Bændablaðið - 10.12.2002, Qupperneq 6

Bændablaðið - 10.12.2002, Qupperneq 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 10. desember 2002 Bændabiaðið er máigagn íslenskra bænda Góðærið sneiðir hjá landbúnaðinum Mikill hagvöxtur og aukinn kaupmáttur launatekna hefur einkennt þróun íslensks efnahagslífs síðustu misserin. A undanfömum sjö árum hefur kaupmáttur launa almennt vaxið um 30 til 40% sem er meiri kaupmáttaraukning en áður hefur þekkst hérlendis. Ætla hefði mátt að auknum kaupmætti fylgdu lækkandi skuldir heimilanna og almenn ánægja þegnanna með kjör sín. Því fer þó íjarri. Skuldasöfnun heimilanna heför aldrei verið hraðari og krafist er lækkaðra skatta en jafhframt aukinnar þjónustu og einnig hærri launa, gjarnan á grunni samanburðar milli launþegahópa, fremur en bent sé á aukin afköst eða framleiðni, sem ætíð hlýtur þó að vera grunnur að raunhækkun launa. Af þróun undanfarinna ára virðist mega draga þá ályktun að aukin laun og kaupgeta megni hvorki að gera þegnana ánægða né draga úr skuldasöfnun. Launamunur virðist einnig fara vaxandi og svo virðist sem háskólamenntað fólk geri hlutfallslega æ meiri kröfur. Vekur þetta eðlilega spumingar um hvort menntastofnanir landsins vanræki að fræða nemendur um samspil hagvaxtar og launa. Ein er þó sú stétt sem litlar Iaunahækkanir hefúr fengið á síðustu árum en það eru bændur landsins. Sauðfjárbændur hafa búið við lítt breyttar tekjur allt frá 1996 og tekjuaukning kúabænda stafar einkum af mikilli stækkun kúabúa og væntanlega ofit aukinni vinnu í kjölfarið. Afkoma svína- og kjúklingaframleiðenda er óviðunandi um þessar mundir og margir garðyrkjubændur bera lítið úr býtum. Margt veldur því að launabil bænda og annarra stétta breikkar. Launahækkanir undanfarinna ára hafa leitt til að öll meðhöndlun búvara og þjónusta við landbúnaðinn veróur kostnaðarsamari og auknum kostnaði er erfitt að velta út í verðlagið. Kröfur um aukið eftirlit og dýrari umgjörð í öllu framleiðsluferli búvara kostar sitt. Tæknivæðing í landbúnaði er ekki ætíð í samræmi við þann búrekstur sem á að standa undir fjárfestingunum. Allt veldur þetta því að sífellt smærri hluti af endanlegu verði búvara kemur í launahlut bóndans. Við þetta bætist svo að offramboð er á kjötmarkaðinum sem hefúr valdið miklum verðlækkunum á síðustu mánuðum. Ekkert af þessu er auðvelt viðfangs. Almennar launahækkanir umfram verðþróun búvara hljóta að leiða til þess að bændur verða að halda kaupum á allri þjónustu í lágmarki. Tæknivæðingu þarf ætíð að skoða með gagnrýnum augum rekstrarhagfræðinnar. Eina von um jafnvægi á kjötmarkaði er að bændur og afúrðastöðvar vinni sameiginlega að því að stilla saman framboð og efitirspurn á markaðinum. Þó sú staða sem lýst er hér að ofan sé óviðunandi er hún það sem landbúnaður um alla Evrópu og raunar víðar glímir við. Tæknivæðing hefur á undanförnum áratugum margfaldað afköst hvers bónda og framfarir í flutningatækni og sífellt harðnandi samkeppni á yfirfullum búvörumarkaði hafa rutt úr vegi hömlum á viðskiptum með landbúnaðarvörur. Vandséð er því að bændur munu á næstunni ná þeim kjarabótum sem aðrar stéttir hafa fengið og verði því áfram láglaunastétt. Þótt margt sé þannig mótdrægt mega bændur ekki gleyma að starf bóndans á sér einnig bjartar hliðar. Ákveðinn sveigjanleiki í vinnutíma og visst frjálsræði til ákvarðanatöku er mörgum mikils virði. Fjölskylduvænt umhverfi sveitanna og nábýli við góða granna verður ekki metið til Ijár og ekki er sjálfgefið að góð laun og önnur tækifæri borgarlífsins veiti meiri ánægju og lífsfyllingu en dagleg glíma bóndans þó erfið sé. Megi bændur landsins og íjölskyldur þeirra sem og aðrir landsmenn eiga gleðileg jól. /AT. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Þvi er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Nr. 167 Bændablaöinu er dreift i tæpum 8000 eintökum. íslandspóstur annast þaö verk að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Alkunna er að afkoma í hefðbundnum búskap hefur versnað á síðari árum vegna aukinnar samkeppni og kröfu um lægra vöruverð. Við þessu hafa bændur brugðist með því að hagræða rekstri sínum eftir föngum. Leiðbeiningaþjónusta í landbúnaði hefur helgað sig þessu verkefni í æ ríkara mæli, m.a. með því að setja á markað ýmis tölvuforrit til nota fyrir bændur. Hér á eftir verður fjallað um áburð og leiðir til að halda áburðarkostnaði í lágmarki. Kostnaður við áburðarkaup Á verðlagsgrundvallarbúi eru kaup á tilbúnum áburði