Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 41

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 41
Þykkt bakvöðva, mm Mynd 2. Samband á milli þykktar ómvöðva gimbra og hrúta undan sœðingar- stöðvarhrútum haustið 1999. starf eru niðurstöður úr mælingum og dómum á lömbum undan sæðingar- stöðvarhrútum veigamestar. Eins og áður hefur verið gert sameiginlegt uppgjör ómsjármælinga bæði fyrir hrútlömbin og gimbralömbin undan stöðvarhrútum um allt land. Þessar mælingar eru leiðréttar með tilliti til fallþunga þannig að meðaltölin ber að lesa sem væri verið að bera saman jafnþung lömb undan ölium hrútun- um. A mynd 2 er sýnt á hliðstæðan hátt og gert var á síðasta ári samband mælinga á hrútlömbum og gimbrum fyrir alla stöðvarhrútana sem áttu að lágmarki mæld 10 lömb af hvom kyni. Ákaflega gott samræmi kemur þama fram í þessum mælingum. I tengslum við ómsjármæUngamar var haustið 1999 tekið upp að stiga lögun ómvöðvans. Þetta hefúr verið gert í nokkur ár við Ijárræktarbúið á Hesti og Stefán Sch. Thorsteinsson Qallaði um þessa stigun í grein sinni um afkvæmarannsóknimar á Hesti í sauðfjárblaði Freys á síðasta ári. Þama er notaður stigaskaU frá 1 til 5. Þar er 5 gefið fyrir bestu lögun (jafn- breiðan vöðva), en 1 fyrir það lakasta (vöðva sem nær lítið út á þverþomin og þynnist mjög hratt). Reynslan það- an hefur kennt að í þessari stigun em umtalsverðar upplýsingar tU viðbótar mælingunum sjálfum. Eins og undanfarin haust kemur lram mjög skýr munur í ómsjármæl- ingunum á mUU hymdu og koUóttu hrútanna. Það lýsir sér í minni vöðva- þykkt, en meiri bakfitu að öðm jöfhu hjá afkvæmum kollóttu hrútanna. Eg vil samt taka mönnum vara fyrir því að taka þetta sem nokkum heildar gæðadóm á þessa meginstofna í ís- lensku sauðfé. Aðalatriðið er að í báð- um stoíhum er að finna feikilega mik- inn mun á milli einstaldinga í þessum þáttum, þannig að miklir og sömu möguleikar em fyrir hendi í báðum stofnum til að stórbæta kjötgæðaþætt- ina. Það er einnig vel þekkt úr mæl- ingum í sláturhúsum að þó að af- kvæmi kollóttu hrútanna mælist með meiri ómsfitu á miðjum spjaldhrygg, mælast þau með minni síðufitu en af- kvæmi hymdu hrútanna og fá þannig hagstæðara fitumat í sláturhúsi. Afkvæmi Mola stigast vel I töflum hér í greininni er gefið yf- irlit um meðaltöl úr ómsjármælingum á hrútlömbum undan stöðvarhrútun- um, einnig fyrir lömb undan hymdu hrútunum og annarri fyrir afkvæmi þeirra kollóttu. Það em sömur hrútar og haustið 1998 sem þama stilla sér á toppinn. Moli 93-986 er þama eins og áður með ótrúlega mikla yfirburði. Undan Mola em skoðaðir umtalsvert fleiri hrútlömb en undan nokkmm öðmm hrút eins og taflan sýnir. Ástæða er til að vekja athygli á því að rúmlega helmingur hrútlambanna undan Mola, sem til skoðunar komu, vom utan Suðurlands. Yfirburðir í vöðva- þykkt em ótvíræðir. Fita er ákaflega hófleg hjá sonum Mola og fyrir stigun fyrir lögun ómvöðva koma þeir einn- ig á toppinn. Þeir sýndu einnig mjög glæsilega niðurstöðu við skoðun lamba og stiguðust þar einnig að jafn- aði hærra en lömb allra annarra hrúta. Yfirburðir lamba undan Mola komu einnig skýrt fram við mælingar á gimbrarlömbunum undan honum. Það er tæpast vafamál lengur að Moli er einhver allra öflugasti einstaklingur sem fram hefur komið í íslenskri sauðfjárrækt til þessa. Það eina, sem ef til vill veldur smávegis vonbrigð- um, er að enn sem komið er hefur ekki mátt greina í kjötmati jafn feiki- lega mikla yfirburði hjá lömbum und- an sonum hans eins og sjá má hjá son- um þeirra Búts 93-982 og Garps 92- 808. Kúnni 94-997 kom eins og áður ákaflega vel út úr ómsjármælingun- um, með feikilega þykkan vöðva og eins og áður með meiri vöðvaþykkt hjá gimbmm en nokkur annar hrútur, enda gimbramar undan honum marg- ar miklar glæsikindur. Við skoðun lamba undan honum var hins vegar full áberandi að finna lömb með of slök lærahold og er greinilegt að það kemur alloft niður á kjötflokkun falla lamba undan honum. Garpur 92-808 sýnir mjög góðar niðurstöður úr ómsjármælingunum og hrútlömbin undan honum stiguð- ust ákaflega vel og sérstaklega em yfirburðir í læraholdum skýrir. Ullar- gallar em hins vegar umtalsverðir. Bjálfi 95-802 átti einnig mjög stór- an lambahóp og glæsileg lömb með þykkan bakvöðva og fyrir lögun bak- vöðva fengu afkvæmi hans hærri stig- un en nokkur annar afkvæmahópur. Margt bendir til að í þessum öfluga kynbótahrút hafi náðst að sameina sterkustu þætti föður (Búts, þykkir vöðvar) og móðurföður (Hörvi, KtU fita). Þá vom Bjartur 93-800. Mjaldur 93-985 og Peli 94-810 allir að skila mörgum vöðvaþykkum og glæsi- legum lömbum eins og áður. Að vísu em mörg lömb undan Bjart og Mjaldri full fitumikil. Öllum þess- um þremur hrútum er það hins veg- ar sammerkt er að þeir bæta um- talsvert ullargæði þar sem afkvæmi þeirra koma við sögu. FREYR 4-5/2000 - 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.