Bændablaðið - 10.12.2002, Page 14

Bændablaðið - 10.12.2002, Page 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þrídjudagur 10. desember 2002 í síðasta Bœndablaði var greint frá námskeiði sem íslenskir ráðu- nautar sóttu í Danmörku um miðjan nóvember. A þessari síðu verður farið nokkrum orðum um þróun í danskri mjólkurframleiðslu síðustu árin, skipulag ráðgjafarþjónustu og skýrsluhald. /GG Búvísindamenn gera sig klára. F.v. Guðmundur Jóhannesson, Torfi Jóhannesson, Guðmundur Steinsdórsson, Snorri Sigurðsson og Þóroddur Sveinsson. Hrðð þroun í dðnskum Danskir bændur eru rúmlega 52 þúsund. Af þeim eru 22 þúsund kúabændur, 13 þúsund svína- bændur, 4800 hænsnabændur, 3400 sauðQárbændur og 8300 hrossabændur (sem eiga samtals um 17000 íslenska hesta). Mjólk- urframleiðendur eru hins vegar orðnir innnan við 10 þúsund. Af vinnuafli eru um 6% bundin landbúnaði. Hins vegar er hlut- deild landbúnaðar í útflutnings- tekjum um 25% þannig að staða landbúnaðar í þeim efnum er ekki á nokkurn hátt sambæriieg við Island. Þróun í átt til sérhæfingar hefur verið ákaflega hröð í Danmörku á síðustu árum. Skipta má bændum í þrjá aðalhópa; kúabændur, svína- bændur og kombændur. Meðal kúabænda hafa orðið miklar breytingar síðustu árin. Fyrir 20 árum lögðu um 40 þúsund bú stund á mjólkurframleiðslu en nú em þau um 10 þúsund. A sama tíma hefur búum með holdanaut fjölgað lítilsháttar. Mikið hefur verið byggt af nýjum fjósum, eink- um legubásafjósum, og rúmur helmingur mjólkurframleiðslunnar kemur nú úr fjósum byggðum á síðustu fimm árum. Samfara fækkun búa hefúr kúm fækkað en meðalafúrðir aukist og var meðalnyt á síðasta ári tæp 7800 1 á kú. I nær tvo áratugi hefur mjólkurframleiðslu verið stýrt af kvóta innan EU. Mjólkurkvóti Dana er um 4.400 milljón 1 af mjólk. Meðalkvóti á bú er 550 þúsund lítrar. Mjólkurverð til framleiðenda hefúr á síðustu árum verið til- tölulega stöðugt en hefúr hins vegar á engan hátt fylgt verðbólgu, og í raun lækkað örlítið allra síðustu árin. Framleiðandinn fær nú um kr. 28,70 íyrir lítrann og kvótaverð er lítið eitt hærra. Niðurstöður búreikninga sýna töluverðar sveiflur í afkomu kúa- búa síðustu árin. Árið 2001 var af- koman slök og fjölmörg bú voru rekin með halla. Tíundi hluti ffamleiddrar mjólkur er lífræn mjólk. Þetta er mun meira magn en markaðurinn tekur við. Skipulag og ma fagþjónustu Rannsókna- starfsemi 1500 starfsmenn við tilraunir og rannsóknir tl Ráðgjafarþjónusta landbúnaðarins - á landsvísu 500 starfsmenn. Flestir ráðgjafar. nenn. ijafar. 52.000 bændur * _________________I___ . ■ Fyrir nokkrum árum voru leiðbeiningamiðstöðvar nokkuð á annað hundrað. Þeim hefur fækkað verulega og eru þær nú 60 og fækkar enn ört. Danir telja að raunveruleg þörf sé ekki fyrir nema um 10 ráðgjafarmiðstöðvar. I þeim greinum þar sem framleiðendur eru fáir - s.s. í loðdýrarækt og sauðfjárrækt - mun ráðgjafarstarfsemin færast í eina landsmiðstöð. Hið sama er reyndar að gerast í sérhæfðri ráðgjöf, svo sem í ræktunar- ráðgjöf í nautgriparækt en hún verður í framtíðinni rekin á tveimum stöðum í landinu. Þess má geta að sæðingastarf í nautgriparækt fer allt undir eina heildarstjóm um næstu áramót. Nú em reknar sex sæðinga- stöðvar en þær skiptu tugum fyrir tveim áratugum. Fyrir 52 þúsund bændur í landinu starfa samanlagt um 3000 starfsmenn á dreifðum leiðbeiningamiðstöðvum, en em 500 við landsmiðstöðina (Hjá Árósum) og um 1500 starfa í rannsóknum. Því em ura 10 bændur að baki hverjum starfsmanni. Sambærilegar tölur fyrir ísland em helmingi hærri, eða um 20 bændur