Bændablaðið - 10.12.2002, Page 30

Bændablaðið - 10.12.2002, Page 30
Jt 30 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 10. desember 2002 Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Gleðilegjól, gott og farsælt komandi ár. Samtök selabænda Gleðileg jól, gott ogfarsælt komandi árl Æðarræktarfélag íslands * Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœls komandi árs Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár! Rannsóknastofnun landbúnaðarins Gleðileg jól Samband garðyrkjubœnda Landssamband kartöflubœnda Félag garðplöntuframleiðenda Félag grœnmetisframleiðenda Félag blómaframleiðenda r Gleðilegjól. Oskum bændum og búaliði hagsœldar á komandi ári Dúnhreinsunin, ■tv * Flatahrauni 29b ♦ * Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Vélaval, Varmahlíð Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar ákomandi ári sm SAMTÖK AFURÐASTÖÐVA / MJÖLKURIDNADI Ellilífeyrir, tekjutrygging og fleiri greiðslur úr sjúðum almannatrygginga Nokkuð hefur borið á því að bændur (bæði karlar og konur) hafi ekki á hreinu hver sé réttur þeirra þegar aldur færist yfir eða heilsan brestur. Þess eru mörg dæmi að einstaklingar veigri sér við að sækja um bætur eða hvað við eigum að kalla þessar greiðslur frá Tryggingastoíhun. Það þótti ekki vegsauki hér áður fyrr að þiggja bætur úr sjóðum þjóðfé- lagsins, en í dag er viðhorf manna breytt þar sem hver einstaklingur greiðir í þessa sameiginlegu sjóði allan starfsaldur sinn. Helstu greiðslur eru: 1. Ellilffeyrir : Tekjutengdur og greiðist ekki til þeirra sem eru með góð laun. Eftirlaun eru ekki talin laun í þessu tilfelli. 2. Tekjutrygging: Tekjutengd og aðeins til þeirra sem eru með lítið annað en ellilífeyri. 3. Heimilisuppbót: Þessi greiðsluflokkur er ætlaður til að koma til móts við tekjulága ellilíf- eyrisþega sem búa einir. 4. Okutækjastyrkur (bensín- sfyrkur) og bifreiðahlunnindi til hreyfihamlaðra 5. Uppbót á lífeyri. t.d. eigna- litlir einstaklingar. 6. Ýmsir aðrir styrkir. Ellilífeyrir Rétt til ellilífeyris (grunnlíf- eyris) eiga þeir sem eru 67 ára eða eldri. Tekjur og eignatekjur (t.d. vextir) geta haft áhrif til skerðingar á greiðslur almannatiygginga. Mánaðarleg upphæð ellilífeyris er 19.990 kr. (janúar 2002) Skerðing ellilifeyris Skattskyldar tekjur aðrar en Upphæðir helstu bótaflokka almanna- trygginga Mánaðargreiðslur ágúst 2002 Elli- og örorkulifeyrir kr. 19.990 Örorkustyrkur, yngrí en 62 ára. kr. 14.993 Tekjutrygging ellilifeyrisþega kr. 34.372 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega kr. 35.334 Heimilisuppbót, óskert kr. 16.434 Tekjutryggingarauki, hærrí kr. 15.257 Tekjutryggingarauki, lægrí kr. 11.445 Barnalífeyrir v/1 bams kr. 15.076 Meðlag v/1 bams kr. 15.076 Mæðralaun/feöralaun v/2ja bama kr. 4.391 Mæöralaun/feöralaun v/3ja barna kr. 11.417 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mán., skv. 17. gr. kr. 22.616 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12mán., skv.17.gr. kr. 16.956 Fullur ekkjulifeyrir kr. 19.990 Dánarbætur 8 ára (v / slysa) kr. 22.616 Fæðingarstyrkur skv. gömlu fæðingarorlofslögunum* 38.015 Vasapeningar vistmanna, 19. gr. kr. 19.990 Vasapeningar v/sjúkra- trygginga, 51 gr. kr. 19.990 Umönnunargreiðslur, 100% kr. 79.960 Maka- og umönnunarbætur kr. 44.259 Ökutækjastyrkur (bensínstyrkur) kr. 7.496 lífeyrissjóðstekjur, greiðslur frá Tryggingastofnun, húsaleigubætur og fjárhagsleg aðstoð sveitarfélaga skerða ellilífeyri ef einstaklingur fer yfir viss tekjumörk. 