Bændablaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. desember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 7 Gunnar Bjarnason sauðfjárhðndi á Hurðarbaki í Reykholtsdal: heyskapinn. Þannig hefur það verið í nokkuð mörg ár og öðru- vísi gengi þetta ekki. Annars er tæknin orðin svo mikil við hey- skapinn að hann tekur stuttan tíma. Það koma aftur á móti miklir álagspunktar við sauðburðinn. Þá þarf maður aðstoð. Síðan tekur maður sumarfríið í september til að fara í göngur og réttir og sinna komskurði. Það gekk erfiðlega í haust vegna vætutíðar, en ég hef tekið að mér að þurrka kprn í samvinnu við Magnús í Ásgarði. Það má segja að komrækt sé að komast á skrið hér í sveitum. Svo má ég til með að nefha Vestur- landsskóga. Við emm þátt- takendur þar og byrjuðum að planta skógi árið 1999. Við erum með 120 hektara sem við ætlum undir skóg og erum búin að setja niður á milli 60 og 70 þúsund plöntur. Við erum í þessu fyrst og ffemst vegna þess að okkur þykir gaman að þessu. Það eykur á ánægjuna að nú er aðeins farið að sjást í plöntumar, en það er langt í arð af þessum skógi,“ segir Gunnar. Ásthildur kona Gunnars sinnir búskapnum heima auk þess sem hún stundar handverk sem hún selur í Ullarselinu á Hvanneyri. Þar er opin verslun yfir sumarið. Þá tók hún þátt í handverks- sýningunni í Laugardalshöllinni sem haldin var í seinni hluta nóvembermánaðar. Hún var að taka sýningargripina upp úr kössum þegar tíðindamaður Bændablaðsins var í heimsókn á Hurðarbaki. Þar var hún með handprjónaðar peysur, ofm veggteppi og margt fleira. Ásthildur segir að því miður sé ekki mikið upp úr þessu handverki að hafa, það mætti gjarnan vera meira en það muni um allt. Þegar við komum út á hlað var stór rjúpnahópur rétt við íbúðar- húsið. Gunnar sagði að það væru gjaman rjúpur heima við á Hurðar- baki. „Þær verða einhvers staðar að fá frið blessaðar," sagði hann um leið og við kvöddumst. Það er kunnara en frá þurfí að segja að sauðfjárbændur búa við þröngan kost um þessar mundir. Þeir fullyrða að ekki sé lengur hægt að lifa af sauðfjárrækt einni saman, menn verði að vinna með henni utan heimilis. Margir sauðfjárbændur í Borgarfirði vinna í verksmiðjunum tveimur í Hvalfirði, Járnblendiverksmiðjunni og Norðuráli. Sumir leggja á sig langt ferðalag til að sækja þangað vinnu. Þannig þarf Gunnar Bjarnason, bóndi á Hurðarbaki í Reykholtsdal, að aka 60 km í vinnuna. Hann fer á eigin bíl niður í Borgarnes en þaðan gengur rúta að Norðurálsverksmiðjunni þar sem hann starfar. Um er að ræða vaktavinnu, 14 vaktir í mánuði, 12 tíma i senn. Gútum lifað af búinu -Gátuð þið lifað af þessu búi? „Já, það var hægt. Eg get nefnt sem dæmi að þá fékkst það verð fyrir ullina sem dugði fyrir öllum áburði sem búið þurfti, en nú er það rétt innan við einn fjórði af áburðarverðinu sem við fáum fyrir ullina af þeim 250 ám sem við erum með. Þetta sýnir best hvílík breyting hefúr átt sér stað frá því að við hófúm búskap.“ -Hvað þyrftuð þið að vera með margar ær til að geta lifað af búskapnum? „Eg veit það ekki, en hitt veit ég að annað hjónanna þarf að vinna utan heimilis þótt þau séu með á milli 600 og 800 ær og maður þekkir mörg slík dæmi.