettasé bara ein erfið- asta spurning sem ég heffengiö frá blaöamanni, “segir Þröstur Cestsson, beturþekktur sem Þröstur 3000, og hugs- ar sig vel um. Eftir talsveröa umhugsun rennur svariö þó upp fyrir Þresti og hann færist allur I aukana. „Þaö er nýr Landcruiser 100, þaö er árgerð 2007 sem kemur breytt. Landcruiserinn veröur aö vera meö öllum aukahlutum en þá er þetta algjört geimskip. “ Leyfum söfnunaráráttunni að njóta sín Margar konur njóta þess aö safna töskum og öörum skrautleg- um fylgihlutum. Þaö er þó verra þegar þessir hlutir fara aö safn- ast upp I skápum og þvælast fyrir manni. Söfnun á að fylla mann ánægju og stolti og engin ástæöa til að fara I felur meö þennan áhuga. Auðveld leið til að hafa töskur eða annað sllkt er að hengja þær hreinlega upp á vegg eins og sést á myndinni hér til hliðar. Þær eru þá alltaftil taks auk þess sem þær geta alveg verið til augnayndis á vegg rétt eins og á handlegg. Eftuskudýr barnanna þvælast fyrir þér má nota svipaöa aðferð til aö losna við þvælinginn. Umfram allt á að leyfa safninu að njóta sln. Birkiaska ftefy Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. Sími: 551 9239 BETUSAN Járn og gler ehf - Skútuvogur 1H „ „ Barkarvogsmegin - S: 58 58 900 WWW.jamgler„IS MARGAR GERÐIR rywja Laugavegi 29 • Sími 552 4320 www.brynja.is • brynja@brynja.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.