Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST2005 Fréttir DV Sigurjón ræðir Eiða Fundur um málefni Eiða fór fram á miðvikudaginn en nú eru um fjögur ár síð- an nýir eigendur tóku við staðnum af sveitarfélaginu. Mörgum hefur fundist lítið hafa orðið úr áformum Sigurjóns Sighvats- sonar og félaga sem keyptu Eiða á sín- um tíma. Á fundin- um ræddi Sigurjón starfsemina undan- farin fjögur ár og urðu miklar umræður um málið enda er það umdeilt eystra. (slandsmót í kranastjórnun íslandsmótið í krana- stjómun verður haldið við Bæjarflöt í Reykjavík frá kiukkan 8 til 18 í dag. Sam- bærilegar keppnir em haldnar um alla Evrópu og vinnur sigurvegarinn á mótinu þátttöku- rétt í Evrópumót- inu í kranastjórn- un sem haldið verður í Þýska- landi í haust. Keppendur eiga að leysa þraut á nýjum krana á sem bestum tíma. „Það eru komnir 28 kepp- endur og ég veit að ein- hverjir eiga eftir að hringja," sagði IngólfurÁ. Sigþórsson, einn aðstand- enda mótsins, seinnipart- inn i gær. Menningamótt á sunndegi Einar Bárðarson menningarfrömuður. „Ég vil frekarsjá menning- arnótt þróastyfir í viöburð sem næryfir heila helgi i stað þess að einskorða hátiðarhöldin við einn dag. Ég er ansi duglegur sjálfur að sækja viðburði menningarnætur en ég kemst ekki yfir nema brot afherleg- heitunum. Mér finnst ótækt að láta agavandamál nokkurra einstaklinga slá sig út aflag- inu. Þetta er glæsileg hátíð þar sem mjög vel er að öllu staðið og nær væri að refsa þeim ör- fáu sem valda usla í stað þess að agnúast útíþá sem standa að hátíðinni." Hann segir / Hún segir „Ég missti af menningarnótt þar sem ég er ekki stödd á landinu og þvi kannski ekki i stöðu til að tjá mig um málið. Ég tók aftur á móti þátt I fyrra og man ekki betur en allt hafi farið vel fram. En efþetta er að fara útí vitleysu er líklega best að taka í taumana. En efþetta á að vera partí er kannski betra að hafa frí daginn eftir en þeir hér í Helsinki halda sína menningarnótt i kvöld, á virkum degi, svo það er kannski bara í góðu lagi." Bjargey Ólafsdóttir myndHstarkona. Starfsmenn leikskólans Marbakka í Kópavogi starfa við hræðilegar aðstæður. Matvæli eru geymd í gömlum skúr sem komið var fyrir á lóð skólans fyrir mörg- um árum og kalt er á veturna þar sem einangrun er ekki lengur þétt og gluggar halda ekki kuldanum úti. Starfsmennirnir hafa ritað leikskólanefnd bréf og bæjar- fulltrúi lofar að bæta ástandið. starfsmönnum urbotum „Ég lofa starfsfólkinu á Marbakka að fast verði tekið á þessu „Jú, það er rétt, viðhaldið hefur setið á hakanum í nokkurn tíma," segir HansínaÁ. Björgvinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, um ástand leikskólans Marbakka. Starfsmenn leikskólans hafa ritað leikskólanefnd bréf þar sem bent er á slæma aðstöðu starfsfólks. máli við næstu fjár- hagsáætlunargerð." „Nánast ekkert pláss er í eldhús- inu til að geyma matvæli, þau eru geymd í gömlum skúr sem komið var fyrir á lóð skólans fyrir mörgum árum. Þangað þarf starfsfólk eldhúss aö sækja matvæli i hvaða veðri sem er og jafnvel moka sig þar inn í verstu vetrar- hríðunum." Svona lýsa starfsmenn leikskólans Marbakka ástandinu á vinnustað sínum í bréfi til leikskólanefndar Kópavogsbæjar. Að hruni kominn Leikskólinn Marbakki var byggð- ur árið 1986. Leikskólastarf hefur breyst mikið síðan þá og er húsnæði skól- ans ekki lengur fullnægjandi fyrir það starf sem nú er unnið á leikskólan- um. Við- haldi leik- skólans hefur ver- ið illa sinnt síð- ustu árin og segir Hansina Á. Björg- vinsdóttir Bæjarfull- trúinn segir að við- haldskólans hafi setið á hakanum. Hansína Björgvinsdóttir bæjarfull- trúi það útskýrast af óvissu um skipulag leikskólamála í framtíðinni. Óvíst sé hvort byggja eigi við leik- skólann og tafist hafi að reikna út hversu mörg börn þurfi á þjónustu starfsfólksins á Marbakka að halda. Á meðan hefur starfsfólkið unnið við þennan slæma aðbúnað. Þakk- antur skólans