Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 17

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 17
Vesturland og Vestfirðir Jónas 98-002, Kiðafelli. Gullbringu- og Kjósarsýsla Hvergi á landinu er fjárbúskapur að jafn stór- um hluta orðinn tóm- stundaiðja en ekki at- vinnustarfsemi þeirra sem hann stunda. Við þær að- stæður er hins vegar fjár- ræktaráhugunn oft síst minni. A þessu svæði hef- ur samt aldrei byggst upp nein starfsemi í sambandi við skýrsluhald fjárrækt- arfélaganna og er þetta eina svæði landsins þar sem sú starfsemi stendur ekki traust. Til sýninga á svæðinu, en sýningar voru í Kjós, Mosfellssveit og Reykja- vík, komu samtals 30 hrútar. Af þeim voru 27 veturgamlir sem voru að jafnaði 77,3 kg að þyngd. Flokkun hrútanna var með ágætum því að 25 af þessum veturgömlu hrút- um fengu I. verðlaun. Á sameiginlegri sýn- ingu fyrir Kjós og Mos- fellssveit stóð efstur Jónas 98-002 á Kiðafelli, breið- vaxinn og með feikna sterkan afturpart. Þessi hrútur er undan Steðja 96- 004 sem áður hefur vakið athygli fyrir kosti. Næstir í röð völdust þeir Kubbur á Hrísbrú og Vindur 98- 001 báðir þéttholda hrútar frá Kiðafelli. Þaðan voru jafnframt fleiri hrútar, sem dæmdust vel á þessari sýningu, sem staðfestir enn frekar öfl- uga íjárrækt á þeim bæ. í Reykjavík dæmdust vel Snæfellingamir Jaki frá Mávahlíð í eigu Sigur- vins Guðmundssonar og Jökull frá Berserkseyri í eigu Jónasar Guðmunds- sonar, báðir þessir hrútar em með góðan afturpart. Borgarfjarðar- sýsla Umtalsvert fleiri hrútar vom sýndir að þessu sinni en árið áður, enda nú fyrir hendi árgangur veturgam- alla hrúta tilkominn við sæðingar. Samtals voru sýndir 130 hrútar. Af þeim vom sex fullorðnir. Veturgömlu hrútamir 124 vom 80,0 kg að þyngd að meðaltali, eða talsvert léttari en jafnaldrar þeirra í héraði haustið áður. Þetta var hins vegar harð- valinn hópur hrúta því að allir þeirra utan fimm fengu I. verðlaun en þeir fengur II. verðlaun. Af hrútum á nokkmm sýningum sunnan Skarðs- heiðar dæmdist bestur Kambur á Ferstiklu en hann er frá Kambshóli, hann er þroskamikill, jafnvaxinn og með ágæt- an afturpart. I Skorradalshreppi vom bestu hrútamir eins og svo oft áður á Vatnsenda. Hæst dæmdist Glaumur undan Mola 93-986 með feikna sterkan afturpart og góðar útlögur, hann raðaðist í 5. sæti sýndra hrúta á Vesturlandi á liðnu hausti. Sömu lýsingu mætti nota um Hnoðra Hnoðrason 95-801 en hann er með slakara bak. Þá mætti gefa honum Gaum gaum en hann er undan Bút 93-982. Gaumur er feikna harð- holda í afturparti með frá- bær lærahold og einn hæst stigaði hrútur fyrir læri á Vesturlandi á þessu hausti. Því miður sýnir hann ekki sitt besta gervi þar sem hann hefur laskast á bóg og rýrnað því að framan. í Borgarfjarðarsveit vom hrútar ýmist skoðaðir á sameiginlegum sýning- um eða heima á bæjum. Á Hestsbúinu var sýndur sá hrútur sem raðaðist í annað sæti hrúta á Vestu- rlandi en það er Náli und- an Mola 93-986, hann hef- ur frábær bak-, mala- og lærahold (lambhrútur und- an Nála raðaðist í fyrsta sæti stigaðra lambhrúta á Vesturlandi í haust). Loddi á Hesti undan Standi dæmdist einnig mjög vel, hann er með feikna öflugt bak. Þá er rétt að nefna tvo syni Hnoðra 95-801, þá Korða 98-321 á Kjalvarar- stöðum sem er læra- sterkur, útlögumikill og fallegur á velli og var val- inn besti hrúturinn á sýn- ingu í Reykholtsdal, og Lektor 98-330 á Refsstöð- um jafnvaxinn með góðan afturpart. Mýrasýsla Miklu fleiri hrútar vom sýndir í Mýrasýslu haust- ið 1999 en árið 1998 eða samtals 149 hrútar og FREYR 4-5/2000- 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.