Bændablaðið - 10.12.2002, Side 24

Bændablaðið - 10.12.2002, Side 24
24 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 10. desember 2002 Korn - VaMroddur í íslonskum landbúnaOi Kornrækt nútímans hér á landi hófst þegar Klemenz Kristjánsson hóf tilraunir í Reykjavík 1923 og á Sáms- stöðum í Fljótshlíð frá 1927. Komrækt hans gekk vel, enda var árferði gott. Komrækt var reynd af alvöru og með viðunandi árangri í öllum landshlutum. Mest umsvif urðu um og eftir 1960 á Fljótsdalshéraði og á Rangárvöllum. Á þessum árum kom Bjöm Sigurbjömsson á Rannsóknastofnun landbúnaðarins til liðs við komræktina með tilraunum og kynbótastarfi. Margir bændur hófu komrækt og ætla má að korni hafi þá verið sáð í 300-400 ha á ári þegar best lét. Afturkippur kom í komræktina með kalárunum um miðjan sjöunda áratuginn. Fram til 1980 var kom aðeins ræktað á Sámsstöðum og á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en þar hefur lengst verið samfelld ræktun á byggi á íslandi á síðari tímum. Árið 1981 hófu svo bændur í Austur-Landeyjum komrækt með félagseign á vélum og tækjum. Síðan hefur komrækt aukist með ári hverju. Haustið 2002 var bygg skorið af um 2400 ha. Komræktar- bændur voru þá rúmlega 300 talsins í öllum landsQórðungum. Ætlað er að heildaruppskeran hafí verið tæp 7000 tonn af þurru komi, eða um 10% af því kolvetnafóðri sem notað er hérlendis. Vissulega var árferði þokkalegt. Þyngra vegur þó þekking sem aflað hefur verið með rannsóknum og reynslu ásamt framförum í tækni og kynbótum. Aukinn ræktunaráhugi hefur haldist í hendur við öflugt rannsókna- og þróunarstarf á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þorsteinn Tómasson hóf kynbætur á komi og tilraunir í komrækt að nýju árið 1976 en Jónatan Hermannson, tilraunastjóri á Korpu, hefur stýrt því starfí síðustu 12 árin. Fyrsta íslenska yrkið, Skegla, hefúr verið samþykkt samkvæmt alþjóðlegu vottunarkerfi og sett á markað og mörg yrki eru á leiðinni og lofa góðu. Magnús Finnbogason, bóndi á Lágafelli, var ffumkvöðull að komrækt á félagslegum gmnni í heimasveit sinni upp úr 1980. Þá þegar komst á mjög náið og gott samstarf sérfræðinga RALA og bænda um áherslur í uppbyggingu komræktarinnar og útfærslu á tilraunastarfmu. Hefur það samstarf skipt sköpum fyrir árangur rannsóknarstarfsins og hagnýtingu þeirrar þekkingar sem náðst hefur. Náið samstarf við sænska plöntukynbótafyrirtækið Svalöf Weibull og íslenska sáðvöruinnflytjendur hefur og verið happadrjúgt. Þann 8. nóvember sl. setti Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri og núverandi formaður Sambands kombænda, fjölsóttan aðalfund félagsins í húsakynnum RALA á Keldnaholti. í tengslum við aðalfundinn stóðu félagið og stofnunin fyrir faglegri dagskrá með fjórum erindum þar sem gerð var grein fyrir stöðu og horfum í greininni og þeim framtíðarmöguleikum sem standa íslenskum landbúnaði til boða á þessu sviði. Sérstaka athygli vöktu möguleikar sem felast í beitingu erfðatækninnar. Þar er á ferðinni fyrirtækið ORF-Líftækni sem starfar í húsakynnum RALA og á uppmna sinn í starfsemi stofnunarinnar á þessu sviði. Gangi stórhuga áætlanir fyrirtækisins eftir mun komrækt stóreflast og verða undirstaða öflugs lyfjaiðnaðar á íslandi. Erföabætt bygg verður notað til að framleiða verðmæt lífefni. í þessu felst einn athyglisverðasti þróunarmöguleiki sem íslenskur Iandbúnaður á kost á nú um stundir. Æim að geta ræktað allt fðOurhorn sem við þurfum með lagni ng útsjðnarsemi - segir Jfinatan Hermannssnn