Bændablaðið - 10.12.2002, Page 39

Bændablaðið - 10.12.2002, Page 39
Þriðjudagur 10. desember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 39 v ftt j * , 1 ' Ætt f ■ ]tt s 'JWÁX /m \ Hin árlega uppskeruhátíð félags sauðfjárbænda í Skagafirði var haldin fýrir skömmu í fjórða skipti. Við það tækifæri voru nokkrum aðilum veittar viðurkenningar fyrir störf að félagsmálum, en líka fékk fólk viðurkenningar fyrir bjartsýni og þrautseigju í fjárbúskapnum. Verðlaunahafarnir eru á meðfylgjandi mynd en þeir eru frá vinstri: Sigurjón Sigurbergsson og Heiðbjört Jóhannesdóttir í Hamrahlíð, Hrefna Gunnsteinsdóttir og Halldóra Björnsdóttir, Ketu á Skaga og Atli Traustason og Klara Helgadóttir á Syðri-Hofdölum. Klara heldur á tveggja mánaða gamalli dóttur þeirra, Anítu Ýr.Bændablaðið/örn Fjölsott námskeifi í Undanfarið hafa verið haldin námskeið í sauðljársæðingum á fjórum stöðum á landinu og hafa alls sótt þau liðlega eitthundrað manns. Tvö námskeiðin voru á Norðurlandi, þ.e. á Húsavík þar sem voru 35 þátttakendur og á Blöndu- ósi, en þar voru 34 þátttakendur. Einnig var námskeið á Suðurlandi og á Hesti í Borgarfirði. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir á Selfossi var leiðbeinandi á nám- skeiðunum en hann hefur haldið slík námskeið í um tuttugu ár. Hann sagði að markmiðið með námskeiðahaldinu væri að gefa fólki kost á að læra að sæða, þannig að a.m.k. væru nokkrir aðilar í hveiju héraði sem væru færir um slíkt. Það væru allmörg ár síðan byrjað var á þessu á Suðurlandi og þar væri talsverður fjöldi manna sem kynni að sæða og væru í flestum tilfellum með nokkra bæi hver sem þeir önnuðust sæðingar á. Þorsteinn sagði vera góða reynslu af þessu fyrirkomulagi. Með tilliti til hugsanlegrar út- breiðslu sjúkdóma væri betra að hver sæðari væri með 4-8 bæi heldur en að 2-3 aðilar sæju um sæðingar í heilli sýslu. Þá væri líklegt að með þessu fyrirkomulagi notuðu bændur meira sæðingar en þegar þeir þyrftu að kaupa bæði vinnu og akstur á fúllu verði. Einnig mætti benda á að effir því sem sæðingamenn væru fleiri yrði tímapressa við ffamkvæmdina minni. Þorsteinn sagði enn ffemur að nú stæði til að gera tilraunmeð tvö ný íblöndunareffii í sæðið sem bæði hafa gefið góða raun erlendis. Markmiðið væri annars vegar að kanna geymsluþol þess þannig að það væri nothæff daginn eftir að sæðistaka fer ffam. Eins og flestum er kunnugt hefúr geymsluþol sauð- fjársæðis verið takmarkað og hingað til verið ætlast til að það sé notað samdægurs. Ef tækist að auka geymsluþolið um einn dag hefði það mikla þýðingu, ekki síst fyrir þá bændur sem búa lengst ffá sæðingastöðvunum og eins þar sem saufiQánsæfiingum brugðið gæti út af með samgöngur, eins og á Vestfjörðum. Þá er Þor- steinn að gera tilraunir með að ffysta sæði, en slíkt hefúr ekki verið hægt til þessa þannig að árangur væri viðunandi. Ef sú til- raun heppnast gerir hún mögulegt að selja sæði úr landi, en áhugi mun vera fyrir því erlendis að fá héðan sæði. Þá væri einnig hægt að geyma sæði úr sérstökum úrvalsgripum milli ára. Báðar þessar tilraunir sem Þorsteinn er að gera eru afar áhugaverðar fyrir bændur og ljóst að þeir munu fylgjast spenntir með hvort þama eru að opnast nýir möguleikar varðandi sauðQár- sæðingar og kynbótastarf í framtíðinni. /ÖÞ í fjárhúsunum á Sölvabakka í Austur-Húnavatnsýslu þar sem verkleg kennsla á Blönduósnám- skeiðinu fór fram. Frá vinstri: Guð- bjartur Guðmundsson ráðunautur, Þorsteinn Ólafsson dýralæknir og Jón Árni Jónsson bóndi á Sölva- bakka. Bændablaðið/Örn Allt til rafhitunar Fyrir heimili og sumarhús Oso-hitakútar Oso hitakútar eru úr ryðffíu stáli að innan. 30 ára frábær reynsla. Margar stærðir. Meðal annars 5 til 300 1. Blöndunarloki, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Einföld og fljótleg uppsetning. Hagstætt verð. WÖSAB olíufylltir ofnar Wösab olíufylltir ofnar. Fallegir, vandaðir olíufylltir veggofnar með termostati. Innbyggð stilling til að halda 5° hita. Stærðir: 400, 750, 800, 1000, 1600 og 2000 w. Hæð: 30 eða 60 cm. Hagstætt verð. Oso hitatúpur Margar stærðir. Meðal annars 5 til 15 kw. Henta meðal annars fyrir miðstöðvarhitun og einnig fyrir neysluvatn. Hagstætt verð. KK Einar Farestveit & Co. hf ** * Borgartúni 28. sími: 562 2901 og 562 2900. HÚSBYGGJENDUR! Við framleiðum og seljum Þakjárn, veggklæðningar og Innanhúsklæðningar úr aluzinki,galvaniseruðu og máluðu efni.Steypustyrktarnet í gólf og veggi. Seljum niðurklippt steypustyrktarstál og beygjum Lykkjur úr 6-16mm.Framleiðum einnig stoðir í Gipsveggi í réttum lengdum. 41 Timbur og Stái ehf. Sími 5545544 fax 5545607 Sturtu- vagnar og stálgrinda- hús frá WECKMAN Sturtuvagnar og flatvagnar Einnig þak og veggstál Stálgrindahús. Margar gerðir, hagstætt verð. r Oskum viðskiptavinum okkar um land allt gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax: 588-1131. Heimasími: 567-1880.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.