Bændablaðið - 17.04.2007, Qupperneq 19

Bændablaðið - 17.04.2007, Qupperneq 19
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200719 Nýju dráttarvélarnar frá KUBOTA: KUBOTA M125X - 125 hö KUBOTA M105s - 105 hö KUBOTA ME9000 - 94 hö Hafið samband og fræðist um þessar nýju glæsilegu dráttarvélar frá KUBOTA. Þ Ó R H F | R E Y K J A V Í K : Á r m ú l a 1 1 | S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0 | A K U R E Y R I : L ó n s b a k k a | S í m i 4 6 1 - 1 0 7 0 | w w w . t h o r . i s Þrír vænlegir kostir frá KUBOTA Laugardaginn 21. apríl verð- ur efnt til Skeifudags Hesta- mannafélagsins Grana, sem er félag nemenda við Landbún- aðarháskóla Íslands. Skeifudag- urinn verður í glæsilegri reiðhöll að Mið-Fossum í Borgarfirði. Dagskráin hefst klukkan 12:30. Á Skeifudeginum sýna nemend- ur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Keppt verður um Gunnarsbik- arinn sem Bændasamtök Íslands gáfu til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktar- ráðunaut og kennara á Hvanneyri. Þá verður Morgunblaðsskeifan af- hent þeim nemenda LbhÍ, sem stóð sig best í reiðmennsku- og frum- tamninganámi vetrarins. Þess má geta að nú er hálf öld liðin frá því að Morgunblaðsskeifan var afhent í fyrsta sinn. Kennari í vetur var tamningameistarinn Reynir Aðal- steinsson. Á Skeifudaginn munu hesta- mannafélögin Faxi og Grani efna til úrslitakeppni þar sem efstu keppendur úr mótaröð Faxa í vetur heyja lokabaráttu. Ýmislegt fleira skemmtilegt verður gert þennan dag. Skeifudagur á Mið-Fossum Heimti fé af fjalli Jón Guðjónsson, fyrrverandi hreppstjóri að Laugabóli í Ísa- fjarðardjúpi, sem nú býr í Borg- arnesi, heimti nýverið fé af fjalli. Fimmtán fjár hafðist við í Húsadal, sem liggur að Kolla- fjarðarheiði, en að auki fund- ust tvær ær í Hvannadal sem er talsvert norðar. Féð var í nokk- uð góðu ásigkomulagi miðað við aðstæður og var sumt í ull- arskilun, einn lambhrútur var genginn úr reifinu og á tveimur var hvergi hönd á festandi, þeir voru í bröggun, segir í frétt á vef Skessuhorns. Jón segir að vetur hafi verið umhleypingasamur nyrðra, en lítil snjóalög hafi verið síðan snjóavet- urinn 1995 og því ekki óeðlilegt að fé heimtist af fjalli í einmánuði. Hann segir að síðan jarðir hafi farið í eyði norðan fjalla megi búast við ýmsu í göngum og fjallskil á svæð- inu séu ekki nógu vel skipulögð af hendi sveitarstjórnarmanna. www.bbl.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.