Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 18
515 6100 I SYN.IS I SKIFAN I OG VODAFONE TIL ÁRAMÓTA: ÁSKRIFTARTILBOÐ // einn mánuður fritt sSœsssss ■ilisvæði Digital Islands IVERPOO CSKA MOSKVA I KVOLD KL. 18 SUPER CUP Forráðamenn ÍBV í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eru æfir eftir að í ljós kom að Börkur Edvardsson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals, ræddi við Atla Jóhannsson, sem er samningsbundinn ÍBV til ársins 2006. ÍBV hefur kært Val. Börkur reyndi aö lokka fltla til Vals Atli Jóhannsson Hefur um árabil verið einn allra besti leikmaður IBV. vita hver Atli Jóhannsson væri og kannaðist ekkert við að hafa hringt í neinn með því nafni. Þá bætti hann því ennfremur við að orð stæði gegn orði í þessu máli. Eins og fram hefur komið hér á undan hafði Börkur aðra sögu að segja þegar DV ræddi við hann nokkrum klukkustundum síðar. Þá viðurkenndi harm fúslega að hafa hringt í Atla vegna mistaka sem eru komin til vegna rangra upplýsinga frá heimildarmanni sem Börkur vill ekki gefa upp hver er, eins og fram hefur komið. Börkur er því eins tvísaga og hægt er að verða og virðast skýringar á málinu vera valdar eftir því hvaða fjölmiðill á í hlut. vignir@dv.is, baldur@dv.is Börkur Edvardsson Kvaðst I fyrstu ekki vita hver Atli Jóhannsson væri en sagði síðan um misskilning hefði verið að ræða. Knattspyrnudeild ÍBV hefur kært knattspyrnudeild Vals til Knattspyrnusambands íslands fyrir að hafa rætt ólöglega við Atla Jóhannsson, einn besta leikmann liðsins, en hann er samningsbundinn ÍBV til ársins 2006. Forsaga málsins er sú að fyrr í vikunni hringdi Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnu- deildar Vals, persónulega í Atla úr eigin farsíma og spurði hann hvort hann hefði hug á að ganga til liðs við Val næsta sumar. Atli kvaðst samningsbundinn ÍBV til ársins 2006 og að hann ætlaði sér að standa við þann samning. Samkvæmt reglum KSÍ er félögum stranglega bannað að ræða við samnings- bundna leikmenn án þess að hafa fengið leyfi frá því félagi sem leikmaðurinn er samningsbundinn. Óþolandi vinnubrögð Gísli Hjartarson, ritari knatt- spyrnudeildar ÍBV, segir vinnubrögð Valsmanna vera lúaleg í meira lagi, en Valur og ÍBV eigast einmitt við í Landsbankadeildinni í næstu viku. „Svona vinnubrögð eru óþolandi og til háborinnar skammar," segir Gísli. Edvard Börkur segir að um mis- skilning hafi verið að ræða. „Við höfðum það eftir áreiðanlegum heimildum að samningur leik- mannsins hefði verið að renna út og höfðum enga ástæðu til að rengja það. Eftir að í ljós kom að hann var samningsbundinn ÍBV lengur en út sumarið báðumst við afsökunar," sagði hann í samtali við DV um kvöldmatarleytið í gær. Edvard er tvísaga Edvard harðneitaði að gefa upp hver þessi heimildarmaður sinn væri, en þess má geta að á heimasíðu KSI er hægt að sjá samningslengd allra • leikmanna Landsbankadeildarinnar á afar auðveldan hátt og eru þær upp- lýsingar opnar öllum. Skömmu áður hafði Börkur haft aðra sögu að segja við vefmiðilinn Fótbolta.net. Þar kvaðst Börkur ekki Keflvíkingar eru úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 2-0 tap gegn Mainz i gærkvöld. Stuðningsmennirnir stálu senunni Þegar á heildina er litið mega Kefl- víkingar í raun vel við una, þótt þeir séu fallnir úr keppni, því þýska liðið Mainz er gríðarlega vel mannað og spilar í deild sem er mörgum klössum ofar en úrvalsdeildin íslenska. Þýska liðið var þó langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í nepjunni á Laugardals- velli í gærkvöldi og aðeins þmmu- fleygur Michaels Thurk eftir 25 mín- útur, skildi liðin að í fýrrihálfleiknum. Fallegt mark Toms Geissler undir lok seinni hálfleiks innsiglaði sigur Þjóð- verjanna. Keflvíkingar sköpuðu sér fleiri færi í leiknum í gær en þeir gerðu ytra á dögunum, en vitað var að róðurinn yrði liðinu þungur eins og kom á dag- inn. Niðurstaðan því samtals 4-0 tap og Evrópuævintýri Keflvfldnga lokið. Blaðamaður hitti kollega sinn frá Þýskalandi í stúkunni í gær og sagði sá þýski aldrei hafa kom- ið til greina hjá sínum mönnum að vanmeta litla liðið frá íslandi. „Mótspyma Keflvfldnga heima í Mainz kom okk- ur verulega á óvart verð ég að segja og því tefldi þjálfarinn ekki á tvær hættur fyrir síðari leik- inn. Annars held ég þó að leikmenn séu dálítið með hugann við leikinn í þýsku úrvalsdeildinni um helgina, því þar em þeir langt í ffá sannfærandi," sagði þýski blaðamaðurinn. Það vom þó ekki úrslit leiksins í gær sem stóðu upp úr heldur frekar stemmingin á áhorfendapölltmum, en hún var virkilega skemmtileg. Áhangendur liðanna hittust í ölstofu fyrir leikinn þar sem vel fór á með þeim og þegar leikurinn hófst mátti heyra stuðningsmenn beggja liða syngja og tralla. Þeir kölluðust svo á allan leikinn og settu góðan svip á leikinn, sem var því miður, ekki sér- lega íjömgur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.