um hvem starfsmann. Danir leggja mikla áherslu á að ráðgjafarþjónustan sé eign bænda og stjómað af þeim. Fjöldi bænda á hvem ráðgjafa er breytilegur, en getur verið allt að 30 til 70. I ráðgjöflnni er mikil áhersla lögð á markmiðstengda vinnu og skipulegar aðgerðir, því ráðgjöfin verður að skila bóndanum árangri í búrekstrinum. Áætlanagerð, bæði til lengri og skemmri tíma, er mikið beitt og starf ráðgjafans miðar að því að vinna með bóndanum við að meta árangur í rekstrinum og fylgja settum markmiðum eftir. Fjármögnun rádgjafarþjónustunnar Um 56 af hundraði tekna ráðgjafarþjónustunnar á landsvísu koma í gegnum selda ráðgjafarþjónustu. Afgangurinn kemur úr ýmsum áttum; s.s. frá stéttarsamtökum bænda (3%, hliðstætt sjóðagjöldum), ýmsum verkefna- og þróunarsjóðum (21%), styrkur vegna launa ffá hinu opinbera (3%) og sem endurgreiddar skatttekjur af bændum frá hinu opinbera(17%). Fjánnögnun ráðgjafarþjónustu á hérað'svísu er nokkuð önnur, en þar koma allt að 80 af hundraði tekna í gegnum selda ráðgjafarþjónustu til bænda og afgangurinn er félagsgjöld og styrkur vegna launagreiðslna. Skýrslutiald I nautgriparækt Reglur um skýrsluhald i naut- griparækt eru mun strangari í Danmörku en við þekkjum hér á landi. Skýrsluhalds- þjónustan er að öllu Ieyti greidd af bændunum sjálfúm og eru grunngreiðslur yfir kr. 1.150 á hvem grip. Fyrir því er löng hefð í Danmörku að sérstakir starfsmenn, eflirlitsmenn (kontrolassistenter), ferðist til bænda og mæli afúrðir og skrái ýmsar aðrar upp- lýsingar. Um 20 af hundraði búa nota eftirlitsmenn til að ffamkvæma allar mælingar. Þetta á einkum við um stærri bú og öll slík vinna er í dag seld sem tíma- vinna til bændanna. Gjald fyrir almenna fagráðgjöf er kr. 6.300 til 6.900 á hvem vinnutíma. Fyrirbyggjandi heilbrigðisráðgjöf kostar hins vegar mun meira. Samvinna meðal danskra bænda Danskir bændur leggja mikla áherslu á samvinnu á ýmsum sviðum. Flestar greinar land- búnaðarins, s. s. mjólkur- og svínakjötsframleiðslan, starfa í mikilli og harðnandi samkeppni, bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Til að standast samkeppnina virðist eitt af lykilorðunum hjá þeim vera aukin samvinna bændanna, hvort sem' er í gegnum rekstur afúrðasölufélaganna eða í þeirra eigin félagskerfi og ýmis konar þjónustustarfsemi við bændur. í endurskipulagningu ráðgjafar- þjónustunnar er t.d. mikið horft til aukinnar samvinnu milli leið- beiningastöðvanna sem felur m. a. í sér stórfellda sameiningu og fækkun skrifstofa. Enn fremur má segja að ein af forsendum árangurs sé sú að unnið er út ffá skýrri stefnumörkun um áherslur í starfmu og markmið - að allir eða flestir viti að hvaða marki er stefnt. Stefnan er að sjálfsögðu mörkuð í gegnum víðtæka umræðu þar sem mjög margir taka þátt. Danir eru afar flinkir í því. Keppikefli danskrar naut- griparæktar þessa stundina er að skipa efsta sæti innan EU að því er varðar rekstrarafkomu búanna, sjálfbæmi m.t.t. nýtingar lands og aðfanga, svo og hvað varðar gæði framleiðslunnar. Til að þetta geti gengið eftir er stefnt að eftirfarandi; | að auka árlega fram- leiðni um fimm í stað tveggja af hundraði að auka fóðurnýtingu til jafnaðar úr 82 af hundraði í 92 að lækka meðalfrum- utölu í mjólk úr 300 000 í 200 000 að útrýma kúariðu og salmonellu að bæta tæki til hag- fræðilegrar greiningar á af- komu í búrekstri að bæta flokkun nautakjöts um þrjá gæða- flokka að meðaltali að bæta ímynd fram- leiðslunnar með markvissri upplýsingagjöf og fræðslu til neytenda

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.