Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 30

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 30
Undir Austur-Eyjafjöll- um var að vanda verulegt hrútaval. Þar skipaði efsta sætið Spónn í Ytri-Skóg- um. Þessi hrútur er ótrú- lega samanrekin kjötkind, kattlágfættur með feiki- lega góðan bakvöðva og frábær bakhold. Eins og fram kemur í skrifum um afkvæmarannsóknir sýndu afkvæmi hans ótrúlega kosti, sem enn efla þennan hrút í mati. Spónn er sonur Glaðs 96-085, sem var mikill kynbótahrútur á búinu í Ytri-Skógum, en hann var sonur Gáska 93- 025, sem var albróðir Galsa 93-963. Spónn var gemlingslamb, en móðir hans er undan Mola 93- 986. Þama kemur því fram frábær kjötsöfnunarkind, sem afrakstur langrar og markvissrar ræktunar. Spónn skipaði þriðja sæti af hrútum í sýslunni. Hálf- bróðir hans, Hreinn á Raufarfelli, er einnig feikilega góður einstakl- ingur, ótrúlega lágfættur eins og Spónn, mun meiri einstaklingur, en ekki alveg jafn vöðvaþykkur og skortir talsvert á læra- hold Spænis. Undir Vestur-Eyjaíjöll- um bar Vaskur 98-106 í Stóra-Dal af hrútum. Þetta er ákaflega holdþéttur, vel gerður og ullargóður hrútur. Hann er frá Fit í sömu sveit en faðir hans er Akur frá Ytri-Skógum. í Austur-Landeyjum var Gýmir, Borgarfelli. Snáði, Herjólfsstöðum. Guðni, Kerlingadal. Hreinn, Raufarfelli í Austur-Eyjafjallahreppi. besti hrútur Spakur á Vo- ðmúlastöðum. Hér fer einn af fjölmörgum sonum Búts 93-982, mjög bollangur, með feikilega góðan bakvöðva og góð lærahold. I Vestur-Landeyjum kom til sýninga stjama sýslunnar þetta haustið, Flotti 98-151 á Gríms- stöðum. Þessi hrútur er ótrúlega fáguð og glæsi- leg kind með fádæma þykkan og vel lagaðan bakvöðva og feikilega góð lærahold. Ullargæði gætu verið meiri. Þessi glæsikind er sonur Búts 93-982, en eins og fram kemur í grein um af- kvæmarannsóknir á öðr- um stað í blaðinu, er hér ekki fyrst og fremst um einstakling að ræða held- ur kynbótagrip sem virð- ist skila feikilegum kost- um til afkvæma sinna. Annar hrútur á Gríms- stöðum, Keli 98-157, er einnig mjög glæsilegur og vel gerður hrútur, en hann er fenginn frá Kúfhóli í Austur-Landeyjum. Eins og ætíð var mikið hrútaval í Fijótshlíð, en hrútahópar þar bera ætíð með sér sæld vegna þess hve þetta em þroskamiklir og veluppaldir gripir. Efsta sæti við röðun skipaði Kubbur á Teigi I, sem um leið var talinn tjórði í röð hrúta í sýslunni. Þetta er ákaflega þéttvaxinn hrútur með feikilega góðan bakvöðva og eins og margir aðrir af toppum haustsins sonur Búts 93- 982, hann fékk að vísu mjög harða keppni frá hálfbróður sínum, Barða, á sama búi. Það er enn meiri kind að vænleika, en tæpast alveg eins fágaður í gerð og Kubbur. í Teigi II 30 - FREYR 4-5/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.