Bændablaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 10. desember 2002 r Gleðilegjól. Oskum bœndum og búaliði hagsœldar á komandi ári. Landssamband kúabænda Fðlk notar ekki raf- magnstækin á réttao hátt r Oskum viðskiptamönnum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs M Lánasjóður landbúnaðarins Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Svínaræktarfélag íslands Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hag- sældar á komandi ári. Félag eggjaframleiðenda % Gleðileg jól, óskum bœndum og búaliði hagsœldar á komandi ári. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum samskiptin á árinu Lífeyrissjóður bænda Gleðileg jól Oskum bœndum og búaliði hagsœldar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. X Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Landssamtök sláturleyfishafa Arið 1997 voru Löggildingarstofan og Rafmagnseftirlit ríkisins lögð niður og ný stofnun, Löggildingarstofa, tók við hlutverki þeirra, nema hvað eftirlit er ekki á hennar vegum. Löggildingar- stofa hefur yfireftirlit með öllu rafmagnsöryggi í landinu en faggiltar skoðunarstofur skoða og senda síðan skýrslur til Löggildingarstofu og til eigenda þeirra raforkuvirkja og húsa sem skoðuð eru. Þetta gera þœr sam/cvœmt samningi við Löggildingar- stofu og samkvæmt skilgreindu verk- lagi sem hún ákveður. Þarna er um að rœða einkareknar faggiltar skoðunar- stofur. Ástæðan fyrir því að þessu var breytt var krafa stjórnvalda um að skilja stjórnsýslu rafmagnsöryggismála betur frá framkvœmdþeirra. Það gekk ekki upp að Löggildingarstofa setti reglurnar, skoðaði og vœri síðan dómari í eigin sök ef kvartað var. Deildir Löggildingarstofu eru faggildingarsvið, markaðsgœsludeild, mælifrœðideild og rafmagnsöryggis- deild sem er umfangsmesta deildin. Þar starfa nú 6 af 15 starfsmönnum stofnunarinnar. Jóltann Olafsson er deildarstjóri hennar. Eftirlit með rafmagnstœkjum Deildin hefiir eftirlit með lög- giltum rafverktökum sem eru um 500 talsins. Þeir þurfa að fá lög- gildingu hjá stofnuninni, ásamt því að koma sér upp gæðakerfi með eigin starfsemi. Allar rafveitur þurfa einnig að koma sér upp gæðakerfi og vera samþykktar í deildinni. Einnig hefur deildin eftirlit með öllum raffongum sem flutt eru til landsins. Tíðir brunar í sjónvarpstækjum, eldavélum og fleiri rafmagns- tækjum stafa að mati Jóhanns í flestum tilfellum af því að fólk notar tækin ekki rétt, slekkur ekki á þeim að notkun lokinni, tekur ekki straum af sjónvarpstækjum en slekkur einungis á þeim með fjarstýringu. Hann segir að þetta sé í raun vandamál á öllum Norður- löndunum. Rafbúnaði víða ábótavant i hesthúsum Jóhann segir að Löggildingar- stofa hafi ákveðið árið 1999 að láta kanna ástand raflagna í 107 hesthúsum um allt land. Að því loknu var gefin út skýrsla um niðurstöður. Þar kemur ffam að rafbúnaði í íslenskum hesthúsum er víða ábótavant. Sem dæmi má nefna að í nær öllum tilfellum var gerð athugasemd við töfluskápa, merkingar töflubúnaðar og spennu- jöfnun. I 74% tilfella var gerð athugasemd við tengla, í 69% til- fella við lampa, 60% tilfella við töflutaugar og í 56% tilfella við strengjalagnir. Eigendur þessara 107 hesthúsa fengu í hendur skýrslu um sín hús, en allir hesthúsaeigendur í landinu fengu skýrslu sem gefin var út með niðurstöðum skoðunarinnar. Þeim sem ekki var skoðað hjá kemur niðurstaðan við vegna þess að helstu athugasemdimar komu Jóhann Ólafsson. fram í öllum húsunum sem skoðuð voru og því má leiða getum að því að ástandið sé eins í öllum hest- húsum landsins. Síðan er það á ábyrgð eigenda húsanna hvort þeir láta yfirfara raflagnir sinna húsa eða ekki. Jóhann segir að við slíka könnun sé um að ræða úrtak um allt land og er þá bæði um gömul og ný hús að ræða. Þama var um að ræða hesthús en síðustu tvö árin hefur Löggildingarstofa látið athuga á fjórða hundrað sveitabýli. Þá er um að ræða íbúðarhús, hlöð- ur, fjárhús, fjós o.