Bændablaðið - 10.12.2002, Qupperneq 34

Bændablaðið - 10.12.2002, Qupperneq 34
34 BÆNDABLAÐIÐ Þriójudagur 10. desember 2002 > Ráðstefnan Hrossarækt 2002: Hrossarsekt ð vaxandi vin- sælúum að fagna Ráðstefnan Hrossarækt 2002 var haldin á Hótel Sögu föstu- daginn 22. nóvember sl. Agúst Sigurðsson hrossaræktarráðu- nautur sagði að þetta væri í annað sinn sem ráðstefna með þessu formi væri haldin en áður hefðu verið haldnir svokallaðir samráðsfundir. Hann segir að þeir fundir hafi ekki verið mjög vel sóttir en aftur á móti hafi ráðstefnurnar báðar verið vel sóttar og sýnu fleiri í ár en í fyrra. A ráðstefnunni nú, eins og í fyrra, voru fengnir íyrirlesarar til að fjalla um það sem efst er á baugi í hrossaræktinni. Fjórir fyrirlestrar Að þessu sinni voru fyrir- lesaramir fjórir. Dr. Ágúst Sig- urðsson fór yfir útkomu ársins og hvemig hrossastofninn stendur, eða eins og hann orðaði það, stiklaði á stóru um þessi mál. Herdís Reynisdóttir, búfræði- kandídat frá Hvanneyri, fjallaði um mælingar á hrossum í stað dóma. Dr. Sigríður Bjömsdóttir fjallaði um fótasjúkdóminn spatt og hvort hægt væri að rækta hann út. Loks hélt dr. Þorvaldur Áma- son, kynbótafræðingur sem starfar í Svíþjóð og er mikill áhugamaður um hrossarækt, fyrirlestur. Hann var fenginn til að halda fyrirlestur vegna þess að hann tengist sem leiðbeinandi báðum þeim verk- efnum sem Sigríður og Herdís Qölluðu um. Ágúst segir að þeir sem sækja ráðstefnumar séu jafnt atvinnu- menn og áhugafólk um hrossa- rækt, sérstaklega þó fólk sem sé sjálft að rækta hross. Mikið komi af námsfólki frá Hólum og Hvann- eyri, en einnig kennarar, leið- beinendur, dýralæknar og annað fagfólk úr hestageiranum. Vakning í hrossarœkt „Það er greinilega mikill og vaxandi áhugi á hrossarækt í landinu. Hestamennskan er mjög víðfeðm. Hún er tómstundagaman mikils Qölda fólks yfir veturinn. Yfir sumarið notar fólk síðan hestana til að ferðast um landið. Þá er það keppnisíþróttin og loks hrossaræktin sem snýst um að rækta upp betri gripi á morgun en til em í dag. Á þeim þætti hefur áhugi manna vaxið gríðarlega mikið. Þessu til sönnunar má nefna Landsmót hestámanna sem nú er haldið á tveggja ára ffesti. Þangað mætir allt áhugafólk um hesta- mennsku. Það var gerð skoðana- könnun meðal gesta á Lands- mótinu í sumar er leið og spurt hvað það væri sem drægi fólk á mótið. I ljós kom að rétt um 50% sögðu það vera kynbótahrossin. Þetta hefúr breyst mjög mikið ffá því fyrir svo sem eins og 20 árum. Þá voru það bara tiltölulega fáir sérvitringar sem komu til að fylgjast með kynbótahrossunum,“ sagði Ágúst. Varðandi hrossaræktina segir hann að þar sé bæði um að ræða fólk með atvinnu í huga og einnig marga sem stunda hana sér til ánægju og sem sitt aðaláhugamál. Viðurkenningar Á ráðstefnunni voru veittar viðurkenningar. Annars vegar voru það þeir sem tilnefndir voru til ræktunarverðlauna ársins og hins vegar þeir sem stóðust kröfúr gæðakerfis BÍ sem tekur á ræktun- arbókhaldi, landnýtingu og um- hirðu. Viðurkenningu fyrir gæða- stjómun í hrossarækt samkvæmt gæðakerfí Bændasamtaka íslands árið 2001 og 2002 hlutu: Hóla- skóli, Bjami Maronsson á Ásgeirs- brekku, Haraldur og Jóhanna á Hrafnkelsstöðum 1, Guðrún Bjamadóttir á Þóreyjamúpi, Jón Gíslason á Hofi, Ingimar Ingimarsson á Ytra Skörðugili, Keldudalsbúið I Keldudal, Friðrik Böðvarsson á Stóra-Ósi, Þórólfúr og Ánna á Hjaltastöðum, Haraldur Þór Jóhannsson á Enni, Þór Ingvarsson á Bakka, Þorsteinn Hólm Stefánsson á Jarðbrú, Guð- rún Fjeldsted á Ölvaldsstöðum 4, Sigbjöm Bjömsson á Lundum II, Júlíus G. Ántonsson á