Bændablaðið - 10.12.2002, Side 12

Bændablaðið - 10.12.2002, Side 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 10. desember 2002 Ei n stakli n g s rekstr i breyní annað rakatraríarm Einn eða fleiri einstaklingar geta stofnað einkahlutafélag en tvo óskylda aðila þarf til að stofna sameignarfélag. Hjón geta hins vegar ekki stofnað sameignarfélag ein sér. Ábyrgðir eru mismunandi eftir rekstrarformum. I einka- hlutafélagi bera eigendur aðeins ábyrgð á hlutafé en í sameignar- félagi bera allir ábyrgð á skuld- bindingum félagsins. I samlags- hlutafélagi getur ábyrgðin verið mismunandi hjá einum eða fleiri hluthöfum. Um einkahlutafélag gilda ákveðin lög og reglur sem gera það form öruggara. Einka- hlutafélagaformið eða sameignar- félagsformið hentar þeim sem vilja reka bú eins og um fyrirtæki væri að ræða. Rétt er að benda á að hagkvæmara er að fyrirtækið sé sjálfstæður skattaðili. Skatt- prósentan lækkar úr u.þ.b. 38% í 26%. Einkahlutafélag greiðir 18% af hagnaði í skatt, en ef hagnað- inum er úthlutað til eigenda í formi arðs er heildarskattprósentan komin í 26,2%. Einkahlutafélag er alltaf sjálfstæður skattaðili. Það eru ýmsir ókostir við þessi rekstrarform. Má þar nefna ríkari bókhaldsskyldu, og ekki má taka peninga út úr rekstrinum nema sem laun, arð eða vexti af því láni sem getur myndast við yfirfærslu eigna til einkahluta- félagsins. Líta má á aðskilnað fjárhags búsins og einkaíjárhags sem bæði kost og galla. Hér má einnig nefna það að bamabætur, vaxtabætur og þess háttar greiðslur sem eru tekjutengdar geta verið hærri eftir breytingu á rekstrarformi. Það kostar töluvert að stofna einkahlutafélag. Kennitala kostar um 5 þúsund kr, samþykkt stofnsamnings hjá Hlutafélagaskrá um 80 þúsund kr. og síðan gerð stofnsamnings. Það kostar helmingi minna að stofna sameignarfélag. Yfirfærslu eigna til einkahlutafélags má framkvæma með tvennum hætti 1. Yfirfæra eignir til einkahluta- félagsins án skattskyldu 2. Selja búið einkahlutafélaginu Á þessum tveimur aðferðum er mikill munur. Skal nú vikið nánar að þessum tveimur aðferðum. 1. Yfirfœra eigrtir til einkahlutafélags án skattskyldu Frá og með árinu 2002 er heimilt að færa eigur einstaklings í atvinnurekstri yfir í einkahluta- félag án þess að yfirfærslan hafi í for með sér skattskyldar tekjur fyrir eigandann eða félagið sjálft. Bóndi, eða einstaklingur í atvinnu- rekstri, getur stofnað einka- hlutafélag sem tekur við öllum eignum og skuldum atvinnu- rekstrarins. Mikilvæg atriði eru meðal annars: # Eigandi einstaklingsrekstrar skal við yfirfærsluna eingöngu fá hluti í félaginu sem endurgjald fyrir yfirfærðar eignir og skuldir einstaklingsrekstrarins. # Tilkynna skal til hlutafé- lagskrár um stofnun félagsins og fylgja skal efnahagsreikningur ein- staklingsrekstrarins, sem jafnframt skal vera stofnefnahagsreikningur einkahlutafélagsins. # Efnahagsreikninginn skal miða við 31. desember og má hann ekki vera eldri en fjögurra mánaða við stofnun einkahlutafé- lagsins og skal hann endur- skoðaður af endurskoðanda og áritaður án fyrirvara. # Endurskoðandi skal jafn- framt staðfesta að hagur fyrir- tækisins hafi ekki rýmað vegna úttektar eiganda