Bændablaðið - 17.04.2007, Page 33

Bændablaðið - 17.04.2007, Page 33
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200733 Til sölu Blómaskálinn VÍN Eyjafjarðarsveit. Gamalgróðið fyrirtæki í ferðaþjónustu og veitingarekstri í nágrenni Akureyrar. Ný sundlaug á svæðinu. Hóll fasteignasala Akureyri. S 461 2010 - hollak@simnet.is Green Globe 21 hjá sveitarfélögunum í Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslu Sveitarfélögin Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaft- árhreppur, auk Þjóðgarðsins í Skaftafelli hafa stofnað Byggða- samlagið Green Globe 21 í Rang- árvalla- og Skaftafellssýslum. Green Globe 21 eru alþjóðleg vottunarsamtök sem votta fyr- irtæki í ferðaþjónustu og samfélög. Vottunarkerfið miðar m.a. að því að ná fram bættri frammistöðu í umhverfismálum, sem leiðir til rekstrarsparnaðar og bættrar sam- keppnisstöðu svæðisins. Um er að ræða traust kerfi sem hentar ferða- þjónustufyrirtækjum jafnt sem samfélögum einkar vel. Kerfið miðar m.a. að því að ná fram bættri frammistöðu í umhverfismálum og leiðir það einnig til rekstrarsparn- aðar og bættrar samkeppnisstöðu. Nokkrir íbúafundir hafa verið haldnir um verkefnið síðustu daga og hafa íbúarnir lýst ánægju sinni með það enda um jákvætt framtak að ræða, sem á vonandi eftir að skila sér til íbúanna. MHH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.