talsverður kostnaðarliður. Samkvæmt hag- tölum fyrir slík bú í september og nóvember 2001 kemur eftirfarandi fram. a) Sauðfjárbú. Af breyti- legum kostnaði fara 18% útgjalda til áburðarkaupa og ef miðað er við veltu búsins þá eru áburðar- kaup 7%. b) Kúabú. Af breyti- legum kostnaði fara 10% útgjalda til áburðarkaupa og ef miðað er við veltu búsins þá eru áburðar- kaup 4,2%. Þessa kostnaðarliði þarf alltaf að ígrunda vel og gæta ýtrustu hagkvæmni. Búfjáráburóur Til þess að draga úr kostnaði við kaup á tilbúnum áburði er sjálfsagt að gjömýta allan búfjár- áburð. Ef tekið er einfalt dæmi af 400 kinda búi og reiknað með sex mánaða innistöðu og hámarks- nýtingu áburðarins, þá má áætla að verðmæti hans nemi um 120.000 - 140.000 kr. á ári. Ef á sama hátt er tekið 40 kúa bú með geldneytum og miðað við góða nýtingu áburð- arins, þá má áætla að verðmæti hans séu um 180.000 - 210.000 kr. á ári. Þetta eru verðmæti sem munar um. Meðferð og dreifingu búfjáráburðar þarf því að vanda þannig að hámarksnýting náist. Lítið má út af bera til þess að þessi verðmæti skili sér ekki sem skyldi. Illa framkvæmd dreifing, dreifmg við erfiðar aðstæður, léleg geymsla o.fl. eru þættir sem valda því að næringarefnin tapast eða nýtast ekki nógu vel. Þá má minna á að með búfjáráburði fylgja ýmis önnur næringarefni en köfnunar- efni, fosfór og kalí. Einnig hefúr hann bætandi áhrif á jarðveginn með ýmsum hætti. Tilbúinn áburður Eins og fram hefur komið eru áburðarkaup talsverður kostnaðar- liður í hefðbundnum búrekstri. Þótt tilbúinn áburður sé dýr er notkun hans nauðsynleg við flest- alla ræktun. Varðandi hagkvæmni við áburðarkaup er mikilvægt að bera rétt á. Jafhframt þarf að gæta þess að spara ekki áburð um of. Það getur orðið mörgum bóndan- um dýrkeypt ef uppskeran bregst, eða ef röng hlutföll við áburðar- gjöf (of mikill/lítill áburður) leiða til þess að uppskeran hefur óheppi- lega efnasamsetningu eða að æski- legar tegundir jurta hverfa úr ræktarlandinu. Rétt/hæfileg áburðar- gjöf er sá meðalvegur sem fara þarf. Til þess að ná þessu mark- miði er brýnt að skrá árlega allt varðandi áburðargjöf, meðferð og notkun ræktunarlandanna og nýta síðan niðurstöður rannsókna og leiðbeininga varðandi áburðargjöf. Hjálpartœki Til þess að auðvelda hveijum bónda að gera sem hagkvæmust áburðarinnkaup og til þess að halda utan um ýmsa þætti jarð- ræktar, þá býður nútíma tækni upp á aðgengileg tölvuforrit. Bænda- samtökum íslands bjóða nú upp á forrit til að gera áburðaráætlun, þ.e. jarðræktarforritið - NPK. Það er samið í samvinnu við ráðunauta og bændur. Því er ætlað að leysa vel og á auðveldan hátt þarfir einstakra bænda, jafhffamt því að henta vel fyrir ráðunauta sem vinna áburðaráætlanir fyrir hóp bænda ár eftir ár. Auk þess að vinna áburðaráætlanir eftir þeim forsendum sem gefhar eru við skráningu hvers býlis, býður forritið upp á árlega skráningu á ýmsum þáttum jarðræktar og fóður- öflunar. Þessir þættir eru niður- stöður jarðvegs- og fóðurefha- greininga, uppskerumagn, veður- far og ýmislegt um meðferð og ástand hverrar spildu. I ffamtíðinni (næsta/þamæsta útgáfa) verður forritinu gert kleift að sækja upp- lýsingar í þennan gagnabanka og taka tillit til þeirra við mat á áburðarþörf einstakra spildna. For- ritið er öflugt hjálpartæki við skipulagningu og skrásetningu á ýmsu varðandi ræktun og upp- skeru, ásamt því að skipuleggja áburðamotkun á fljótvirkan og ömggan hátt. Kostnaðurinn við kaup á forriti sem þessu skilar sér fljótt í rekstrinum. Upplýsingar um verð og nýjar uppfærslur fást hjá BÍ og hægt er að panta það á vef Bændasamtaka íslands (www.bondi.is)./ÁS Jarðræktarforritið - NPK hefur verið í notkun um nokkurt skeið, bæði hjá ráðunautum og bændum. Til þess að auðvelda mönnum notkun þess þá hefur verið ákveðið að bjóða bændum upp á námskeið í almcnnri áburðarfræði og í notkun forritsins. Hvert námskeið skiptist í þrjá kafla sem eru a) grunnatriði í áburðarfræði, b) kynning á tölvuforritinu og c) verkleg þjálfun í notkun forritsins undir leiðsögn leiðbeinenda. Hvert námskeiðið er 12 - 14 kennslustundir og skiptist á tvo daga. Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá viðkomandi búnaðarsambandi. Framkvæmd námskeiðanna er samvinnuverkefni Bændasamtakanna, búnaðarsambandanna og Upplýsingatækni í dreifbýli. Auk þess eru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins samstarfsaðilar við samantekt og val á námsefni. /ÁS

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.