Bændablaðið - 10.12.2002, Side 19

Bændablaðið - 10.12.2002, Side 19
Þriðjudagur 10. desember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 19 Búa þarf FöOupefflPliGnu tpyggt starfsumhverfi Miðvikudaginn 16. október síðastliðinn hittust samstarfs- aðilar Fóðureftirlitsins á Hvann- eyri til að fara yfir störf eftir- litsins og leggja b'nuna fyrir komandi ár. A fundinn komu forsvarsaðilar þeirra þriggja stofnana sem að Fóðureftirlitinu standa; Björn Halldórsson for- maður SÍL, Einar E. Einarsson ráðunautur í loðdýrarækt hjá Bændasamtökunum, og þau Bjöm Þorsteinsson rannsóknastofustjóri á Hvanneyri og Álfheiður Marinósdóttir starfsmaður Fóður- eftirlitsins. Vorið 1999 var byrjað að efnagreina loðdýrafóður Fóðureftirlitið hóf starfsemi sína haustið 1998 með námskeiða- haldi fyrir starfandi fóðurgerðar- fólk og vorið 1999 var byrjað að efnagreina loðdýrafóður á Rann- sóknastofu Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri. Leitað var til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins um fjárstyrk til verkefnisins. Þeirri umleitan var vel tekið og hefúr sjóðurinn stutt dyggilega við verkefhið allar götur síðan. Á síðasta ári dró sjóðurinn nokkuð úr fjárfram- lögum, enda hefur frá upphafi verið gert ráð fyrir að verkefnið yrði smám saman sjálfbært, þ.e.a.s. að búgreinin/fóðurfram- leiðendur tækju í auknum mæli meira af kostnaði við efna- greiningar yfir á sínar herðar. Markmið Fóð ureftirlitsins Markmið Fóðureftirlitsins er að bæta fóðurframleiðslu bæði hvað varðar efnasamsetningu og gæði. Það er gert með stöðugu eftirliti með framleiðslunni gegnum efna- og örverugreiningar og með leiðbeiningum og ráðgjöf til framleiðenda út frá niður- stöðum efnagreininga. (Efnasam- setning fóðurs á að svara til þess sem fóðurlisti segir til um hverju sinni, vera eins frá degi til dags og uppfylla gæðakröfur sem gerðar eru til fóðurs). Mikilvægt er fyrir framleiðendur að fá skjótar niður- stöður úr efnagreiningum svo að hægt sé að bregðast við strax og lagfæra ffamleiðsluna ef þörf er á. Því hefur verið náð með því að samræma sendingar á sýnum frá framleiðendum og efnagreina loð- dýrafóður einn dag í viku. Með þessu móti hefur verið hægt að senda niðurstöður efhagreininga á faxi eða með töivupósti til fram- leiðenda innan sólarhrings auk þess sem nýjustu efnagreiningar hafa birst á netinu samtímis. Á undanfornum árum hefur, á vegum Fóðureffirlitsins, verið farið í fóðurstöðvaheimsóknir þar sem fylgst er með framleiðslu, hráefni skoðuð og farið yfir blöndunaraðferðir og hreinlætis- áætlanir með fóðurgerðarfólki. Þessar heimsóknir hafa skilað góðum árangri og ákváðu fundarmenn að þeim yrði haldið áfram. Gefin hefúr verið út árs- skýrsla Fóðureftirlitsins þar sem allar niðurstöður efnagreininga eru birtar ásamt öðru efni til fróðleiks og gagns og þeirri útgáfu verður einnig haldið áfram með svipuðum hætti. í ársbyrjun var farið að birta niðurstöður efna- greininga á netinu undir heima- síðu loðdýraræktarinnar á land- búnaðarvefnum. Þar er hægt að skoða niðurstöður allra greininga sem gerðar hafa verið á loðdýra- fóðri, bera sama niðurstöður fóðurstöðva eða skoða hverja fóðurstöð fyrir sig. Á fundinum voru rekstrarskilyrði Fóðureftir- litsins skoðuð og rædd ítarlega. Framleiðendur greiða á þessu ári 2/3 kostnaðar við hverja efna- greiningu en markmiðið er að þeir beri meiri kostnað og greiði á komandi ári % kostnaðar við hvert sýni. Kostnaður við efnagreiningar er mikill og aðföng til