“ -Ertu með þessu að segja að það sé alls ekki hægt að lifa af sauðfjárbúskap ? „Það er alla vega afar erfitt. Hér í Borgarfjarðarsveit eru að ég held aðeins tveir'sauðfjárbændur sem ekki vinna utan heimilis, en þessu. Menn eru búnir með höfúð- stólinn og fá ekki krónu til við- halds eða endumýjunar. Véla- útgerð er útilokuð nema nokkur bú slái saman." - Vœri hœgt að lengja slátur- tíðina meira en nú er? „ Menn segja mér að víða erlendis séu svokölluð mjólkur- lömb vinsæll matur. Það er spuming hvort hægt væri að selja slíkt kjöt hér á landi. Þá gætum við losnað við útflutningsskylduna sem er 25%. Það munar um minna. En talandi um ástandið hjá okkur sauðfjárbændum þá vildi ég að forystusveit bænda væri ákveðnari en mér finnst hún vera. Eg vildi sjá hana sýna miklu meiri sóknarhörku fyrir kjörum bænda- stéttarinnar.“ Mikill ónýttur jarðhiti -Hér er mikill jarðhiti, hefur ekki hvarflað að ykkur að byggja gróðurhús ogfara út í ylrœkt? „ Það er vissulega dálítið langt í vinnuna hjá mér og jarðhitinn er hér fyrir hendi þannig að maður hugsar margt. Það er spuming um samstarf og síðan að fá peninga til að nýta jarðhitann. Hér er ég með yfir 20 sekúndulítra af 100 gráðu heitu vatni sem eingöngu er nýttur til upphitunar á tveimur bæjum. En ef við fæmm út í ylrækt þá yrði það sennilega grænmeti sem við myndum rækta frekar en blóm.“ -Hefur aldrei hvarflað aó ykkur að bregða búi ogflytja út á Akranes, eða nœr Norðuráli? „Nei, það verður ekki að sinni að minnsta kosti, maður verður að komast í sveitina. Þar að auki lít ég ekki á vinnuna hjá Norðuráli sem starf sem ég ætla að ljúka starfsferli mínum í, enda þótt ég kunni þar ágætlega við mig.“ Nauðsynleg samvinna. -Snúum okkur að sveitinni aftur. Hvernigferðu að með heyskapinn vinnandi vaktavinnu suður í Hvalfirði? „Við emm þrír í félagi um allar vélar og hjálpumst að við Alla tið á Hurðarbaki Gunnar er fæddur og uppalinn á Hurðarbaki en 1974 hóf hann félagsbúskap með foreldmm sín- um. Þau byggðu upp fjárhús og hlöðu á árunum 1976 og 1977 en íbúðarhús byggði Gunnar ásamt eiginkonu sinni Ásthildi Thor- steinsson árið 1980. Gunnar og Ásthildur tóku svo alfarið við búinu þegar foreldrar hans hættu búskap. -Hvernig var samsetningin á búinu þegar þú byrjaðir búskap með foreldrum þínum? „Það var hefðbundið blandað bú eins og flest bú vom á þeim tíma. Við vorum með 12 mjólkandi kýr í Qósi, sem var byggt upp úr aldamótunum. Við fengum fyrstu mjaltavélina sem kom hingað í sveitina. Þetta var merkilegt tæki þar sem fatan og mótorinn vom á sama vagninum sem keyrður var um fjósið þótt það væri ekki stórt. Þá vorum við með fjárhús fyrir 260 til 280 fjár. Árið 1976 veltum við því fyrir okkur hvað við ættum að gera og það varð ofan á að hætta mjólkurframleiðslu og fara yfir í sauðfjárbúskapinn. Þá byggðum við nýtt fjárhús og vomm með 350 ær þegar mest var. Um þetta leyti hættu foreldrar mínir búskap og við hjónin tókum við. Það vom margir sem fóm eins að, hættu mjólkurffamleiðslu og notuðu þá peninga sem fengust fyrir kýmar til að byggja upp fjárhús og fjölga ánum. Við veðjuðum á rangan hest. Hinir sem veðjuðu á mjólkurfram- leiðsluna og byggðu upp fjósin og fjölguðu kúnum em ofan á í dag.