er að hruni kominn, gólfdúkurinn þar sem börnin leika sér er illa farinn og á veturna er oft kalt þar sem einangrun er ekki lengur þétt og gluggar halda ekki kuldan- um úti. Starfsfólki sárnar áhugaleysi „Ég lofa starfsfólkinu á Marbakka að fast verði tekið á þessu máli við næstu fjárhagsáætlunargerð," segir Hansína og bætir við að minna eigi fólkið ekki skilið fyrir sitt óeigin- gjama starf á leikskólanum. „Það er okkur mikið kappsmál að hlúa vel að starfsfólki okkar og við erum ekki þekkt fyrir annað hérna hjá Kópa- vogsbæ," bætir Hansína við. Hólmifíður Sigmarsdóttir, leik- skólastjóri á Marbakka, vonast til að Hansína standi við stóm orðin og knýi á um úrlausnir fyrir starfsfólk. „Okkur hefur náttúrulega sámað hversu illa þessu hefur verið sinnt en við erum bjartsýn á að tekið verði á þessu ástandi sem fyrst," segir hún. Þetta viðhorf endurspeglast einnig í bréfi starfsmanna til leikskólanefnd- arinnar. „Marbakki er lítill, vinalegur leikskóli með stóra sál. Það er gott að vera á Marbakka og böm og starfsfólk una sér vel í leik og starfi. Það hlýtur þó að teljast mikilvægt að sú að- staða sem boðið er upp á af hálfu bæjarins sé í takt við nýja tíma, breyttar áherslur og auknar kröfur til faglegs gæða- staifs." andri@dv.is Marbakki Aðstaða starfsfóiks er ekki til fyrirmyndar. Sjálfstæöismenn gagnrýna skýrslu Segja borgarstjóra handstýra endurskoðun Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Segir skýrslu tortryggilega. „Ég held að maður hljóti að velta því fýrir sér hvort innri endurskoðun sé handstýrt af borgarstjóra, miðað við þessa skýrslu," segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins en á fundi borgarráðs í gær lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins ffam bókun þar sem þeir gagnrýna skýrslu innri endur- skoðunar Reykjavíkurborgar á kaup- um á Stjömubíósreitnum. Sjálfstæð- ismenn í borginni fóru fram á það á sínum tíma að skýrslan yrði gerð en þeir töldu að kaupverð lóðarinnar hefði verið alltof hátt en hún var sem kunnugt er í eigu Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns. „í skýrslunni er fundið að máls- meðferðinni en niðurstaðan er sú að verðið hafi verið sanngjarnt," segir Kjartan og bætir við: „I skýrsl- unni kemur fram mikil ónákvæmni og ýmsum hugtökum er ruglað saman. Ég get til dæmis nefnt að þeir finna markaðsverð á lóðinni í ársskýrslu Fasteignamats ríkisins árið 2003 en kaupin fóru auðvitað fram árið 2002 þegar fasteignaverð var miklu lægra," segir Kjartan og segir að fjölmargt í skýrslunni sé bæði villandi og rangt. Hann segir að miðað við leiðréttar forsendur verði niðurstaðan sú að borgin hefði átt að kaupa lóðina á sjötíu milljónir en ekki hundrað og fjöru- tíu eins og hún gerði á sínum tíma. „Innri endurskoðun heyrir undir borgarstjóra sem er auðvitað mjög óeðlilegt og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort borgarstjórinn handstýri henni," segir borgarfull- trúinn. Starfsfólki fækkar Hagstofan hefur tekið saman tölur um starfsfólk í skólum á háskólastigi í mars 2004. Þar kemur ffam að alls starfa 2.378 manns við skólana í 1.835 stöðugildum. Starfsmönnum hefur fækkað um 137 frá því á sama tíma árið 2003 en stöðugildunum hefur fjölgaö um 26. Fækkunin er aðallega á meðal starfsmanna sem unnu hlutastörf og er meiri á meðal kvenna en karla. fvið fleiri konur starfa í skólum á háskólastigi, em 51% af starfsmönn- um. Konumar em fleiri meðal lektora og í sérfræðistörfum ýmiss konar sem og skrifstofustörfum en karlar em fjöl- mennari í stöðum rektora, prófessora og dósenta. Athygli vekur þó að konur em rektorar í tveimur stærsm háskól- um landsins því Guðfinna S. Bjama- dóttir er rektor Háskólans í Reykjavík og Kristín . Ingólfsdóttir er ný- j skipaður rektor Há-l skóla Islands. Kristín og Guðfinna Konur ráða ríkjum i tveimur stærstu háskólum landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.