Auðunnar- stöðum, Elías Guðmundsson á Stóru-Ásgeirsá, Hróðmar og Jón Hjörleifssynir á Kimbastöðum og Þingeyrarbúið á Þingeyrum. Fulltrúar þeirra hrossaræktarbúa sem voru tilnefnd til ræktunar- verölauna ársins. Einn af árvissum stórviöburðum í hrossaræktinni er útnefning á ræktunarbúi ársins, sem er heiöursviðurkenning Bænda- samtaka íslands. Valið fer þannig fram að á grunni kynbótadóma og sýninga ársins tilnefnir fagráð í hrossarækt þá hrossaræktendur sem þótt hafa skara fram úr á árinu. Tilnefningar til ræktunarverðlauna ársins 2002 (búin eru í stafrófsröð): Auðsholtshjáleiga, Gunnar og Kristbjörg, Fet, Brynjar Vilmundarson, Hólar í Hjaltadal, Hólaskóli, Kálfholt, Jónas Jónsson og fjsk, Kirkjubær, Ágúst Sigurðsson og fjsk., Miðsitja, Jóhann og Sólveig, Húsavík, Gísli Haraldsson, Hvoli, Ólafur og Margrét, Síða, Viðar Jónsson og fjsk., Þóroddsstaðir, Bjarni Þorkelsson og fjsk., Þúfa, Indriði Ólafsson og fjsk. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri: ÁimgjulBgt gœla- stýrlngirverkefni Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sagði í samtali við tíðindamann Bænda- blaðsins að það væri mikil ánægja af hálfu Landgræðslunnar með það sam- starf sem tekist hefur milli hennar, Fag- ráðs í hrossarækt og hrossaræktenda varðandi gæðastýringu í hrossarækt og að hestamennirnir eigi mikinn heiður skilinn fyrir frumkvæði sitt. „Við tókum þátt í þessu verkefni frá upphafi á þeim forsendum að við vildum aðstoða við að þróa úttektarferli er varðaði landnýt- inguna, þótt ljóst sé að það er ekki hlut- verk Landgræðslu ríkisins samkvæmt lögum að stunda slík vottunarstörf. En við vildum aðstoða við að koma þessu merka verkefni af stað og höldum því áfram þangað til aðrir hæfari taka við,“ segir Sveinn. Hann segir að þetta hafi tekist ákaflega vel. Það eina sem skyggi á sé að Land- græðslan hefði viljað sjá fleiri þátttakendur en þeim sé þó jafnt og þétt að fjölga um allt land og nú séu að koma inn í þetta fleiri þekktir aðilar sem standa í ffemstu röð hrossaræktenda. Einnig verði að hafa í huga að hér sé um langtímaverkefni að ræða. „Eg trúi því að hrossaræktendur njóti góðs af þessu markaðslega. Ef ekki nú þegar þá áreiðanlega á komandi misserum, bæði innanlands og sérstaklega varðandi útflutn- inginn. Ég er ekki í nokkrum vafa um það. En þó þetta hafi gengið hnökralaust að mestu hafa ekki allir fengið viðurkenningu. Aðrir hafa fengið viðurkenningu með ákveðnum ábendingum og svo eru þeir sem hafa fengið viðurkenningu athugasemda- laust. Ég tek eftir því að þetta hefúr vakið töluverða athygli og enda þótt ailtaf séu einhverjir sem segjast ekkert þurfa á þessu að halda þá veit ég til þess að margir þeirra hafa litið í eigin rann eftir að hafa skoðað verkefnið," segir Sveinn. Hann segir að náðst hafi mikill árangur í almennu samstarfi við hrossabændur og landeigendur þar sem úrbóta var þörf vegna hrossabeitar og sem betur fer hefúr ástandið víða lagast. Menn dreifi beitarálaginu betur, margir hafi fækkað óþarfa hrossum og gæti betur að meðferð landsins, t.d. þegar þeir eru með þröng hólf fyrir reiðhross. Sveinn segir að enda þótt ástandið hafi batnað séu alltof mörg dæmi um að menn hafi ekki náð viðunandi árangri. Það séu enn of margar jarðir og hrossabeitarhólf þar sem beitarálag er langt umfram það sem skynsamlegt og hóflegt geti talist. Áð lokum sagði Sveinn að þrátt fyrir að margir þyrftu enn að bæta sína landnýtingu væri full ástæða til að fagna þeirri jákvæðu þróun sem í gangi væri í Íandnýtingarmálum hestamanna.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.