hjfi RALA „Sem kornræktarland er Island engu öðru landi líkt og þess vegna höfum við ekki nema að takmörkuðu leyti getað byggt kornrækt okkar á reynslu annarra þjóða. Erfiðleikar okkar mótast til dæmis af veðurfarinu. Hér eru sumur svöl miðað við önnur kornræktarlönd og hvassviðri að hausti meira en annars staðar gerist,“ segir Jónatan Hermansson, sérfræðingur á jarðræktarsviði Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. „Kornrækt er nánast nýtt fyrirbæri í íslenskum land- búnaði en íslenskir bændur hafa verið að ná tökum á henni smátt og smátt. Á siðustu tiu árum hafa kornakrar á landinu tífaldast að flatarmáli. Hver hektari gefur af sér um 3,5 tonn af þurru korni og því lætur nærri að við ræktum nú um 7.000 tonn af korni innanlands. Korn er ræktað í öllum landshlutum, þótt ekki sé hægt að rækta það á hverjum bæ,“ segir Jónatan. Sumarið á íslandi er svalt og að sögn Jónatans má það ekki kaldara vera til þess að korn nái að þroskast. „Bygg er eina korntegundin sem hægt er að rækta hér að einhverju gagni, hafrar og hveiti eru of seinþroska. Bygg er að langmestu leyti ræktað til fóðurs fyrir kýr, svín og alifugla. Einungis örlítið af íslensku byggi hefur verið notað til manneldis, og þá til íblöndunar í brauð og morgunkornsblöndur.“ Jónatan segir að árlega séu notuð til fóðurs hér á landi um það bil 70 þúsund tonn af byggi og öðrum korntegundum. „Við ræktum ekki nema um 10% af því korni sem við notum nú sem stendur. En við ættum að geta ræktað það allt hér á landi með lagni og útsjónarsemi. Kornræktina má semsé tífalda frá því sem nú er. Nú er markaður fyrir framleiðslu- vörur landbúnaðarins mettaður og ekki þýðir að bæta afkomuna með því að auka framleiðsluna. Kornræktin er því nánast eini möguleikinn fyrir bændur til að auka tekjur af búum sínum og það gera þeir með því að rækta sitt eigið kjarnfóður í staðinn fyrir að kaupa það frá útlöndum. Hluta af því fé sem þeir notuðu áður til að kaupa korn frá útlöndum nota þeir nú til að greiða sjálfum sér laun við kornræktina.“ Rannsóknastofnun land- búnaðarins hefur unnið að rannsóknum á kornrækt um langt skeið í góðri samvinnu við bændur. Mörg vandamál sem tengjast sérstöðu landsins hafa verið leyst. „Við höfum meðal annars lagt kapp á kynbæta bygg og búa til yrki sem henta íslensku veðurfari. Og ekki dugir eitt yrki því aðstæður á landinu eru margbreytilegar. íslenskt bygg verður þó allt að vera fljótþroska og umfram allt vindþolið. Það sem Island hefur til síns ágætis sem kornræktar- land er öðru fremur jarð- vegurinn. Islenskur jarðvegur er að vísu margs konar, en gnótt er hér af frjósamri og góðri mold svo að ekki gerist hún betri í öðrum löndum,“ segir Jónatan og bætir við: „Til þessa höfum við ekki nýtt nema um 8% af því landi sem er ræktanlegt á láglendi. Hinn hlutinn, 92%, er ónýtt auðlind og hún verður að vera tiltæk fyrir afkomendur okkar.“ Erfðabætt íslenskt bygg gæli orðið undMIa iugs lyflaiðnaðar fi íslandi -segir Júlíus 6. Krisflnsson hjfi ORF Uftækni Id Kynning á framtíðaráformum ORF-Líftækni hf. hefur vakið mikla athygli enda um byltingarkennt verkefni í íslenskum landbúnaði að ræða. Fyrirtækið hefur framleitt fyrstu erfðabættu nytjaplöntuna hérlendis. Það var erfðabætt bygg og var plantan afhent Þorsteini Tómassyni, stjórnarformanni fyrirtækisins og forstjóra RALA, á fundinum þann 8. nóvember sl. „Mjög fáar rannsóknastofúr í heiminum ráða yfir tækni og kunnáttu til að erföabæta bygg. Tilgangurinn með staríi okkar er að