Bændablaðið - 10.12.2002, Qupperneq 35

Bændablaðið - 10.12.2002, Qupperneq 35
Þríðjudagur 10. desember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 35 í Dr. Þorvaldur Árnason búfjárerfðafræðingur: Fagmannlega og vel staðið eð íslenskpi hrossarækt Með eigin rannsóknastofu Eftir að námi lauk starfaði Þorvaldur sem rannsóknamaður við landbúnaðarháskólann í Upp- sala en árið 1986 sagði hann upp störfúm þar og stofnaði eigið rann- sóknafyrirtæki sem hann hefúr rekið síðan. „Þar fæst ég við rann- sóknir, kynbótaráðgjöf og sinni út- reikningum á kynbótaeinkunnum og erfðafræðiverkefhum í hrossa- rækt. Þessi verkefni hef ég tekið að mér fyrir ýmsa aðila og þó fyrst og fremst ræktunarsambönd á Norðurlöndunum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að flest verkefni hafi hann fengið ffá brokkhesta- samtökunum í Svíþjóð. Hann hafi gert kynbótamat fyrir stóru reið- hestana og brokkhestana í Svíþjóð og raunar í Noregi líka og síðast en ekki síst fyrir íslensku hestana. Hrossarœktin stendur vel -Hvemig stendur hrossarækt á ísland um þessar mundir að þínu mati? „Ég tel að hún standi mjög vel. Það er fagmannlega unnið við skipulagningu og yfirstjóm hrossa- ræktarinnar á Islandi og árang- urinn ótvíræður síðustu áratugina. Hrossaræktin á íslandi stenst sam- jöfnuð við það sem best gerist í öðmm hestakynjum.“ -A Hrossarækt 2002 var Jjallað um fótasjúkdóminn spatt. Er hann mikið vandamál hér á landi og er hann til í öðrum hestakynjum? „Það liggja ekki fyrir nógu haldgóðar upplýsingar um hvemig þetta er í öðmm hestakynjum víð- svegar um heim. Spatt er frekar óalgengt í reiðhestum og brokk- hestum í N-Evrópu en aftur á móti eiga þeir við aðra fótasjúkdóma að stríða sem ekki hrjá íslenska hestinn eða eru afar sjaldgæfir. Spattið er töluvert algengt í ís- lenska hestinum og veldur helti og skerðir getu þeirra sem keppnis- hesta. Það getur jafnvel leitt til þess aó fella verður hesta fyrir aldur fram. Sjúkdómurinn er ekki það algengur í íslenska hestinum að hægt sé að kalla hann stórt vandamál. En fyrir ímynd hestsins er þetta heldur neikvætt.“ Hægt að draga úr tíðni spattsins -Eiga menn aó grípa til ráð- stafana í rœktunarstarfmu gagn- vart spatti og er það hœgt? „Það er hægt, ef vilji er fyrir hendi, að minnka tíðnina með markvissu úrvali. Þetta er samt erfiður eiginleiki að eiga við í ræktunarstarfi vegna þess hve áhrifin koma seint ffam. Það er mikilvægt að reyna að fá einhvem mælikvarða á áhættuna meðan hestamir eru ungir. Ég held að það sé ráð að gefa ræktendum upplýs- ingar um stóðhesta sem fá spatt meðan þeir eru ungir og þá á ég við innan við 7 vetra aldur.“ Að viðhalda erfðabreytileikun um -Það hefur verið lögð mikil áhersla á mat á sköpulagi og hœfi- Dr. Þorvaldur Árnason búfjárerfðafræðingur var einn af gestafyrirlesurum á ráðstcfnunni Hrossarækt 2002. Hann rekur sína eigin rannsóknastofu í Svíþjóð og hefur gert það síðan 1986. Áður starfaði hann við landbúnaðarháskólann í Uppsaia þar i landi. Dr. Þorvaldur er fæddur árið 1948 í Hafnarfirði. Hann sagði í samtali við tíðindamann Bændablaðsins að hann hefði kynnst hestinum þegar hann, sem ungur drengur, var í sveit bæði í Borgarfirði og Árnessýslu. Þessi kynni hans af hestinum urðu til þess að hann fór í bændaskólann á Hólum og síðan í framhaldsnám í búvísindadeildinni á Hvanneyri. Að því loknu fór hann til framhaldsnáms við Edinborgarháskóla og tók þar mastersgráðu og síðan doktorsgráðu frá landbúnaðarháskólanum í Uppsala í Svíþjóð. leikum í ræktunarstarfinu, hvaða þáttum öðrum telur þú brýnast að beina sjónum að? „Eitt forgangsverkefni finnst mér vera að reyna að viðhalda erföabreytileikunum í stofninum með því að sjá til þess að hópur valinna stóðhesta verði ekki of skyldur innbyrðis, eða