Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 5

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 5
og krakkamir hafa verið með mér í þessu af lífi og sál og í vetur hefur sonur minn unnið við tamningar austur í Homafirði. Svo stundarðu líka landgrœðslu. Já, og samstarfið við Land- græðslu ríkisins í tengslum við verkefnið „Bændur græða landið" er eitt ánægjulegasta verkefnið sem ég hef tekið þátt í. Ég tel það verk- efni mjög mikilvægt og að það hafi aukið skilning bænda á land- græðslustörfum og á umgengni um landið almennt. Þetta hefur einnig bætt samvinnu Landgræðslunnar og bænda töluvert. Ég hef nú grætt upp þónokkuð marga hektara af melum og ógrónu landi. Ég var að- eins byrjaður á þessu áður en þetta verkefni hófst en eftir það færðist aukinn kraftur í landgræðslustarfið hjá mér. Hrossabúskapur er einnig stundaður á Ásbjamarstöðum, þó í litlum mœli sé. urðsson á Sleggjulæk, skoðuðum þessa tækni hjá Bjama og niður- staðan varð sú að við keyptum vél saman í ársbyrjun 1984. Frá þeim tíma hefur allt mitt hey verið verk- að í rúlluhey og ekkert verið þurrk- að. Við höfum síðan þróað þessa samvinnu áfram. Þegar pökkunar- vélamar komu keyptum við eina slíka saman og fyrir tveimur ámm keyptum við síðan stóra múgavél, einnig til að nota saman. Við höfum því aukið samvinnuna með ámnum og hún hefur gengið vel, enda af- köst vélanna töluvert meiri en með- albú þarf á að halda. Þessi heyverk- unaraðferð hefur einnig átt vel við mig, hún er fljótleg, vinnan verður jafnari í heyskapnum og heyöflun og heyverkun verður öruggari. Nú stundarðu hrossarœkt með sauðfjárbúskapnum. Hvernig fer það saman? Hrossaræktin á Asbjamarstöðum er ekki stór í sniðum, fjórar hryssur í folaldaeign. Mér finnst þetta eiga vel saman. Heyskapurinn nýtist í hvort tveggja og sauðfjárbóndi þarf að eiga hross, bæði í smalamennsku á vorin og leitir á haustin. Á vet- uma er síðan hægt að nýta tímann milli gjafa til að temja og þjálfa hrossin. Ég hef alltaf verið áhuga- maður um hross og hestamennsku Nú hefurðu tekið töluverðan þátt í félagsmálum fyrir sauðfjárbœnd- ur. Hvemig hefur henni verið hátt- að? Ég var einn af stofnendum Félags sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhér- aði og var síðan formaður þess í nokkur ár. Ég sagði síðan af mér formennskunni þegar ég var kosinn í stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda 1993 en hef þó setið síðan sem varamaður í stjóm. Ég tel að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir mig sem stjómarmann í LS að hafa tengst með þessum hætti starfmu heima í héraði. Ég hef einnig setið í Markaðsráði kindakjöts í þrjú ár og í búvöm- samninganefnd. Nú er búið að undirrita nýjan sauðfjársamning. Hvernig líst þér á hann ? Ég tel þennan samning góðan fyrir sauðfjárbændur. Hann færir þeim töluverðar kjarabætur strax þegar hann tekur gildi og vemleg- um fjármunum er varið til hagræð- ingar með uppkaupum á greiðslu- marki og síðan endurúthlutun. Þannig er þeim sem eftir em í FREYR 4-5/2000 - 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.