ffamleiða i stórum stíl sérvirk, verðmæt prótein af ýmsum gerðum í fræi byggsins. Einkum er ætlunin að framleiða efni til lyfjagerðar. Einnig kemur til greina iðnaðar- framleiðsla af ýmsu tagi,“ segir Júlíus B. Kristinsson, ffarn- kvæmdastjóri ORF Líftækni hf. „Þetta byijaði eiginlega út frá komræktinni sem stunduð hefúr verið hérlendis um áratuga skeið og þeim tilraunum sem Rannsókna- stofhun landbúnaðarins hefúr unnið að á því sviði,“ segir Júlíus þegar hann greinir frá fyrstu skrefúnum. „í kringum 1998 var ákveðið að efla rannsóknir á plöntulíftækni á RALA í samvinnu við Iðntækni- stofhun. Sameindalífífæðingamir Dr. Einar Mantylá og Dr. Bjöm Örvar vom ráðnir til starfa og fljótlega kviknaði hjá þeim hugmynd um sameindaræktun í plöntum. Árið 2000 fór ég að þróa viðskiptahugmyndina með þeim og í kjölfarið var ákveðið að stofna fyrirtæki um hana. Líftækni- starfsemin fluttist svo yfir í ORF Líftækni hf. í mars á þessu ári. Tekist hefúr að leysa tvær helstu hindranimar í tækniþróuninni og er erfíðasti hjallann í henni þá að baki,“ segir Júlíus. „Vefjaræktun og erföabætur á byggi em ekki einfalt mál,“ segja þeir Bjöm Örvar og Einar Mántyla, „en eftir mikla þróunarvinnu hefúr tekist að nýta byggplöntuna sem hýsil fyrir ákveðið prótein til að unnt sé að fjöldaffamleiða það. Finna þurffi leið til þess að breyta viðkomandi geni á þann veg að plantan geti skilið hvemig það starfar, flytja það með svokallaðri genaferju í eins konar stofhffumu í kími byggsins sem síðan var fjölgað með vefjaræktun. Þessu ferli lauk svo með því að búin var til planta úr vefjaræktuninni sem er fær um að ffamleiða viðkomandi prótein í ffæinu. Lokaafúrðin, hvort sem um er að ræða lyfjaprótein eða iðnaðarprótein, verður ný afúrð þekkingariðnaðar og íslensks landbúnaðar.“ Nær ótæmandi land er til ráðstöfúnar á íslandi fyrir ræktun á erföabættu byggi með heföbundnum ræktunar- og uppskemaðferðum því Júlíus bendir á að ORFi nægi einungis lítill hluti þess lands sem hentar fyrir ræktun byggs. „Sérvirku próteinin verða ffamleidd og geymd í byggfræinu. Fræ em náttúmlegar geymslur fyrir prótein og þau em því vel varin gegn niðurbroti. Slíku er ekki til að dreifa ef próteinin væm ffamleidd í öðmm hlutum plöntunnar eða í annars konar ffamleiðslukerfúm. Eftir að komið hefúr verið skorið og þreskt að hausti verður það sett í komgeymslur og tekið þaðan til ffekari vinnslu í prótein- hreinsiverksmiðjum allt árið. Þar em sérvirku próteinin einangmð úr bygginu og hreinsuð með lífefhaffæðilegum aðferðum. Áætlað er að fleiri en ein slík verksmiðja rísi á landinu og verða þær reistar nærri helstu komræktar- svæðum. Þetta þýðir að gangi áætlanir ORF eftir, muni m.a. frumlyfjaframleiðsla og úrvinnsla eiga sér stað á landsbyggðinni," segir Júlíus. Júlíus segir að ffamleiðsla próteina í byggplöntum sé áhugaverð af ýmsum ástæðum. „Þama verður unnt að ffamleiða mikil verðmæti með komrækt. Það gefúr bændum nýja möguleika á tekjuöflun, aðra möguleika en að ffamleiða kjöt eða önnur matvæli sem þeir fá oft ekki nógu hátt verð fyrir. Framleiðslukostnaður próteins á þennan hátt er mun lægri en unnt er að ná í gróðurhúsi eða með ffamleiðslu á heföbundinn hátt. Með því að ffamleiða það í plöntu verður engin hætta á smiti yfir í dýraríkið eða í menn. Hægt verður að ffamleiða ýmsar gerðir af próteinum og því gæti einn bóndi ræktað kom til að ffamleiða ákveðið prótein og næsti bóndi framleitt annað prótein.“

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.