30% þeirra tekna sem eru umffam tekjumörk- in skerða ellilífeyri. Helmingur fjármagnstekna (þ.e.a.s. tekjur af fasteignum og lausafé; sölu- hagnaður, arður og vextir) skerðir einnig greiðslur á sama hátt. Ellilífeyrir byrjar að skerðast ef tekjur einstaklings eða hjóna hvors um sig eru hærri en að meðaltali 108.005 kr. á mánuði. Ellilífeyrir fellur alveg niður þegar mánaðar- tekjumar ná að meðaltali 174.638 kr. Tekjur maka skerða ekki ellilífeyri (Sjá dæmi hér á síðunni). Ellilífeyrir fellur niður: Ef lífeyrisþegi dvelst lengur en í mánuð samfellt á stoftiun eða vist- heimili sem er á fostum fjárlögum, eða þar sem sjúkratryggingar greiða fyrir hann, fellur lífeyrir hans niður ef vistin hefúr verið lengri en fjórir mánuðir undan- fama 24 mánuði og samfelld 30 síðustu dagana. Greiðslur hefjast aftur við útskrift af sjúkra- húsi/stofhun frá og með útskriftar- mánuði. Örorkulífeyrir greiðist til þeirra sem hafa skerta starfsgetu og almennt gilda sömu reglur um hann og um ellilífeyri. Tekjuvið- miðun er þar aðeins hærri. Tekjutrygging - íekjutryggingarauki Lífeyrisþegi (elli- eða örorku- lífeyrisþegi) getur átt rétt á tekju- tryggingu. Tekjutrygging er sér- stakur greiðsluflokkur líkt og elli- lífeyrir - örorkulífeyrir. Oskert tekjutrygging ellilífeyrisþega er nú 34.372 kr. en örorkulífeyrisþega. 35.334 kr. Fari tekjur lífeyrisþega og maka hans, að undanskildum greiðslum frá Tryggingastofhun, húsaleigubótum og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, ekki yfir ákveðna upphæð, svokallað tekjumark (frí- tekjumark), á hann rétt á óskertri tekjutryggingu. Skerðing tekjutryggingar Skattskyldar tekjur yfir tekju- marki skerða tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umffam em. Helmingur fjármagnstekna skerðir einnig greiðslur á sama hátt. Greiðslur ffá Tryggingastofnun, húsaleigubætur og fjárhagsleg að- stoð sveitarfélaga skerða ekki tekjutiygginguna. Tekjumörk (ffí- tekjumörk) breytast 1. september ár hvert og em þau ákveðin með reglugerð. Útreikningur tekjutryggingar Neðra tekjumark (frítekju- mark) tekjutryggingar ellilífeyris- þega á mánuði er 37.742 kr. (452.909 kr. á ári); efra tekjumark 114.125 kr. (1.369.496 kr. á ári) Neðra tekjumark (frítekju- mark) tekjutryggingar örorkulíf- eyrisþega á mánuði er 38.971 kr. (467.646 kr. á ári); effa tekjumark 117.491 kr. (1.409.887 kr. á ári). Skattskyldar mánaðartekjur undir frítekjumarki skerða ekki tekju- tryggingu. 45% mánaðartekna yfir frítekjumarkinu skerða tekju- tryggingu. Séu mánaðartekjur yfir efra tekjumarki greiðist engin tekjutrygging. Við útreikning er ekki gerður greinarmunur á greiðslum úr lífeyrissjóði og öðmm skattskyldum tekjum. Hafa ber í huga að: •Tekjur maka hafa áhrif á upphæð tekjutryggingar •Frítekjumark hjóna er mis- HvaO fær Guflfinna í ellilífeyri? Guðfínna Tómasdóttir er nýorðin 67 ára. Hún sækir um elli- lífeyri. Hún ætlar að vinna áfram og fær 112.000 kr. í tekjur á mánuði. Þar að auki fær hún 53.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði. Maður hennar, sem er 63ja ára, vinnur úti (réttur til ellilífcyris stofnast ekki fyrr en eftir 4 ár). Hann hefur 120.000 kr. í tekjur á mánuði. Hvað fær Guðfínna i ellilífeyri? Svar: Tekjur Guðfínnu eru 112.000 kr. á mánuði. Þar sem hún fær meira en 108.005 kr. (frítekjumark) á mánuði þá á hún rétt á skertum ellilífeyri. 112.000 - 108.005 = 3.995, 3.995 x 0.30 (skerðingarhlutfall) = 1.199 (skerðingarupphæð), 19.990 (fullur ellilífeyrir) - 1.199 = 18.791 kr. verður skertur ellilífeyrir hennar. Munið að hvorki lífeyrissjóðsgreiðslur né tekjur maka skerða grunnlífeyri. Guðfínna er með of háar tekjur til að eiga rétt á tekjutryggingu. Framhald á nœstu siðu

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.