frá þeim tíma sem yfirfærslan skal miðuð við og fram að stofnun félagsins. # í skattalegu tilliti telst einkahlutafélagið yfirtaka rekstur og efnahag frá dagsetningu efnahagsreiknings. # Stofnefnahagsreikningur ásamt yfirlýsingu um yfirfærslu einstaklingsrekstrar yfir í einka- hlutafélag skal enn fremur fylgja fyrsta skattframtali félagsins. Við yfirfærsluna skal félagið taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum rekstrarins, þ.m.t. eftirstöðvum rekstrartapa frá fyrri árum. Eignir og skuldir skulu yfirfærast á bókfærðu verði. Stofnverð hluta í einkahluta- félaginu ákvarðast jafnt bókfærðu eigin fé í efnahagsreikningi sem stofnefnahagsreikningur miðast við. Þessi aðferð við að breyta um rekstrarform er í raun einfalt mál og sú aðferð sem flestir munu nota sem á annað borð fara yfir í einka- hlutafélagaformið. Bændur eins og aðrir sjálfstæðir atvinnurekendur hafa þannig ljóra mánuði, 1. janúar til 30. apríl til að breyta um rekstrarform sem þá gildir frá 1. janúar 2003. Nánar um það í næstu grein á nýju ári. 2. Selja búið einkahlutafélagi Bændur geta einnig farið þá leið að stofna einkahlutafélag og selja síðan eignir sínar eða hluta af eignum einkahlutafélaginu. Æski- legast er að gera það um áramót. Einkahlutafélagið greiðir bónda- num fyrir reksturinn og þær eignir sem fylgja með í peningum, hluta- fé og það sem á vantar með t.d. skuldabréfi. Til dæmis mætti hugsa sér að jörð, bústofn og vélar, auk fúllvirðisréttar, séu seld á 30 milljónir kr. og greitt með hlutafé 5 milljónir kr, yfirteknar séu skuldir að upphæð 15 milljónir kr, en 10 milljónir kr. sé skuld einkahlutafélagsins við fyrrverandi eiganda. Ymis álitaefni geta skotið upp kollinum. Þessi verðmæti skal meta til fjár og skal í sérstakri skýrslu sem fylgir stofnsamningi lýsa þeim verðmætum sem þanhig koma inn í félagið eða hvaða aðferðum er beitt við mat þeirra. Þá skal í skýrslunni enn fremur koma ffarn yfirlýsing um að þessi tilteknu verðmæti svari a.m.k. til umsamins endurgjalds, þar á meðal nafnverðs þeirra hluta sem gefa skal út. Nafnverð þeirra hluta sem gefnir eru út má ekki vera hærra en nemur þeirri fjárhæð sem bóka má til eignar í reikningum félagsins. Þetta er meðal annars gert til þess að koma í veg fyrir að þær eignir sem fara inn í félagið við stofhun séu ekki ofmetnar. Löggiltur endurskoðandi eða lögmaður skal votta með yfirlýsingu sinni að skýrslan sé rétt. Af framansögðu má ráða að skylt er samkvæmt lögum um einkahlutafélög að gera skýrslu sem fylgir stofnsamningi þar sem lýst er þeim verðmætum sem renna inn í félagið við stofnun, ffá hverjum verðmætið kemur, hvaða aðferðir eru notaðar við matið á því og hvemig félagið greiðir fyrir það. Um skattskyldu þessarar sölu og uppgjör söluhagnaðar fer ffam eftir lögum um tekju- og eignaskatt. Ákveðin hætta getur verið á því, þar sem það er sami aðili sem á hinar seldu eignir og einkahlutafélagið sem kaupir þær, að söluverð eigna sem seldar eru félaginu geti verið frábmgðið því sem væri ef þær væru seldar óskyldum eða ótengdum aðila. Við stofnun einkahlutafélags sem yfirtekur eða kaupir einkarekstur aðalhluthafans og eða eignir hans verða skattayfirvöld þess