Bændablaðið - 10.12.2002, Page 31

Bændablaðið - 10.12.2002, Page 31
Þriðjudagur 10. desember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 31 Meðfylgjandi Ijósmyndir eru teknar í Sunnuhiíð, dvalarheimili aldraðra I Kópavogi. munandi eftir því hvort bæði hjón fá lífeyrisgreiðslur eða einungis annað þeirra •Tekjutrygging fellur fyrr niður hjá ellilífeyrisþegum en örorkulíf- eyrisþegum •Aðeins 60% atvinnutekna öiyrkja eru lagðar til grundvallar útreikningi tekjutryggingar. •Tekjutiygging lífeyrisþega sem eiga maka er reiknuð í tvennu lagi. Nú er það svo að þetta getur verið nokkuð flókið, einkum þegar hjón eiga í hlut. Réttur einstak- linga, og þá einkum húsmæðra, sem hafa lítinn eða engan lífeyris- sjóð hefur verið fyrir borð borinn í okkar þjóðfélagi. Sérstaklega ef þær hafa helgað sig uppeldi bama sinna en ekki látið stofiianir sjá um slíka hluti. Nokkur bragabót hefúr verið gerð á þessu.Víkjum nánar að tekjutryggingunni. I megin- atriðum gilda tvær reglur. Annars vegar helmingareglan þegar tekjur hjóna eru lagðar saman og deilt með tveimur og hins vegar ein- staklingsreglan ef hún er hag- stæðari. Víkjum fyrst að helminga- reglunni. Hér er gert ráð fyrir góðu samlyndi hjóna. Tekjur hjóna eru lagðar saman, þó undanskildar greiðslur ffá Tryggingastofnun, og deilt með tveimur. Ef tekjur em undir 37.742 kr.á mánuði fær við- komandi einstaklingur óskerta tekjutryggingu en skerðist um 45% af tekjum þar til þær falla niður við 117.491 kr. tekjumarkið. Með öðmm orðum þá er tekjutrygging ekki greidd til hjóna sem hafa sam- eiginlega 234.982 kr. í mánaðar- tekjur. A þessu er þó ein undan- telöiing og þá kemur að ein- staklingsreglunni. Víkjum nú að einstaklings- reglunni í hjónabandi. Þar gildir sú regla að tekjutrygging er að lág- marki 29.403 kr. hjá tekjulausum einstaklingi. Tekjur maka hafa ekki áhrif til lækkunar á þessari lágmarksupphæð. Ef hins vegar viðkomandi einstaklingur hefúr tekjur lækkar þessi upphæð. 2/3 af tekjur hans skerða þessa upphæð. Tekjutrygging fellur þar með alveg niður ef viðkomandi einstaklingur er með 44.104 kr, á mánuði. Segjum sem svo að viðkomandi einstaklingur hafi 30.000 kr. á mánuði frá lífeyrissjóði sínum, þá skerðist þessi upphæð um 2/3 eða 20.000 kr. og tekjutryggingin yrði þá 9.403 kr. Þannig er gólf á tekjutrygg- ingunni, eða lágmarksgreiðsla 29.403 kr. Aðeins tekjur viðkom- andi einstaklings skerða þessa lág- markstekjutiyggingu eins og áður segir. Tekjutiyggingarauki: Tekjutryggingarauki er greiðsluflokkur til tekjulágra ein- staklinga. Einhleypingar sem eru með heimilisuppbót geta mest fengið 15.257 kr. á mánuði í tekju- tryggingarauka en hjón og sam- býlingar geta mest fengið 11.445 kr. á mánuði. Allar tekjur aðrar en greiðslur almannatrygginga og félagsleg aðstoð sveitarfélaga skerða tekjutryggingarauka um 67% og er helmingur samanlagðra tekna hjóna og sambúðarfólks lagður til grundvallar. Þegar sótt er um tekjutryggingu fylgir tekju- tryggingarauki sjálfkrafa með til tekjulágra einstaklinga. Tekjutiygging /tekju- tryggingarauki fellur niður Ef lífeyrisþegi dvelst lengur en mánuð samfellt á stofnun eða vist- heimili sem er á föstum íjárlögum eða þar sem sjúkratryggingar greiða fyrir hann fellur lífeyrir hans niður ef vistin hefur verið lengri en fjórir mánuðir undan- fama 24 mánuði og samfelld 30 síðustu dagana. Greiðslur hefjast aftur við útskrift af sjúkra- húsi/stofhun ffá og með útskriftar- mánuði. Heimilisuppbót Heimilisuppbót er greiðslu- flokkur