með öðrum orðum að erfðahópurinn verði ekki of þröngur. Það eru vissar aðferðir sem ég hef í huga þar sem ég tel að væri ástæða fyrir Islendinga að nota. Það er farið að nota slíkar að- ferðir í sumum lokuðum erfðahóp- um erlendis til þess að viðhalda erfðabreytileikunum án þess að slaka mjög mikið á í úrvalssfyrk- leikanum og þannig halda nokkum veginn sömu erfðaframfor. Annað mikilvægt verkefni er litaspáin. Þetta er eiginlega kyn- bótamat fyrir litaarfgerðir. Mér finnst það afar athyglisvert verk- efni sem við erum með í gangi og er alveg að verða tilbúið. Við höfum unnið að þessu saman við Ágúst Sigurðsson hrossaræktar- ráðunautur og ég er viss um að þessu verður vel tekið,“ sagði dr. Þorvaldur Ámason. Nýp verð- Verðlagsnefnd búvara - Sex- mannanefnd - hefur samþykkt nýjan verðlagsgrundvöll fyrir kúabú, með gildistöku 1. nóvember sl. Niðurstöður ncfndarinnar eru byggðar á gildandi verðlagsgrundvelli, verðkönnunum Hagstofu y Islands og öðrum gögnum. Þá hefur nefndin enn fremur tekið ákvörðun um meðalbreytingu á heildsöluverði mjólkur og mjólkurafurða frá og með 1. janúar 2003 er byggir á úttekt á afkomu mjólkuriðnaðarins. Samkvæmt þeim verðlags- gmndvelli sem nefndin hefúr samþykkt hækkar verð á mjólk til bænda frá 1. nóvember sl. um 3,69% eða um kr. 2,81 kr á lítra mjólkur frá því verði sem tók gildi 1. nóvember2001. Hækkun á verði til bænda á sér megin- skýringar í kostnaðarhækkun rekstrarvara og hækkun á launa- kostnaði við mjólkurffamleiðsluna. ^ Við ákvörðun á vinnslu- og heildsölukostnaði mjólkur og mjólkurafurða varð samkomulag í nefndinni um að reikna með kostnaðarhækkun um 2,69% frá því sem ákveðið var 1. janúar 2002. Þessi hækkun tekur gildi frá og með 1. janúar 2003 en þá fyrst hækkar heildsöluverð á mjólk og mjólkurafúrðum. Vegna hækkunar á verði mjólkur til bænda og hækkunar á vinnslu- og dreifingarkostnaði ^ mjólkur, hækkar heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða um 3,36 % að meðaltali. Verð ný- mjólkur í eins lítra umbúðum mun hækka um 3 kr á Iítra, eða um 3,53 % frá því verði sem hefur gilt frá 1. janúar 2002 að óbreyttu hlutfalli álagningar í smásölu. Þessi hækkun samsvarar 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs. Áðumefndar niðurstöður voru samþykktar af öllum nefndar- mönnum. Ertu að selja eða senda hest úr landi? Áríðandi ábending: Samkvæmt nýrri út- flutningsreglugerð frá land- búnaðarráðuneytinu verður hesturinn að vera frost- merktur eða örmerktur. Frá næstu áramótum (1.1.2003) verða öll hross sem flytja skal úr landi að vera frostmerkt eða ör- merkt. Ef hesturinn þinn er ómerktur má benda á að merkingamenn eru víða um land og má finna lista yfir þá alla á heimasíðu Bænda- samtaka íslands www.bondi.is eða í Hand- bók bænda. Vanti þig frekari upp- lýsingar um örmerkingar eða frostmerkingar má benda á fyrrgreindan vef Bændasamtakanna eða um- sjónarmann merkingamála hjá BÍ sem er Ólafur R. Dýrmundsson í síma 5630300 eða t-pósti ord@bondi.is. BÍ - Hrossaræktin BÚNAÐARBANKINN ...... Einstaklingsþjónusta Greiðsluþjónusta Færðu reikninga í tíma og ótíma? Áttu erfitt með að átta þig á hve mikið þú þarft að greiða í mánaðarteg útgjöld? Þú færð fyrsta árið ffítt í Greiðsluþjónustu Búnaðarbankans - og bankinn sér um að greiða reikningana á réttum tfma. Ekki nóg með það, því útgjöldin dreifast jafnt á alla mánuði ársins og þú greiðir alltaf sömu fjárhæð í hverjum mánuði. Þú losnar við gluggapóstinn, dráttarvextina, biðraðimar og útgjaldasveiflumar og veist alltaf hvar þú stendur í fjármálum. Mappa fyrir heimilisbókhaldið fylgir. wmmtummmammmmmtammmmmmmmmmMmmmmammaammammmmmmmaammmmummmmummmtmmmmmmmmmmmmmummmmmmmmmaamammammmamm www.bi.is t >

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.