efha- greininga hafa hækkað um 7 - 8% milli ára. Með meiri þjálfún starfs- fólks hefúr vinnutímafjöldi á hvert sýni minnkað og þar af leiðandi hefúr verið hægt að komast hjá því að hækka verð. Reynt verður að komast hjá því að heildarkostnaður vegna efhagreininga hækki á hvem fóðurframleiðanda þrátt fyrir aukna hlutdeild þeirra í kostnaði hvers sýnis. Á komandi ári verða endar látnir ná saman með því að draga úr fjölda vissra greininga og lækka þannig meðalkostnað hvers sýnis. Sem fyrr verður sótt um styrk til Framleiðnisjóðs til að brúa bilið og vonumst við til að hann verði okkur innan handar enn um sinn. Það er samdóma álit fúndarmanna að búa þurfi Fóðureftirlitinu tryggt starfsumhverfi því að efna- greiningar á fóðri em forsenda þess að fóðurffamleiðendur geti tryggt skinnaframleiðendum stöðugt og gott fóður. /ÁM Við kappkostum að bjóða gott verð oq góð kjör, sem við teljum að sé besta verá og bestu kjör sem í boðl eru á næsta vori. Viðbótar afsláttur ef pantað er fyrir 10. janúar n.k Eins og sjá má á töflunni bjóðast best kjör sé pantað fyrir 10. janúarn.k. það grundvallast á því að því fyrr sem við pöntum því betra verð, og við látum bændur njóta þess að fullu. Ef óskað er eftir kaupum fyrr, þá er 1,5% staðgreiðslu- afsláttur frá maíverði fyrir hvern mánuð, sem þýðir að ef keypt er í desember n.k. þá er 7,5% afsláttur, auk pöntunarafsláttar frá verðlistaverði okkar. rðlisti fyrir áburð vorið 2003. Verð án vsk. í 600 kg sekkjum Pöntunar- afsláttur 5% á tonn Verð KB í maí með 5% pöntunarafslætti á tonn Tegund: N P205 K20 Ca S EM-Mix 15-15-15 15 15 15 2 1,5 1.059 20.131 EM-Mix 20-10-10 20 10 10 3 2,5 995 18.903 EM-Mix 24-9-8 24 9 8 3 2,5 995 18.903 EM-Mix 26-14 26 14 1,5 1 1.059 20.131 EM-Mix 20-12-8 20 12 8 2,5 2,5 1.027 19.516 EM-Mix 20-14-14 20 14 14 1 1 1.092 20.743 EM-MiX 26-7 26 7 4 4 917 17.429 N-34 34 937 17.798 N-27 - Einkorna 27 4,5 3 917 17.429 EM-Mix 15-15-15 er einkorna KB greiðir hlutdeild í flutningsgjaldi með eftirfarandi hætti: 0-50 km frá Grundartanga 500 kr á tn. án vsk. Yfir 50 km frá Grundartanga 650 kr á tn án vsk Verð miðuð við pöntun fyrir 10. janúar 2003 og greiðslu i maí 2003. Enginn fjármagnskostnaður fyrr en 15. júní 2003. Greiðslufyrirkomulag: Verð miðast við gjaldfærslu í opna viðskiptareikninga 31.05.2003. það þýðir að bændursem eru í mánaðarreikningum hjá KB þurfa ekki að greiða áburðarkaup sín fyrr en 15. júní 2003. Nýirviðskiptavinirverða að semja um reikningsviðskipti og fyrirkomulag uppgjörs, en við erum sveigjanlegir í samningum. Flutningsgjald: Óbreytt frá fyrra ári - engin verðbólga. Gerðu hagstæð innkaup tímanlega og sparaðu með okkur! BUREKSTRARDEILD BORGARNESI Engjaás 2 - 310 Borgarnesi Afgreiðsla slmi 430 5620 - Fax 430 5621 Bændur á Vesturlandi, m Vestfjörðum og Ströndum, Aburður á betra verði! Til framleiðenda mjólkur og kindakjöts Um nokkurt skeið hafa ýmsir aðilar beðið um lista með nöfnum búvöruframleiðenda. Frá og með 1. febrúar 2003 áforma Bændasamtök Islands að verða við slíkum óskum, enda sé um að ræða aðila sem telja sig þurfa að ná til bænda s.s. vegna markaðsstarfsemi. Á fyrirhuguðum nafnaskrám verða nöfn þeirra sem framleiða mjólk og/eða kindakjöt. Þeir sem ekki vilja vera á slíkum lista geta komið upplýsingum þar að lútandi (nafn og kennitala) til félagssviðs Bændasamtaka Islands, netfang eb@bondi.is , •t.ti á árinU „iðsW’ L0g ^ - ^ félagsmönnum, starf^' Jola og MJÓLKURBÚ FLOAMANNA

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.