Bændablaðið - 10.12.2002, Page 2

Bændablaðið - 10.12.2002, Page 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 10. desember 2002 A sjðunda hundrað ðsHndur nð WorldFeng í 15 löndum 700. áskrilandinn iær iría áskriit Bændablaðið/Jón Eiriksson HorltfiHramtíflar... Anna Margrét Jónsdóttir gæðastjóri Hagkaupa: MarkaOssetningu og vörulirðun lamba- og nautakjOts er ábötavant Mikil aðsókn hefur verið að WorldFeng frá því hann opnaði í ágúst 2001. Fjöldi heimsókna frá þeim tíma er orðinn yfir 70.000. Áskrifendur að World- Feng, upprunaættbók íslenska hestsins, eru orðnir 658 í 15 löndum, og þar af um helmingur frá Islandi. „Þessar góðu viðtökur lofa góðu um framhaldið," sagði Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtakanna og verkefnisstjóri WorldFengs. „Við ætlum að verðlauna áskrifanda númer 700 með ársáskrift að WorldFeng." Þrenns konar áskrift býðst, þ.e. ársfjórðungsáskrift með 30 heimsóknum á kr. 2.000, árs- áskrift með 150 heimsóknum á kr. 3.700,- og ársáskrift með 300 heimsóknum á kr. 6.200. Skýrslu- haldarar í hrossarækt fá 20% afslátt af áskrift. í síðasta mánuði var bætt við um 300 ljósmyndum af flestum þeim hrossum sem tóku þátt í Landsmótinu á Vindheima- melum síðasta sumar og frá Á fagfundi Rala og Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri flutti Anna Margrét Jónsdóttir, gæða- stjóri Hagkaupa, erindi sem vakti verðskuldaða athygli. í samtali við Bbl. sagði Anna Margrét að hún hefði á fagfundinum skýrt frá athugun á sölutölum á lamba-, svína- og nautakjöti og kjúk- lingum. Hún skýrði líka frá óformlegri könnun sem gerð var meðal viðskiptavina Hagkaupa varðandi kjötkaup þeirra. Reynt hafi verið að taka fyrir breiðan aldurshóp til að fá betra yfirlit yfir óskir fólks. nokkrum hrossaræktendum sem sent hafa inn myndir af hrossum sínum. í dag eru alls um 3.000 ljósmyndir í gagnagrunni World- Fengs. HeildarQöldi hrossa í gagnagrunninum er um 164.000 og eru um 147.000 þeirra á íslandi, um 12.000 í Danmörku, um 2200 í Svíþjóð og um 500 í Sviss, Hollandi og Noregi. Þessar tölur breytast ört með innskráningu hrossa í aðildarlöndum FEIF, al- þjóðasamtaka Islandshestafélaga, en í dag eru 14 lönd aðilar að WorldFeng. Að sögn Jóns Baldurs stefna öll Norðurlöndin ásamt Bandaríkjunum og Sviss að því að skrá allar kynbótasýningar beint í WorldFeng á næsta ári, eins og gert hefúr verið hér á landi. Jafh- framt hefur stjórn FEIF viðrað þann möguleika að kaupa áskrift fyrir alla félagsmenn FEIF, sem eru um 50.000 talsins. Allt þetta sýni að WorldFengur hafi fest sig í sessi í hjá unnendum íslenska hestsins hvar sem er í heiminum, sagði Jón Baldur að lokum. Nautakjöt mest selt hakkað Anna Margrét segir að ýmis- legt athyglisvert hafi komið út úr athuguninni. Mest selda kjöttegundin í Hagkaupum er kjúklingakjöt, en mjög mikið er líka selt af vinnslu- vörum og skyndimat þar sem svína- kjöt er jafhan uppistaðan. í ljós kom að um 70% af því nautakjöti sem selt er í verslunum Hagkaupa er hakkað. Sú niðurstaða kom á óvart. Kjúklingakjöt er aðallega selt ferskt og sala á svínakjöti er nokkuð árstíðabundin. Um jól og páska er það selt reykt og svo er mikil sala á svínakjöti á grilltíma sumarsins. Síðustu vikumar hefur verið mikið framboð á kjúklinga- og svínakjöti, tilboð verið í gangi og salan aukist. Um það bil 50% af sölu lamba- kjöts eru frosin eða fersk læri og hryggir. Mjög mikið af því er selt í magnpakkningum en aðeins um 10% er selt í formi sem fljótlegt er að elda. Velur það þœgilegasta og hagkvœmasta í könnuninni var fólk spurt hvaða kjöttegundir það kaupi, af hveiju og af hveiju ekki. Svörin studdu sölutölur Hagkaupa. Fólk sagðist kaupa svínakjöt, kjúkling og hakk vegna þess að það er ódýr og þægileg vara. Kjúklingur er einkum valinn vegna þess að hægt er að elda hann á marga vegu, og þeirrar hollustuímyndar hann nýtur sem fitulítill og próteinríkur matur. Greinilegt er að yngra fólkið er ekki jafn hrifið af lambakjöti og það eldra. Fólk talar um að lambakjötið sé dýrt og kaupir það ekki hvers- dags. Eldra fólkið er hrifið af því og segir hægt að elda það á marga vegu. Yngra fólkið virðist borða lambakjöt þegar það fer í heimsókn til for- eldranna eða um helgar, en þá heist hrygg eða læri og eldar það eins og amma gerði. Anna