“ þeir eru báðir einyrkjar. Mig gmnar að ástandið sé svona víðar. Eins og mál standa nú fæ ég ekki séð að í nánustu framtíð geti menn lifað af sauðfjárrækt einni saman. Þetta kerfi sem við lifúm við bindur okkur í báða skó. Það er slátrað á haustin og þá um leið er verðið á lambakjötinu ákveðið og gildir í eitt ár. Þeir sem ffamleiða hvíta kjötið geta slátrað vikulega og ákveðið verðið eftir þörfúm. Þetta gengur ekki upp fyrir sauð- fjárbændur. Við emm ekki sam- keppnishæfir. Maður heyrir sauð- fjárbændur æ offar velta því fyrir sér af hverju þeir standi eiginlega í M Þegar ullin dugöi fyrir áburfii! Mælt af munni fram Þegar myrkrið er svart Þeir voru að koma úr veiðitúr ofan af Arnarvatnsheiði fýrir mörgum árum, Eövarð Sigurðsson fyrrverandi formaður Dagsbrúnar, Halldór Jakobsson í Borgarfelli, Maríus Sölvason frá Sauðárkróki og Helgi Hóseasson prentari (ekki mót- mælandi) Á leiöinni niður af heiðinni bilaði jeppi þeirra, Willys '47. Það var komið myrkur og urðu þeir því að blða morguns. Þaö fór illa um flóra I þessum litla bíl og þeir sváfu lítið. Um nóttina orti Helgi Hóseasson þetta Ijóð: Þegar myrkrið er svart stígur hugurinn hæst I hamstola gimd til kvenna. Æðir um sléttur úthöf og lönd og akra sem logandi brenna. Ég sé rekkjutjöld lyftast og sængum svipt og silkið af búknum renna. Hver hneykslast þótt tryll’ann hin holdlega gimd sem er hæstvirtum Drottni að kenna. Undarlegur er andskotinn Sigurður Sigurðarson dýralæknir sendi þetta eitt sinn inn á Leirinn. „Ég man eftir einni limru eftir hneykslisprest að austan, Grím Bessason, sem bjó að ég held bæði á Hjaltastað og Eiðum. Ekki man ég í bili hvenær. Biskup fann að þvl við hann hve orðljótur hann var og baö hann beita skáldskap slnum að almættinu og afrekum þess eða útlistun á illverkum þess gamla. Grlmur kvað þá lirnru:" Undariegur var andskotinn, er hann hljóp I svínstötrin. Öllum saman stakk hann ofan fyrir bakkann. Helvískur hundurinn. Kviðurinn er þandari Hjálmar Freysteinsson sagði á Leimum: „Vlsindarannsóknir hafa sýnt að konur á Akureyri er betur aldar en kynsystur þeirra I Hafnar- firði, bæði þyngri og gildari um miðjuna. Þið hafið væntanlega heyrt eða séð um þetta fjallaö I fjölmiðlum. Þetta er auðvitað mikiö alvörumál. Þá varð til þessi staka:“ Okkar konur klló fleiri bera og kviðurinn er þandari. Ég held að þetta hljóti nú að vera Hafnarijarðarbrandari. Blá höndin blessi þig Séra Hjálmar Jónsson dómkirkju- prestur var I heimsókn hjá vini sínum Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, fyrir skömmu. Þegar hann kvaddi skildi hann eftir þessa vlsu: Leiði þig um lífsins stig leiftur snöggur hvinur. Bláa höndin blessi þig f bak og fyrir vinur. Spinnur lopann Jóhannes Sigfússon, hagyröingur og bóndi á Gunnarsstöðum I Þistilfirði, hlustaði á Pál Pétursson, félags- málaráöherra, á fjármálaráðstefnu hjá Sambandi sveitarfélaga fyrir nokkru. Þar ræddi Páll um hús- næðislánakerfið og talaöi um allar þær úrbætur og öll þau viðbótarián sem búið væri að finna upp. Þá varð til þessi vísa: Ekki er Páll á speki spar. Spinnur lopann hér og þar. Að greiöa lán með láni var löngum hagstjóm Framsóknar. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.