Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 33
Menning DV r „Þegar leiðin opnaðist vestur um hafá stríðs- árunum leitaði ungt fólk og áhugasamt um listir þangað." legri þjálfun í listdansi. Danski skólinn verður ráð- andi Eftir stríð kom Kay Smith hing- að en fjórir Danir verða á fimmta og sjötta áratugnum örlagavaldar í íslenskum listdansi. Kay og Svend Aage Larsen voru samtíma Brock Nielsen við Konunglega ballettinn, Lisa og Eric Bidsted voru menntuð úr sama skóla þótt starfsvettvang- ur þeirra, eins og Svends, væri á þessum árum bundinn við Tívolí- flokkinn. Þegar Guðlaugur Rósenkrans stofnaði Listdanskólann við Þjóð- leikhúsið leitaði hann til þeirra. Bidsted og Svend Aage urðu áhrifamenn í íslenskri leiklist og danslist fram á sjöunda áratug ald- arinnar og settu skýrt mark á starf- semi Þjóðleikhússins með ósveigj- anlegum kröfum um færni og stíl. Þeir sem sóttu út Ekki er að efa að Listdansskóli Þjóðleikhússins átti mikinn þátt í fjölbreytninni í verkefnaskrá húss- ins fyrstu áratugina. Það varð dag- ljóst að skólanum og flokknum varð að búa sjálfstæða tilveru. Dæmin sönnuðu að héðan sóttu kraftar á erlenda grund til frekari frama: Helgi Tómasson, Unnur Guðjónsdóttir, Jón Valgeir, Hlíf Svavarsdóttir, Sveinbjörg Alexand- ers, Nanna Ólafsdóttir og Katrín Hall. Allt þetta fólk var þjálfað í Listdanskólanum. Dansflokkurinn Forsenda fyrir starfi íslenska dansflokksins er að hér megi fá þjálfun í dansi. Vill ráðherrann leggja hann niður líka? AJlar götur frá því Sveinn Ein- arsson af framsýni skóp flokknum sjálfstæða tilveru hefur hann verið toppurinn á íslensku danslífi - hingað hafa komið margir sögu- frægir menn til starfa með flokkn- um og hann er um þessar mundir í för á erlendri grundu við góðar undirtektir. Flokkurinn á enga framtíð nema hann búi við framboð dans- Starfsemi einkaskólanna tryggði Listdansskólanum nýjan efnivið ár eftir ár. Skólinn tók nemendur og þjálfaði suma þeirra til framhaldsnáms og ferils á erlendri grundu og hér heima. ara sem hafa fengið skipulega og samhæfða þjálfun. Hyggst ráðu- neytið greiða fyrir námskrárgerð og setja íslenska dansmennt inn í alþjóðlega staðla sem eru viður- kenndir og haida þeim uppi? Skipulögð afturför Hver verður framtíð dans- menntunar í landinu? Dansnám krefst daglegra þjálfunar frá unga aldri. Vafasamt er að einkareknir skólar standi undir þeim kröfum sem gera þarf til slíks náms þótt ekki megi draga úr þvi mikilvæga hlutverki sem þeir sinna, en um þessar mundir eru starfandi átta dansskólar sem kenna listdans. Enginn þeirra er búinn til að taka við þessu verkefni. Framhalds- braut við Listaháskólann hefur heldur ekki styrk til þess. Fráleitt er að framhaldsskólar sem ráðherra ætlast til að sinni þessu hlutverki geti veitt þá aðstöðu sem til þarf: kennara og æfingasali. Mennta- málaráðuneyti er því að taka skref afturábak í tímann - ein fimmtíu ár. Óráðin framtíð Víst má deila um hagkvæmni þess að þjálfun sem þessi eigi rétt á sér - rétt eins og kennsla til ein- leiks á hljóðfæri. Danssamband Is- lands, Félag íslenskra listdansara, samtök leikhúslistamanna Bandalag íslenskra listamanna - hljóta að krefja ráðuneytið um skýr svör hvernig það telur rétt og skyn- samlegt að halda listdanskennslu við á þeim gæðastaðli sem tryggir okkur þjálfað lið til að halda uppi þessum hluta í menningarlífi þjóð- arinnar. Ráðherra, ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri lista þar á bæ hljóta að hafa hugsað þá hugsun til enda og kunna svör við spurning- unni hvernig listdansi verði komið fyrir í skipan skólakerfis á íslandi. prenttækni. Verk hans hafa þróast mikið þann aldarfjórðung sem hann hefur fengist við þau. Smátt og smátt hafa þau hneigst til einföldunar og hug- myndir að baki hverju verki eða hverri myndröð orðið skýrari. Rök- ræn úrvinnsla hverrar hugmyndar er svo bæði umgjörð og inntak myndraðarinnar. Sambúð stafa og flata Týpógrafísk gildi ráða að mestu í framsemingu pappírsverkanna, hlutföll flata og hliða, dálkar og notkun þeirra, samspil leturfjöl- skyldna. í langflestum verkanna er lita- skalinn umfram allt prent- svertan og rauður og blár sem öldum saman hafa verið helstu aukalitir prentara. Inn- takið verður til þegar kannaðar hafa verið sem flestar leiðir í sam- setningu efnisins innan þess ramma sem settur var. Þannig verða iðu- lega til myndraðir, mismunandi lang- ar eftir því hve þröngum ramma hugmyndin er mótuð. Löngu tímabær kynning Sýningarhald Jóns á svo stórum vettvangi sem fyrirhugað er næstu misseri er löngu tímabært. Hann hefur á liðnum áratugum verið dygg stoð undir menningarlíf á Norðurlandi og tími til kominn að verk hans fari suður og héðan á er- lendan vettvang. Sýningin mun sæta tíðindum í fleiru tilliti en að bæjarbúum nyrðra gefist kostur á að skoða hann í víðu samhengi.. Hún mun, komin hingað suður, færa mönn- um heim sanninn um mikilvægi hans í samtímalist okkar. sitt alft í letrið. /tengsl- um við sýninguna kemur út vegleg bók sem fjallar um Jón og verk hans Með leyfi Listasafnsins á Akureyri K-mtSi HAU JWJR STfJA.NSSON' ÉÉÉÉIMftáH Fyrrverandí fegurðar- drottning sem slysaðist í forstjórastól Uttekt á V; 20 fallegurri* og ólofuðum alvöru íslenskum konum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.