Bændablaðið - 10.12.2002, Síða 29

Bændablaðið - 10.12.2002, Síða 29
Þridjudagur 10. desember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 29 ft Þingmenn Vestfjarða með þingsályktunartillögu: Vilja bjarga mann- 1 í Árneslrapi „Það sem býr að baki þessari tillögu er að mannlíf og búseta í Arneshreppi á Ströndum hafi al- gera sérstöðu á íslandi. Byggðin á þessu svæði hefur átt undir högg að sækja en er alveg ein- stök og ég tel að þessi ríka þjóð eigi að verja byggð eins og Arneshrepp á Ströndum og gera það með skipulegum hætti. Þessi tillaga er einn liður í því,“ sagði Einar K. Guðfínnsson, fyrsti flutningsmaður þingsályktunar- tillögu sem miðar að því að bjarga mannlífí í Arneshreppi á Ströndum. TiIIagan var flutt á síðasta þingi en varð þá ekki út- rædd. Allir þingmenn Vest- ijarða eru meðflutningsmenn að tillögunni. Einar Oddur Kristjánsson sagði að þessa nyrstu byggð á Ströndum yrði að verja og að þingmennimir hefðu áhyggjur af henni og væru að leita allra leiða til að vemda hana. „Eg flutti fyrir rúmum þremur árum, ásamt Stefáni Guðmunds- syni, þingsályktunartillögu um að sfyrkja sauðíjárrækt í jaðarbyggð- um. Tillagan var samþykkt á Alþingi með öllum greiddum at- kvæðum, en því miður hefur ekki tekist að koma henni í fram- kvæmd. Hugsun mín snerist fyrst og ffemst um byggðir eins og Ameshrepp," sagði Einar Oddur. Efliitg sauðfjárbúskapar Gunnsteinn Gíslason er oddviti Ameshrepps. Hann sagðist að sjálfsögðu fagna þessari þings- ályktunartillögu og benti á að Landvemd hefði mikið verið að grúska í þeirra málum við að reyna að finna eitthvað út, bæði með heimamönnum og sjálfstætt. „Við heimamenn höfúm ekki fastmótaðar tillögur í þessum effium. Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að efling sauðfjárbúskapar hér um slóðir sé undirstaðan undir búsetunni. Sömuleiðis mætti gauka einhverjum fiskkvóta að nokkmm mönnum þannig að þeir gætu sótt sjóinn. Þess hefúr svo sem verið óskað en aldrei neitt komið út úr því. Aðeins hefúr aukist að menn landi hér fiski en það hefúr ekki orðið til þess að fólk festi hér búsetu, en það gefúr þó lífinu gildi,“ sagði Gunn- steinn. Veikburða ferðaþjónusía Hann segir að ferðaþjónusta í Ameshreppi sé heldur veikburða en hún sé þó til og þar fari fyrir hótelið í Djúpuvík. A vegum hreppsins hafi verið leigð út her- bergi í bamaskólanum og íbúð sem hreppurinn á. Þá er Ferðafélag íslands með skála í Norðurfirði, á jörð sem það keypti fyrir nokkrum árum síðan. Þar er um að ræða svefnpokagistingu. Veitingar er ekki að fá nema á hótelinu í Djúpuvík. Gunnsteinn segist halda að heimamenn séu ekki tilbúnir til að fara út í aukna ferðaþjónustu, það yrðu aðkomumenn að gera ef af ætti að verða. Ferðamannatíminn á Ströndum sé stuttur, eða bara hásumarið. Skelfileg tilhugsun -En menn virðast sammála um að byggð megi ekki leggjast af í Arneshreppi. „Þá komum við að þessari nýju tækni að klóna menn,“ segir Gunn- steinn og hlær. „En án gríns þá er það rétt að fyrir menn eins og mig, sem er búinn að basla hér ámm saman, væri það skelfileg til- hugsun ef Ámeshreppur færi í eyði. Framhjá því verður hins vegar ekki horft að fólki fækkar jafnt og þétt. Fátt er orðið um ungt fólk, aðeins fimm böm hér í skóla og þrjú börn sem ekki em komin á skólaaldur og íbúar hreppsins eru ekki nema 60 um þessar mundir. En við fognum öllum hugmyndum sem gætu orðið til þess að efla byggðina hér. Það er hins vegar ekki til eflingar byggðarinnar hér um slóðir hve hægt gengur í vega- lagningunni,“ segir Gunnsteinn Gíslason, oddviti í Ámeshreppi á Ströndum. MultiLotion er mýkjandi spena-og júguráburður með sótthreinsandi áhrif. Útsölustaðir: Innflutningur og dreifing: Mjólkurbú og PharmaNor hf. búrekstrarvöruverslanir MultiLotion áburður er borinn á spena/júgur strax að loknum mjöltum. Pakknmgastærð: 500 gr. r Oskum viðskiptamönnum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs * LANDSTÚLPI m LELY MJALTAÞJÓNNINN í 3 ÁR Á ÍSLANDI Nokkrir punktar: • Hraustari kýr • Aukið júgurheilbrigði • Allt að 20% aukning á mjólk • Mjólkar 24 tíma á sólarhring • Tryggir fleiri mjaltir á hverja kú • Kemur í veg fyrir ofmjólkun • Minnkar hættu á júgurbólgu • Eykur vellíðan gripanna og bóndans • Allt að 75% vinnusparnaður • Tekur lítið pláss í fjósi • Mjaltaþjónninn gefur þér meiri tíma og meira frjálsræði en áður • Býr til verðmæti í formi gæða • Mjaltaþjónninn er hlekkur í öflugri keðju sem í upphafi er gras í túni en endar sem ljúfur sopi úr glasi • Lánasjóður landbúnaðarins Iánar 65% af kaupverði til 12 ára Mjaltatækni sem virkar ÞaÐ ERU LIÐIN RÚM ÞRJÚ ÁR FRÁ ÞVÍ FYRSTI LELY MJALTAÞJÓNNINN VAR SETTUR UPP HÉR Á LANDI OG NÚ ERU ÁTTA STARFANDI MJALTAÞJÓNAR í LANDINU. Þeir eru á eftirtöldum bæjum • Bjólu - 1999 • Hvassafelli - 1999 • Miklaholti - 2001 • Egilsstöðum - 2001 • ÞrÁNDARHOLTI - 2002 • BaKKA - 2002 • NeSI - 2002 • Eystri Leirárgörðum - 2002 VELAR& ÞJéNUSTAHF Ef þú ætlar að byggja nýtt fjós eða breyta gamla fjósinu kynntu ÞÉR ÞÁ MÁLIN HJÁ OKKUR. VlÐ VEITUM FAGLEGA RÁÐGJÖF. Þekktir FYRIR ÞJÓNUSTU Járnhálsi 2 ■ iio Reykjavík ■ Sími: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 ■ www.velar.is ÓSEYRI lA ■ 603 AKUREYRI ■ SÍMI: 461-4040 ■ FaX: 461-4044 Hafid SAMBAND vid sölumenn okkar OG I ÁID NÁNARI UPPLÝSINGAR. *

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.