þ.h. Þessari skoðun er lokið og verið er að vinna skýrslu um hana. Jóhann segir að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir en fljótt á litið sýnist sér að ástandið sé ekki nógu gott. Smávirkjanir Varðandi smávirkjanir var á síðasta ári skipuð samstarfsnefhd Löggildingarstofu, RARIK og Samtaka raforkubænda til að kanna hvort og þá með hvaða hætti hægt væri að tala um samrekstur dreifí- kerfis RARIK og smávirkjana hjá bændum. Nefndin lagði ffam tillögur og koma þær ffam í skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, „Raforkubændur, hagkvæmni, tækni og möguleikar." í kjölfar skýrslunnar samdi rafmagns- öryggisdeild leiðbeiningar um spennusamsetningu smávirkjana. „Við miðum við að raforku- virki með rafala allt að 300 kVA, sem notaður er til að framleiða raf- orku, sé smávirkjun. Veitur sem eru 300 kVA eða stærri eru orðnar svo umfangsmiklar að við lítum á þær sem hverja aðra rafveitu. Þá þurfa þeir sem ætla að koma sér upp slíkum veitum að vera með gæðakerfi eins og rafveitur. En fyrir smávirkjanir gerum við ekki jafnmiklar kröfur. Það þarf þó að vera ljóst hver ber ábyrgð á virkjuninni, hvemig aðgengi að henni sé og hver sjái um rekstur, viðhald o.þ.h. Það er visst skipulag sem menn þurfa að fara í gegnum og eigendur þurfa að láta faggiltar skoðunarstoffir athuga stöðvamar áður en þær eru teknar í notkun. Allt þetta þarf að vera í lagi áður en menn fá leyfi til að tengjast dreifikerflnu," segir Jóhann. Löggildingarstofa stendur fyrir mikilli útgáfustarfsemi á skýrslum og margs konar upplýsinga- bæklingum varðandi raftnagn, raf- magnstæki, rafmagnsöryggi og fleira. Jóhann segir að Lög- gildingarstofa beiti úrtaksskoðun- um og komi síðan öllum upplýs- ingum á ffamfæri við almenning með því að gefa út slíka bæklinga. Þingmennirnir ísólfur Gylfi Pájmason, Ólafur Örn Haraldsson, Hjálmar Árnason og Magnús Stefánsson hafa lagt fram þings- ályktunartillögu þar sem lagt er til að komið verði á fót vinnuhópi sérfræðinga sem kanni áhrif fyrir sjáanlegra breytinga á aldurs- samsetningu þjóðarinnar eftir árið 2010 á eftirlauna- og lífeyris mál og á heilbrigðiskerfið. Nefndin skili áliti innan árs. í greinargerð með tillögunni segir m.a. „Frá árinu 1970 til 1995 Qölgaði ísiendingum 65 ára og eldri úr 5,9% þjóðarinnar í 11,3%. í spá, sem gerð hefur verið um hlutfall þessa aldurshóps til ársins 2030, kemur fram að veru leg fjölgun verður frá árinu 2010 og árið 2030 verður þetta hlutfall orðið 19%. Þessi fjölgun hefur miklar þjóðfélagsbreytingar í för með sér. Ætla má að kostnaður heilbrigðiskerflsins aukist verulega og útgjöld vegna eftirlauna og lífeyris hækki umtalsvert. Þá fækkar mjög í hópi vinnandi fólks. Af þessum sökum hafa viða á Vesturlöndum verið gerðar miklar rannsóknir á þeim breytingum á aldursskiptingu sem eru fyrir- sjáanlegar næstu áratugi og stafa af því að sífellt fleiri ná háum aldri, m.a. vegna framfara í læknisfræði og betri aðbúnaðar, og ber að sjálfsögðu að gleðjast yflr því.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.