Bændablaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 10. desember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 25 'WfS Það mun hafa verið á liðnu ári er Bændablaðið var þar statt erJónatan var að fræða bændur um kornrækt og var myndin tekin við það tækifæri. Áhugi kornbænda á fróðleik um kornrækt er óumdeildur - og fræðsluferðirnar hafa skilað árangri. Verkun korns með própíon- sýru er hagkvæmur kostur - segir Þðrarinn Leifssnn bnndi í Keldudal. Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal í Hegranesi í Skagaíirði, taiaði um súrverkun korns með própíonsýru, en hann hefur átt stóran þátt í að þróa þá aðferð. Þá er kornið sýruborið strax eftir uppskeru og þolir eftir það geymslu óvarið. „Þessi aðferð er þekkt erlendis, en hefur verið tekin upp hérlendis og löguð að íslenskum aðstæðum í samvinnu bænda og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Bjami Guðmundsson prófessor hefúr stjómað rannsóknunum frá hendi skólans,“ segir Þórarinn. „Aðrar aðferðir við geymslu koms eru annað hvort þurrkun eða þá súrsun í loftþéttum umbúðum. Hérlendis þurfa menn oft að skera kom með miklu rakainnihaldi og því er þurrkun yfirleitt dýr kostur. Súrsun án íblöndunar í loftþéttum umbúðum er aftur á móti ótrygg ef geyma á komið lengi, því að eitt gat, til dæmis eftir mús, getur eyðilagt heilan stórsekk og auk þess verður orkutap við geymsluna.“ „Súrsun koms með própíonsýru ryður sér nú ört til rúms. Sú verkun er ódýrari en þurrkun og ömggari en súrsun í sekkjum. Reynslan sýnir að hér er hitastig orðið svo lágt strax eftir skurð að við getum komist af með minna própíonsýrumagn en ráðlagt er erlendis. Súrverkað kom er ákaflega lystugt fóður og skepnur sækja í það frekar en annað kjamfóður. Góður árangur næst samt ekki nema með réttum tækjabúnaði og vönduðum vinnubrögðum,“ segir Þórarinn að lokum. F.v. Þorsteinn Tómasson, Jónatan Hermannsson, Björn Örvar, Júlíus B. Kristinsson og Einar Einar Mántylá. Þeir félagar halda á fyrsta erfðabætta bygginu sem framleitt er hér á landi. Framtfð jarðræktar er bjðrt lí íslandi - segir Úlatur Eggertsson bóndi á Mdseyri og fopmaOup MssambandsMænda Rúmlega 300 bændur rækta nú kom hér á landi og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Kombændur hafa með sér félög í hverju héraði og samtök þeirra félaga er Landssamband kombænda. Formaður landssambandsins er Olafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Hann hefúr ræktað kom alian sinn búskap. Faðir hans; Eggert Olafsson, hóf komrækt á Þorvaldseyri 1961 og þar á bæ hefúr kom verið ræktað á ósiitið síðan. Olafúr er því atinn upp við það að komrækt sé eðlilegur hluti af fóðuröflun fyrir búfé, hvort sem er svín, kýr eða sauðfé. „Komræktin gjörbreytir allri fóðuröflun í landbúnaöi," segir Olafúr. „Það er ekki bara það, að bændur rækti sitt kjamfóður sjálfir, heldur fylgir það með að tún verða endurunnin og heyfóður batnar. Vöxtur komræktar hefúr verið hraður undanfarið og nú em kom- ræktarbændur liðlega 300 talsins. Langflestir em þeir kúabændur jafnframt og nota komið á búum sínum. Fáeinir rækta kom til sölu og að minnsta kosti einn stór svínabóndi ræktar allt kom fyrir svínin sjálfúr. Mjólkurftamleiðendur eru nú ekki nema tæplega 1000 og samkvæmt þessu ræktar þriðji hver kúabóndi kom handa kúm sínum eins og er.“ „Stór þáttur í þessum framförum byggist á ágætu samstarfi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og bænda," segir Ólafúr ennfremur. „Þar hefur verið kynbætt bygg, sem hentar íslenskum aðstæðum og hafa margir bændur notið góðs af því. RALA hefúr líka fylgst með komræktinni frá upphafi og lagt sig ffarn við að leysa þau vandamál, sem upp hafa komið.“ Talið berst að ffamtíðar- áætlunum þeim, sem líftækni- fyrirtækið ORF kynnti á flindinum. Ólafúr lítur björtum augum á þá ffamtíð, sem jarð- ræktar bíður í þessu sambandi. „Bændum er ekkert að vanbúnaði að fást við þetta verkefni. Nóg er ræktunarlandið. Bæði er mikið um ónotað ræktunarland, því að heyfóðurs handa búpeningi er nú aflað af minna landi en áður var. Eins eigum við mikið af afbragðs landi, sem aldrei hefúr komist í kynni við plóg. Við sjáum þama hilla undir það að bændur geti ræktað kom til sölu í stómm stíl og þannig aukið ffamleiðslu sína. Þetta er mikils virði nú þegar aðrir framleiðslu- möguleikar í landbúnaði em fúllnýttir.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.