Bændablaðið - 10.12.2002, Page 4

Bændablaðið - 10.12.2002, Page 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 10. desember 2002 Á næstu vikum og mánuðum halda Bændasamtökin og búnaðarsamböndin námskeið í NPK jarðræktarforritinu, en styrktaraðili námskeiðanna er verkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli. Fyrsta námskeiðið var haldið í Eyjafirði í síðustu viku en næstu námskeið verða haldin í Skagafirði, Suðurlandi og Ströndum. Námskeiðsgjald verður aðeins um 2-3.000 krónur fyrir 2ja daga námskeið. Framleiðnisjóður landbúnaðarins og verkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli, kosta námskeiðið, en Áburðarverksmiðjan hf. og Hydro hafa ákveðið að endurgreiða við- skiptamönnum sínum námskeiðs- gjaldið. Jón Baldur Lorange, forstöðu- maður tölvudeildar Bændasamtaka íslands, sagði rétt að þakka þessum aðilum stuðninginn. „Þetta þýðir einfaldiega að bændur geta bæði fengið NPK forritið og nám- skeiðið án endurgjalds vegna þessa rausnarlega framlags. Síðan er ég sannfærður um að NPK forritið hjálpar bændum að spara stórlega í áburðarkaupum sem eru stór út- gjaldaliður í búrekstrinum. Ég vona að bændur nýti sér þetta ein- staka tækifæri og láti sjá sig á námskeiðunum," sagði Jón Baldur að lpkum. I grein Áma Snæbjömssonar, hlunnindaráðunauts Bændasam- taka íslands, á bls. 6 íjallar hann m.a. um NPK jarðræktarforritið sem gagnlegt hjálpartæki við gerð áburðaráætlunar. Bændasamtök Islands settu NPK forritið á markað fyrir nokkrum árum og hafa flest búnaðarsambönd notað forritið til að aðstoða bændur við gerð áburðaráætlana og áburðar- pöntunar með góðum árangri. Bændasamtökin gerðu samning við Áburðarverksmiðjuna hf. árið 1999 um dreifmgu á forritinu til bænda sem keyptu áburð af þeim. Áburðarverksmiðjan greiddi Bænda- samtökunum fyrir forritið sem dreifði því til bænda án endur- gjalds. „Samningurinn var mikilvægur á sínum tíma til að fjármagna þróun á forritinu og hefur átt stóran þátt í aukinni útbreiðslu forritsins," sagði Jón Baldur. „Hann er ekki lengur í gildi og í dag eru breyttir tímar og hörð sam- keppni um áburðarsölu. Við höldum áfram góðu samstarfi við Áburðarverksmiðjuna hf. og aðra söluaðila áburðar. Áburðarverk- smiðjan hefur gert við okkur sam- komulag um að allir bændur sem fengu frá þeim ffía útgáfú af NPK, og eru í viðskiptum við þá, geti fengið nýjustu uppfærslu af opinni útgáfú í boði þeirra. Enn fremur hefúr Hydro viljað hvetja bændur til að taka NPK forritið í notkun og býður bændum sem eru í við- skiptum við þá forritið þeim að kostnaðarlausu.“ Rétt er að benda á að stofn- gjald NPK forritisins er kr. 9.500,- og árgjald kr. 6.700. SauOljðrhænilHr ð NAusturlandi íhuga að hætta að hðlusefia gega garnaveiki Sauðfjárbændur á norðaustur- horni landsins, sem er varnar- hólf afmarkað af Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Brú, héldu fræðslufund fyrir skömmu. Þar voru mættir dýralæknarnir Sig- urður Sigurðarson, Bárður Guð- mundsson, Vignir Sigurólason og þýskur dýralæknir, Sylvia Windmann sem hefur starfað hér á landi í sjö mánuði. Á fundinum voru flutt stutt fræðsluerindi um nokkra sjúkdóma sem þekkjast á þessu svæði. Þar er um að ræða lungnapest og kregðu, ormaveiki og hníslasótt, gamaveiki sem er alvarlegur sjúkdómur, fósturlát og lambadauða. Einnig var rætt um riðuveiki og fjárkláða, þótt þær pestir hafi ekki fundist í vamarhólfínu, og rætt var um vamarlyf og ný lyf til lækninga. Ragnar Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum, á sæti í nefnd sem kölluð er Riðunefnd ásamt Skúla Ragnarssyni og Geir Þóroddssyni og það var hún sem boðaði til fúndarins í félagi við Fjárræktar- félagið. Ragnar segir að Riðu- nefndin skipti sér af því sem nefndarmönnum dettur í hug, hvort sem málið heyri undir hana eða ekki. Hann segir að þetta hafi verið einhver besti bændafundur sem haldinn hefúr