Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 27

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 27
Austurland Múlasýslur Nokkru færri hrútar voru sýndir en árið áður eða 223 samtals. Af þeim voru 13 úr hópi roskinna hrúta. Veturgömlu hrút- amir voru að meðaltali 80,9 kg að þyngd eða tæpu einu kg léttari en jafngamlir hrútar haustið áður á svæðinu. Flokkun hrútanna var verulega góð því að 87,6% þeirra voru með I. verðlauna viður- kenningu. Af hrútum í Skeggja- staða- og Vopnafjarðar- hreppum er vert að nefna ágætlega gerðan, heima- alinn hrút, Öngul að nafni, frá Reimari á Felli í Bakkafirði og síðan Svein 98-098 frá Braga á Burstafelli, sem stóð efst- ur hrúta í ár í Vopnafirði, undan Mjaldri 93-985. Næstir og jafnir stóðu Víkingur 98-099 undan Bút 93-982, einnig frá Braga og Dalur 98-080 frá Friðbimi á Hauksstöð- um, sem keyptur var lambið frá Heydalsá. A Norður-Héraði stóðu nokkrir hrútar á Jökuldal helst upp úr. Kappi 98- 153, Eiríksstöðum, undan Opal 97-157, er jafnvax- inn, bollangur, með frá- bær bak- og malahold. í Klausturseli standa að- keyptir hrútar, alhvítir og vel gerðir upp úr, þeir Kambur 98-229 og Broddi 98-230 frá sam- nefndum bæjum í Geiradal og á ströndum. A sama hátt má nefna að hjá Sigvalda á Hákonar- stöðum em einir þrír að- keyptir hrútar af Snæ- fellsnesi, sem eru vel gerðir, einkum þó Serkur frá Berserkseyri. Páll á Hákonarstöðum lumar hins vegar á vel gerðum heimaöldum hrút, nr. 98- 534. Oft hafa verið skoðaðir fleiri hrútar úr Fellum og Fljótsdal. Af hrútum á þessu svæði er vert að nefna Mugg 98-201 frá Baldri á Skipalæk. Sá er undan Sólon 93-977 og er jafnvaxin kind með bak- og lærahold í öndvegi og ullargóður. Af veturgömlum hrút- um í Borgarfirði dæmdist Kubbur 98-217, heimaal- inn, hvítur frá Brekkubæ, best að þessu sinni. A Austur-Héraði var hrútavalið allfjölbreytt eins og uppruninn. Þor- steinn og Soffía á Unaósi sýndu fjóra veturgamla hrúta úr sæðingunum. Af þeim bám af tveir synir Mola 93-986, einkum Svanur 98-100, sérlega vel gerður með einstök lærahold. Þá er að nefna hrút í eigu Guðna á Lyng- hóli, Klessing að nafni, frá Smyrlabjörgum, og Dreka í eigu feðganna á Lundi, sem greinilega hefur erft sérlega góð bakhold frá föðurafa sín- um, Gosa 91-945, frá Hesti. Af allmörgum álit- legum hrútum, sem skoð- aðir vom í Breiðdal, má ekki síst nefna tvævetl- inginn Svan frá Kjartani í Snæhvammi, en sá er keyptur lambið frá Sig- urði Jónssyni á Stóra- Fjarðarhomi vestur. Hef- ur hrútur þessi náð mikl- um þroska hjá Kjartani, eins og raunar allt hans fé, og fer saman í þessari stæðilegu kind, frábær al- hliða góð gerð, mikil bol- lengd og ullargæði. Næst er að nefna vetmrgamlan hrút, Gassa að nafni, hjá Rúnari á Asunnarstöðum, undan Mola 93-986 og þrílembingsá undan mik- illi afurðaá dóttir Kokks 85-870 frá Hesti. Þama er á ferðinni sannkallaður gullmoli að allri gerð, þar sem læra- og bakhold eru í sérflokki. Vonandi láta þessir ágætu fjárræktar- menn það ekki dragast lengur að bætast í hóp skýrsluhaldara fjárræktar- félaganna. Þetta á einnig við um fleiri, eins og Her- mann á Þverhamri, sem sýndi 11 veturgamla hrúta, sem allir utan einn hlutu fyrstu verðlaun. Þar bar af Sporður frá Smyrlabjörgum. í Djúpavogshreppi var allgóð þátttaka í hrútasýn- ingum og fengu eftirtaldir hrútar hæsta dóma: Amor 98-040 frá þeim Guðnýju Grétu og Hafliða í Fossár- dal, undan Fláa 96-029, þéttvaxin kind með góða bollengd og miklar útlög- ur. Hjá Högna og Gunnari á Krossi virðast vera að koma upp vænlegir hrút- ar, m. a. úr sæðingum. Má þar helst nefna þá Skarp- héðin 98-203 og Njál 98- 202. Sá fyrmefndi er heimaalinn undan Jaka 96-477 og fer þar saman mikil, hvít úrvalsull og afbragðs gerð, en fætur ekki alveg gallalausar. Sá hinn síðamefndi er undan Mola 93-986, með feikna góð læraold á jafnvaxinni kind. Austur- Skaftafellssýsla Örlítið fleiri hrútar, eða 135 samtals, vora sýndir í sýslunni. Afþeim vom 11 eldri hrútar. Veturgömlu hrútamir nú vom talsvert vænni en þá eða 81,2 kg að meðaltali. Þetta var mjög vel valinn hrútahóp- ur því að 96,8% þeirra dæmdust til I. verðlauna. Góður þroski hrútanna kom fram í mörgum mjög glæsilegum einstakling- um. I Öræfum var sú sýn- ing þar sem hrútahópur- inn í heild bar af að glæsileika og er fullvíst að aldrei áður hafa þar í sýslu verið jafn glæsilegir hrútar á einni sýningu áður. Efsta sætið skipaði Eðall 98-455 hjá Armanni í Svínafelli. Þetta er ákaflega lýtalaus kind að gerð, feikilega þéttholda og ræktarleg kind. Hann er sonur Jaka 96-497 og því sonarsonur Galsa 93-963. Hrútahóp- ur Guðjóns á Svínafelli var mjög glæsilegur, auk þess sem margir úrvals- hrútar sveitarinnar eru honum fæddir. Roði 98- 447, sem er sonur Garps 92-808, er ákaflega sam- anrekinn og vöðvaþykkur hrútur með góð lærahold. Börkur 98-444, sem er sonur Búts 93-982, er enn bolmeiri kind og einnig FREYR 4-5/2000 - 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.