vegna að fylgjast með því hvort ákvörðun um yfirtöku- eða söluverð hafi verið ffábmgðin því sem almennt tíðkast eða hvort um óvenjuleg skipti í fjármálum sé að ræða. Þetta eftirlit skattayfirvalda getur Ieitt til þess að nauðsynlegt sé að gera skattalega leiðréttingu á framtölum aðalhluthafans og/eða hlutafélagsins til hækkunar eða lækkunar á skattskyldum tekjum. Með upptöku fjármagnstekjuskatts, þar sem söluhagnaður einstaklings utan rekstrar er skattlagður í 10% skattþrepi en söluhagnaður af rekstrareignum alit að 38% skattþrepi, getur orðið ákveðin tilhneiging til að meta eignir inn í einkahlutafélag á lágu verði til þess að forðast hærra skattþrep, selja síðan hlutabréfin á hærra verði í lægra skattþrepi. Almennt má gera ráð fyrir því að ákveðin tilhneiging sé að til þess að færa eignir inn í einkahlutafélagið á of lágu verði, oftast bókfærðu verði, til að koma í veg fyrir skattlagningu söluhagnaðar hjá aðalhluthafanum. Sé miðað við markaðsverð hefúr það í för með sér að erfiðara er að breyta rekstrarformi einstaklings- fyrirtækis yfir í einkahluta- félagsformið með þessari aðferð. Það getur verið erfitt fyrir skattstjóra að leggja mat á þær eignir sem flytjast milli einstaklingsreksturs og yfir í einkahlutafélag, í samræmi við ofangreint. Af þeim sökum verður að miða við eftirfarandi, segir í verklagsreglum RSK: Ef yfirtöku eða söluverð er a.m.k. jafút bókfærðu, skattalegu verði einstaklingsfyrirtækis, skal ekki leiðrétta nema það sé verulega frábrugðið því sem gerist í viðskiptum milli óskyldra, ótengdra aðila. Þegar rekstri einstaklingsfyrirtækis er hætt skal skattleggja allar fymingar sem maður hefur fengið umfram almennar fymingar. Þá skal færa til tekna söluhagnað sem ekki hefur verið skattlagður samkvæmt heimild í lögunum. Hér em atriði sem vert er að hafa í huga þegar metnir eru kostir þess að breyta einstaklingsrekstri yfir í einkahlutafélag með þessari aðferð. Það er sem sagt ljóst að hafi bóndi frestað skattlagningu söluhagnaðar með viðbótar- fymingum fær hann það nú til skattlagningar. Ef söluverð er langt undir markaðsverði getur skattstjóri lagt ffam sitt mat á eignum og bóndinn fær síðan rétt til að andmæla og jafnffamt að leggja fram mat þriðja aðila. Almennt má segja að svipuð vinnubrögð skuli viðhöfð þegar breytt er um rekstrarform og farið er í sameignarfélag eða samlags- hlutafélag. I skattalegu tilliti er um slit á rekstri að ræða og stofnun nýs fyrirtækis. Ákvarða þarf yfirfærsluverð, reikna þarf út söluhagnað eða eftir atvikum sölutap sem ber að tekjufæra eða gjaldfæra í þeim rekstri sem slitið er. Skattaleg réttindi og skyldur flytjast ekki milli fyrirtækjaforma. Sú lagabreyting sem gerð var í þá veru að geta yfirfært reksturinn í einkahlutafélag án skattskyldu er sú leið sem vert er að hafa í huga þegar reikna má með að verulegur söluhagnaður myndist með því að selja reksturinn. Heimildir: Upplýsingavefur RSK, einkum Verklagsreglur RSK www.rsk.is Ketill A. Haitnesson Ráðgjafi á hagfræðisviði Mat á alurðaeiginleikum mjúlkurkúa Innan búfjárræktar er líklega ekkert svið sem er jafn alþjóðlegt og kynbætur mjólkurkúa til aukinna afúrða. Þess vegna er eðlilegt að á