Margrét segir að þróunin sé sú að sala á kjúklingum og svína- kjöti aukist en lamba- og nautakjöt sitji eftir. Hvíta kjötið er í mikilli söluaukningu og kemur þar bæði til að verð fer lækkandi en ekki síður að mikið hefúr verið lagt í hvers konar þróun, svo sem á vinnsluvörum og skyndiréttum sem eru vaxandi í sölu. Slík þróun virðast mun skemur á veg komin hvað varðar lamba- og nauta- kjöt, en telja má hana vera forsendu þess að snúa við söluþróun þessara tegunda. Slsm mtt- tUknskilypði útvarps og sjúnvarps i NA-landi „Ég vona að menntamálaráð- herra standi við þau orð sem hann viðhafði í umræðunni um fyrirspurn mína varðandi mót- tökuskilyrði útvarps og sjón- varps á noröausturhorni lands- ins að búið yrði að bæta úr þeim fyrir jól eða áður en síðasti jóla- sveinninn kemur til byggða eins og ég orðaði það,“ sagði Krist- ján Möller alþingismaður í sam- tali við Bbl. Miklar umræður urðu um þá fyrirspurn hans hvort ekki stæði til að bæta mót- tökuskilyrði útvarps og sjón- varps á Kópaskeri og Raufar- höfn. Hœgt að hlusta í bilum Kristján sagði að menn muni ganga hart eftir því að við þetta verði staðið. Búið sé að bæta úr hluta af vandamálinu sem fólst í að lagfæra móttökuloftnet við Raufarhöfn og sjónvarpsmóttakan batnaði við það. „Eftir stendur að báðar rásir Ríkisútvarpsins nást illa og til að bæta úr því þarf nýjan sendi. Til stendur að kaupa hann og setja upp fyrir jól þannig að fólk á þessu svæði geti hlustað á jóla- dagskrána án þess að þurfa að sitja úti í bíl, en móttökuskilyrði fyrir bílaútvörp eru í lagi,“ sagði Kristján L. Möller. 80 sveitabæir ná ekki sendingum RÚV Sigurður Ámason, bóndi á Presthólum í Núpasveit, sagði að á Kópaskeri og við Öxarfjörð væru móttökuskilyrði bæði útvarps og sjónvarps slæm. Hann sagði að svo hefði verið alla tíð. Hins vegar væru móttökuskilyrði misjöfn milli bæja en hvergi góð. Hann sagði að á sinu heimili væri hægt að horfa á sjónvarp en myndgæði væru ekki mikil og sömuleiðis væru móttökuskilyrði útvarps mjög slæm. Sigurður sagði að upp hefðu komið raddir um að neita að greiða afnotagjald útvarps og sjónvarps en til þess hefði þó ekki komið. „Það er eins og menn hafi lært að lifa með þessu,“ sagði Sig- urður. í umræðunum á Alþingi kom fram að 80 sveitabæir á landinu ná ekki útsendingum Ríkisútvarpsins. Áætlað er að það kosti 240 milljónir króna að bæta þar úr. Á verkefnalista Ríkisútvarpsins væri hins vegar styrking útsendinga útvarps og sjónvarps í stærri sveit- arfélögum eða byggðakjömum með nýjum sendistöðvum, svo sem á Akranesi og Grenivík. Borgar sig að stækka fjós og kaupa greiOslumark? Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur getið sér gott orð fyrir tengsl sín við atvinnulífið. Mikil áhersla er lögð á hóp- vinnu en á hverju misseri vinna nemendur þriggja cininga verkefni þar sem náið er unnið með fyrirtækjum. Á dögunum unnu sex nemendur frá Bifröst verkefni um arðsemi endurnýjunar á framleiðsluaöstöðu í mjólkur- framleiðslu. Þá könnuðu þeir ennfremur hagkvæmni þess að auka greiðslumark til samræmis við stærri fjós. Verkefnið var unnið út frá þeim forsendum að fyrir væri kvótaeign upp á 109.200 Iítra, sem var meðalframleiðsla árið 2001, og stækkað verði upp í 188.000 lítra. Nánar verður fjallað um niðurstöður verkefnisins í Bændablaðinu síðar. Nemarnir fengu starfsaðstöðu hjá Bænda- samtökunum og sátu þar með sínar fartölvur. Starfsmenn BÍ voru þeim innan handar við öflun uppiýsinga og veittu aðra aðstoð eftir föngum. Nýtt skólaliúsnœði gjórbreytir vinnuaðstöðu Það er nýtt að frétta af Bifröst að nýlega opnaði menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, nýtt skólahús sem mun gjörbreyta vinnuaðstöðu á staðnum. Um 500 manns búa og starfa á Bifröst svo það má með sanni segja að þar sé blómleg byggð. Frá vinstri taliö: Margrét Högna Ásgeirsdóttir, Andrés ívarsson, Anna Lára Siguröardóttir, Sæmundur St. Magnússon, Þorsteinn Örn Finnbogason og Ólina Þóra Friðriksdóttir. Bændablaðið Bændablaðið fer í stutt leyfi yflr hátíðarnar og kemur næst út 14. janúar. Skilafrestur auglýsinga er á hádegi 8. janúar. Skilafrestur smáauglýsinga er til kl. 17 sama dag. Að sjálfsögðu getur fólk sent auglýsingar og annað efni á netfangið bbI@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.