Bændablaðið - 10.12.2002, Page 27

Bændablaðið - 10.12.2002, Page 27
Þriðjudagur 10. desember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 27 Formenn skrifa undir. Haraldur Benediktsson, formaöur Búnaðarsamtaka Vesturlands og Birkir Friðbertsson, formaður Búnaðarsambands Vestfjarða.__________________ BúnaOarsanibaiiil Vesljarlli ig BiinaðarsanWh VeMmds semja um leiððeiningajijúnustu Búnaðarsamtök Vesturlands og Búnaðarsamband Vestfjarða hafa gert samning um leið- beiningaþjónustu árið 2003. Þessi samningur er gerður í því skyni að bæta þjónustu við bændur á búnaðarsambands- svæðunum og auka hagræðingu í rekstri. Samningurinn felur í sér að BV tekur yfir ráðgjafa- þjónustu BsV en BsV hefur áfram á sínum höndum rekstur félagskerfisins, sæðingastöðvar fyrir nautgripi og hugsanlegt sæðingastarf í sauðfjárækt. Samningurinn byggir á þeirri forsendu að samningar náist við starfandi héraðsráðunaut á Vestfjörðum. Samningurinn er svohljóðandi: 1. Félagar í Búnaðarsambandi Vestljarða (BSV) eiga fullan aðgang að leiðbeiningamiðstöð Búnaðarsamtaka Vesturlands (BV) samkvæmt öðrum greinum þessa samnings. 2. Félagar lúta gjaldskrá BV fyrir unnin verkefiti. 3. Leiðbeiningamiðstöð BV sinnir samskiptum eins og unnt er með tölvu- og símasamskiptum og bréfleiðis. Fréttabréf BV verður sent vestfirskum bændum sam- kvæmt félagaskrá. 4. Almennum leiðbeiningum á svæði BSV verður fyrst og fremst sinnt frá skrifstofú þess á Isafirði. Ekki verður um reglubundnar heimsóknir ráðunauta að ræða en verði verkbeiðnum ekki sinnt að öllu leyti á skrifstofu, að mati framkvæmdastjóra, verður við- komandi bóndi heimsóttur. 5. Sértækum leiðbeiningum ráðunauta verður sinnt eftir því sem unnt er ffá skrifstofiim samningsaðila á ísafirði eða Borg- amesi. 6. BSV skilar til BV búnaðar- gjaldi ásamt öllum ffamlögum sem BÍ mun greiða BSV vegna leið- beiningaþjónustu fyrir umsamið ár. 7. BV hefúr afhotarétt af tækni- búnaði BSV á samningstímanum. Hér er átt við fartölvu og annan búnað til ráðunautastarfa. 8. Framlögum sem BI mun greiða til BSV út á sæddar kýr renni til Dreifistöðvar BSV. Önnur ffamlög vegna kynbótastarfs renna til BV. 9. BSV ákvarðar og innheimtir félagsgjöld á sínu svæði til að mæta félagslegum rekstri og til að standa undir eftirlaunaskuld- bindingum. 10. Samið verður síðar um framkvæmd þeirra forðagæslu- verkefna sem kann að tilheyra búnaðarsamböndum samkvæmt nýjum lögum um búfjárhald. 11. A samningstímanum verð- ur lögð áhersla á búrekstrar- og bútæknileiðbeiningar á svæði BSV samkvæmt verkefninu „betri bú“ (Enda fylli verkeffiið allar kröfúr um styrkhæfni samkvæmt gildandi búnaðarlagasamningi). BV kynnir, verkefnið fyrir bændum. 12. Kannað verði hvort ávinningur beggja samningsaðila geti falist í því að sameina sæðinga- starfsemi í Austur Barðastrandar- sýslu sömu starfsemi hjá BV. Jafn- ffamt verði kannað á samnings- tímanum hvort ákveða skuli lang- tímasamstarf um öll verkefni búnaðarsambanda eða samruna. 13. Samningur þessi skal undirritaður af stjómum samnings- aðila eða í þeirra umboði og skal hann gerður í tveimur samhljóða ffumritum og heldur hvor aðili sínu eintaki. www.bonili.js BÆNDUR! Fyrir heimilið bjóðum við: Sápur, gólfbón, bursta, klúta, moppur, vindufötur ofl. Allt til að gera hreint fyrir jólin. NORDPOST / SKJALDA PÓSTVERSLUN Arnarberg ehf OPIÐ 09:00-17:00 sími 555 - 4631 & 568 - 1515 Dugguvogi 6-104 Reykjavík 4 Áburðar- áætlun? NPK er svarið!. Bændasamtök íslands Tölvudeild Sími: 563 0300 tolvudeild@bondi.is www.bondi.is 4 25 ferm. hús, einangruð með 6“ steinull og panelklædd að innan. Baðherbergi með sturtu, tvö kojuherbergi og eldhúskrókur. Verð kr 1.790.000 (án hreinlætistækja og raflagna). Stuttur afgreiðslutími. Trévinnustofan ehf. Smiðjuvegi 11 E Kópavogi Fax: 554-6164 Sími: 895-8763 Sýningarhús á staðnum r f

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.