alheimsfundum um búfjárkynbætur sé umfang slíks efnis nokkurt. Á ráðstefnunni í Edinborg 1990 var notkun á einstaklingslíkani í kynbótamati hið nýja efni sem mikið var fjallað um. í Kanada var mikil umflöllun um alþjóða- samanburð á gripum, en þá var UNTERBULL búinn að starfa í nokkur ár og alþjóðavæðing í fúllum gangi, einkum í ræktun svörtu kúnna. í Astralíu 1998 var mikil umræða um þá möguleika sem nýjar aðferðir sem byggðu á því að nota einstakar mælingar (test day model) í stað mjólkurskeiðsafúrða til að mæla og meta afurðagetu kúnna. Á ráðstefnunni í Frakklandi að þessu sinni má segja að samfléttun á umræðuefni fyrri ráðstefna hafi tekið nokkurt rými. Talsverð umræða var um þá reynslu sem fengin væri af því að nota mat byggt á einstökum mælingum. Ávinningur sem menn sjá öðru fremur með þessum aðferðum er að þannig er mögulegt að leiðrétta enn betur fyrir áhrifum tímabundinna umhverfisþátta en mögulegt er í mjólkurskeiðsafúrðum. Annmarkinn er hins vegar sá að umfang útreikninga vex umtalsvert vegna þess hve gagnasafnið verður fljótt mikið að vöxtum. Enn meira var samt fjallað um aðferðir til þess að sameina gögn þar sem hluti stofnsins væri metinn á grunni einstakra mælinga en annar hluti hans (þá oft eldri gögn) væru upplýsingar um mjólkurskeiðsafúrðir. Þama voru kynntar tölfræðilegar aðferðir sem þeir sem með þær hafa unnið telja að skili mjög góðum niðurstöðum til þess að sameina upplýsingar úr slíkum gögnum í sameiginlegu mati. Þetta er augljóslega mjög knýjandi vandamál í sambandi við alþjóðlegan samanburð, þar sem sumar þjóðir hafa tekið upp kynbótamat byggt á einstökum mælingum meðan aðrar halda sig við að nota gögn um mjólkurskeiðs- afurðir. Kanada og Finnland virðast þær þjóðir hér á norðurhveli sem komnar eru með mesta reynslu í að nota mat sem byggir á einstökum mælingum. Danir munu á næstunni breyta sínu kerfi til að nota slíkar aðferðir. Hins vegar mun ætlunin bæði í Svíþjóð og Noregi að nota áfrarn upplýsingar fyrir einstök mjólkurskeið. Það kom einnig fram að þegar breytt væri um aðferð kæmi mjög víða upp vandamál með að geta notað saman gögn þar sem blandað væri saman báðum aðferðum því að víða væru ekki til gögn um einstakar mælingar nægjanlega langt aftur í tímann til að byggja upp mat á grunni einstakra mælinga einvörðungu. Yfirleitt eru gerðar kröfur um það við mat á kynbótagildi að lágmarki að hægt sé að nota gögn síðustu 20 ára. Af atriðum úr einstökum erindum má nefna að í erindi ffá Italíu þar sem verið var að yfirfæra kanadísku aðferðirnar við notkun einstakra mælinga á ítölsk gögn kemur greinilega fram við samanburð á erfðastuðlum að arfgengi fyrir frumutölumælingar virðist á þessum grunni vera talsvert hærra en það sem yfirleitt er að sjá í eldri mælingum. Slíkt kemur tæpast á óvart vegna þess að einmitt fyrir slíkan eiginleika má ætla að ávinningur af því að nota einstakar mælingar sé umtalsverður vegna þess að þar eru áhrif einstakra mælidaga áreiðanlega oft mjög mikil. Á ráðstefnunni voru fjölmörg forvitnileg erindi um notkun á ffumutölumælingum, sem vonandi gefst tækifæri til að segja ffá síðar. /JVJ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.