verið á þessu svæði og að hann sé ekki einn um þá skoðun. Góð /járrækí á svœðinu Sigurður sagði að á þessu umrædda svæði væri fjárrækt og umhirða um fé til fyrirmyndar og gott heilsufar hjá fé, enda hefði verið sótt þangað fé í fjárskiptum úr öðrum landshlutum af þeim mönnum sem orðið hafa að farga fé sínu vegna riðuveiki. Hann sagði að menn hefðu á fundinum rætt um hvort hætta eigi að bólu- setja gegn garnaveiki og hvaða afleiðingar það gæti haft. Bólusett er gegn veikinni á stórum svæðum á Islandi. Á nokkrum svæðum hefúr tekist vel að vinna gegn gamaveiki og því hefur verið hægt að leggja niður bólusetningu þar. Ef veikin leynist samt sem áður á svæðunum eða berst þangað á ný getur farið illa að sögn Sigurðar. Gott er að losna við að bólusetja vegna kostnaðar og skemmda á skrokkum. Því má þó ekki gleyma að bólusetningin var frábær lausn á miklum vanda sem eitt sinn herjaði á þetta hérað og kostnaðurinn er aðeins hégómi á móti því gagni sem varð af bólusetningunni. Veikin er lengi að búa um sig og fer rólega af stað. Það þurfa að líða 10 ár ffá síðasta tilfelli í einni hjörð, eða yfirleitt á svæðinu, þar til menn mega hætta að bólusetja. „Greinilegt er að bændur á norðausturhorninu vilja hætta að bólusetja. Ganga verður úr skugga um hvort veikin leynist einhvers staðar á svæðinu. Nú fer í hönd prufutími því að bólusetningu má hætta næsta haust ef ekkert kemur upp sem vekur grunsemdir um að veikin sé til staðar," sagði Sigurður Sigurðarson. Mikill kosínaður „Það er rétt að í þessu vamar- HerOiP svínseyru fypip hunda aðnaga I Garði á Suðurnesjum eru Sigurður Snæbjörnsson sjó- maður og fjölskylda hans með nokkuð sérstæða framleiðslu sem eru hert svínseyru fyrir hunda að naga. Svínseyrun koma ekki í stað gæludýra- fóðurs en hundar naga þau eins og um bein væri að ræða. Sigurður segir að hér sé um dæmigert bílskúrsfyrirtæki að ræða sem fjölskyldan stendur að. Hann er sjálfur sjómaður en vinnur að þessu í fríum. Hann fær eyrun í sláturhúsum, þurrkar þau og herðir og selur síðan í gæludýraverslanir. Hert svínseym voru flutt inn fyrir nokkxum árum en þegar gin- og klaufaveikin kom upp í Englandi, og raunar víðar í Evrópu, fyrir nokkrum misserum, var innflutningurinn bannaður. Þá segist Sigurður hafa hafist handa og dottið niður á réttu aðferðina því að framleiðsla hans nýtur vaxandi vinsælda. Hann segir að aftur sé farið að flytja inn hert svínseym en þau eru reykt og því nokkuð ffá- brugðin þeim sem hann fram- leiðir. Áður en innflutningurinn á þessum reyktu svínseyrum var leyfður var Sigurður einn á markaðnum en nú er komin hörð samkeppni. „En þetta gengur ágætlega og meira að segja hefúr mér tekist að vera með lægsta verðið,“ sagði Sigurður. Þess má til gamans geta að fyrir stærri hunda eru eyrun heil en fyrir kjölturakka eru þau söguð niður í ræmur. Svona lítur svínseyrað út eftir að Sigurður er búinn að með- höndla það. Það er ánægjulegt að sjá þegar menn nýta sláturgripi til hins ýtrasta. Bændablaðið kemur næst út 14. janúar hólfi höfum við áhuga á að hætta bólusetningu við gamaveiki, enda allmikill kostnaður sem fylgir henni. Ætli það séu ekki um eða yfir 100 krónur á lamb. Auk þess eru 10 ár liðin síðan vart varð við gamaveiki í hólfinu og það er sá tími sem þarf að líða svo að hætta megi bólusetningu,“ sagði Jó- hannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hann segir að sum sveitarfélög hafi greitt kostnaðinn við bólu- setningarvinnuna þar til dýra- læknar tóku þetta alfarið yfir fyrir tveimur árum, enda hækkaði vinnukostnaðurinn þá umtalsvert. Áður réðu sveitarfélögin mann til verksins. Teljaþetta ekki áhættusamt Jóhannes var spurður hvort hann teldi ekki að bændur tækju nokkra áhættu með því að hætta að bólusetja. „Við værum ekki að þessu ef við teldum það, enda 10 Framhald á bls. 33

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.