sem er ætlaður til að koma til móts við tekjulága ellilífeyris- þega sem eru einir um heimilis- rekstur. Heimilisuppbót er reiknuð út frá tekjutryggingu og er tæplega helmingi lægri. Nánar tiltekið er heimilisuppbót 47,81% af tekju- tryggingu. Uppbót á lífeyri Heimilt er að greiða frekari uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að ellilífeyrisþegi geti ekki ffamfleytt sér án þess og við mat á því er tekið tillit til eigna og tekna líf- eyrisþega. Maka- og umönnunarbætur er heimilt að greiða við sérstakar aðstæður. Þær eru greiddar til þeirra er halda heimili með elli- eða örorkulífeyrisþega. Okutækjasfyrkur (bensín- sfyrkur) og fleiri bifreiðahlunn- indi Þeir sem fá ellilífeyri, örorku- lífeyri eða örorkustyrk og sannan- lega þurfa á biffeið að halda vegna eigin hreyfihömlunar geta átt rétt á biffeiðahlunnindum. Þau felast í bensínstyrk, niðurfellingu bifreiða- gjalda og styrk eða láni til bif- reiðakaupa. Sækja þarf um þessa styrki eins og gildir um flestar greiðslur ffá Tryggingarstofnun. Foreldrar eða ffamfærendur fatlaðra og langveikra bama geta átt sömu réttindi. Ymis önnur réttindi geta verið fyrir hendi innan almanna- tryggingakerfisins, t.d. úr sjúkra- tiyggingahluta þess, sem vert er að kynna sér. Þar á meðal má nefna: Tannlækningar Læknishjálp Sjúkra-, iðju- og talþjálfun. Undirritað hefúr verið sam- komulag ríkisstjómaarinnar og Landsambands eldri borgara. Ákvörðun ríkisstjómarinnar um hækkun tekjutryggingar og tekju- tryggingarauka verður hrint í ffam- kvæmd með reglugerð, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra undirritaði 22. nóvember s.l. Helstu breytingamar em að 1. janúar 2003 hækkar tekjutrygging um 3.028 kr. og tekjutrygginga- auki um 2.255 kr. Auk þess hækka þessir liðir hvor um sig um 2.000 krónur 1. janúar 2004. Skerðing- arhlutfall tekjutryggingarauka fer úr 67% í 45% af öðrum tekjum en ffáTR. Jafnffamt þessu munu allar greiðlur almannatrygginga hækka um 3,2% ffá og með 1. janúar 2003.Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar skal bent á Handbók Tryggingastofnunar eða skoða heimasíðu Tryggingastofnunar www.tr.is, sem er aðalheimild við skrif þessarar greinar Sé eitthvað missagt í þessum skrifum skal hafa það sem sannara reynist. Ketill A. Hannesson Ráógjafi á hagfrceðisviói LflNDSTDLPI 1Wl Fjós eru okkar fag • Weelink fóðrunarkerfi Vimiuléítir og vinnuspamaður. Vinnuþörf er l ,5 - 2,0 klst á viku við að fóðra 60 kýr. Nýjung! PropyDos Súrdoðabrjóturinn PropyDos er búnaður á kjamfóðurbása, sem blandar sjálfvirkt Propylene glycol saman við kjamfóðrið. Eykur nyt ogbætir heilsufar. ■ Landstólpi ehf. ■ a Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson ■ s: 4370023/8694275 s: 4865656 / 8989190 m ....................... Nýjung! - Eftirlitsmyndavélar Fullkomnar eftirlitsmyndavélar til að nota í gripahúsum. Ath! Þráðlaus sending á milli húsa (allt að 2 km) - ekki börf á kapli. Kjarnfóðurgjafar fyrir kálfa. Verðið kemur á óvart. ametrac STALINRICHTING Zeus Beton B. V. Kjarnfóðurbásar frá Urban Nýjung! Gúmmímottur á rimlagólf Sérstakar gúmmímottur með rifum sem passa ofan á rimlagólf, t.d. trérimla. Eykur endingu bitanna, og bætir velferð gripanna. • Lnnréttingar frá Ametrac • Pasture Mat básadýnur og Poly pillow plastkoddinn frá Promat • Ráðgjöf og aðstoð við hönnun og breytingar á fjósum. Þekking og reynsla • Flórsköfukerfi frá Dairypower • Steinbitar frá Zeuz Beton

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.