Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 20

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 20
sameiginleg hrútasýning, en slíkar sýningar hafa ekki verið haldnar þar í rúman áratug vegna sjúk- dómavama. Besti hrútur sýningarinnar var Hinn 98-562 frá Innri-Fagra- dal, virkjamikill með holdugan afturpart. Barðastrandar- sýslur Að þessu sinni voru sýndir 138 hrútar í sýslun- um eða talsvert fleiri en ár- ið áður og var aukning í þátttöku öll í Reykhóla- hreppi, því að í Vestur- byggð komu til sýninga heldur færri hrútar nú en árið áður. Af sýndum hrút- um vom þrír í hópi þeirra eldri, en veturgömlu hrútamir vom að jafnaði 82,9 kg að þyngd og því nokkuð vænni en jafnaldr- ar árið áður og af þeim fengu 85,2% I. verðlaun. í Reykhólahreppi komu þrír hæst dæmdu hrútamir frá Kambi og Gautsdal og vom þeir jafnframt þrír af fjómm bestu kollóttu hrútum sem skoðaðir vom á vegum Búnaðarsamtaka Vesturlands á liðnu hausti. Frá Kambi em það Kútur 98-437 og Svaði 98-435 sem er undan Byl 94-803 en þeir em báðir feikna skrokkmiklir, með góðar útlögur og holdugir, sér- staklega Svaði, en hann er aðeins gallaður á fæti. Bjartur í Gautsdal undan Depli 97-106 og því sonarsonur Hnykils 95- 820, er hreinhvítur og ákaflega jafnvaxinn, svo má einnig segja um Lilla 98-043 í Arbæ en hann er kollóttur eins og þeir fyrri. A Barðaströnd var haldin sameiginleg sýn- ing en slík samkoma mun þá ekki hafa verið haldin þar í sveit í rúm þrjátíu ár, en fyrir rúmum einum og hálfum áratug vom fjár- skipti í sveitinni. Allmik- ið af hrútunum á sýning- unni vom aðkeyptir hrút- ar úr Reykhólahreppi og í þeim hópi var að finna marga af bestu einstakl- ingunum, en þama vom samt engir afburða ein- staklingar sem skáru sig vemlega úr. Bestu hrút- amir vom í Rauðsdal og Innri-Múla. Aðeins hluti Brjánslækjarhrútanna var heimtur þegar sýning fór fram en þeir vom margir mjög holdþéttir. Það sem vakti athygli var að allir sýndir hrútar þama voru kollóttir og er fátítt að koma á jafn fjölsótta sýn- ingu þar sem svo háttar til. í hinum foma Rauða- sandshreppi, þar sem hrút- ar vom dæmdir heima á bæjum, vom bestir hrútar á Melanesi og í Breiðuvík. ísafjarðarsýslur Sýndir voru samtals 122 hrútar í sýslunum eða talsvert fleiri en haustið áður enda var sýningar- hald nú í öllum sveitum á svæðinu. í þeim hópi voru 15 eldri hrútar en veturgömlu hrútamir, 107 að tölu, voru að meðaltali 78,4 kg að þyngd sem er aðeins meiri vænleiki en hjá jafnöldrum þeirra árið áður. Af veturgömlu hrút- unum fengu 85,0% I. verðlaun. A sýningu á Ketilseyri, sem var mjög vel sótt, var besti hrútur Stubbur 98- 103 á Hólum. Þessi hrútur er hymdur, prýðilega jafn- vaxinn með þétt hold og meiri lærahold en almennt var að finna hjá hrútum þama. Af kollóttum hrút- um á þeirri sýningu var bestur Hlekkur 98-061 á Ketilseyri, sem er sonur Flekks 89-965, vel gerður og ullargóður hrútur. A sameiginlegri sýningu fyrir Önundarfjörð og Súgandafjörð var besti hrúturinn Kláus 98-700 á Stað, mjög vel gerður, jafnvaxinn og holdþéttur hrútur. Hrútamir á Kirkju- bóli í Valþjófsdal voru skoðaðir þar heima og þar kom tvímælalaust besti einstaklingur í sýslunni á þessu hausti, Bútur, sem er sonur Búts 93-982. Þama er á ferðinni einn af þess- um samanreknu holda- kögglum undan Búti, en þessi hrútur er einnig ágætlega bollangur. Á sýningu í Bolungar- vík kom margt ágætra hrúta, flestir aðkeyptir og margir þeirra af Strönd- um. Þar bar af hrútum Askur í Miðdal. Þessi hrútur er frá Smáhömrum og er svartflekkóttur að lit og tvímælalaust einhver allra best gerða þannig lit kind sem ég hefi séð. Þessi hrútur er rakin holdakind og hafði þykk- astan bakvöðva hrúta í ísafjarðasýslum. I Súðavíkurhreppi voru bestu hrútar fengnir af Ströndum en þeirra bestur var Bragi á Hvítanesi frá Heydalsá, jafnvaxinn og þéttholda hrútur. Talsvert skortir á að sú heildarmynd, sem hrútar á svæði Bsb. Vestfjarða (utan Austur-Barða- strandarsýslu) sýndu í haust, bendi til að fjár- rækt þar nái alveg að fylgja því sem gerist í bestu fjárræktarhéruðum. Víða virðist fjárval þama ekki stundað úr hjörðinni í heild að hausti þar sem vegna strjálbýlis er fé lítt smalað í heild sinni að hausti heldur, sótt til slátr- unar eftir beitarsvæðum. Við slíkar aðstæður er tæplega von til að val verði eins heildstætt og þar sem menn hafa tíma og tækifæri að hausti til að skoða lambahjörðina í heild sinni, sem hlýtur ætíð að vera forsenda fyr- ir markvissu fjárvali. Strandasýsla Eins og ætíð var mikil þátttaka í sýningarhaldinu í Strandasýslu og sýndir samtals 242 hrútar haust- ið 1999. Það er lítilega meiri sýningaþátttaka en árið áður. Af sýndum hrútum vom fimm úr hópi þeirra eldri en 237 vetur- gamlir. Meðalþungi vet- urgömlu hrútanna var 81,4 kg sem er nokkru minni vænleiki en hjá jafnöldrum þeirra haustið 1998. Af veturgömlu hrútunum fengu 204 eða 86,1% þeirra I. verðlaun. I Ámeshreppi vom hrút- ar skoðaðir heima á bæjum en ekki á sameiginlegri sýningu. Stór hluti vetur- gömlu hrútanna að þessu sinni vom tilkomnir við sæðingar, en í desember 1997 vom sæðingar í ann- að sinn framkvæmdar í þessu afskekkta byggðar- lagi. Því miður hafði ekki 20 - FREYR 4-5/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.