Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Samþykkt var á aðalfundi Greiðrar leiðar, félags um gerð Vaðlaheiðarganga, sem hald- inn var í liðinni viku, að heimila stjórn félagsins að ganga til við- ræðna við samgönguyfirvöld um sölu, annað hvort á öllum gögn- um félagsins eða öllum hlutum í félaginu, eftir því hvernig um semst. Kaflaskil eru nú í sögu Greiðrar leiðar, en félagið var stofnað fyrir fimm árum til að vinna að und- irbúningi að gerð jarðganga, annast þau og reka. Sveitarfélög á svæð- inu beggja vegna Vaðlaheiðar stóðu að stofnun félagsins auk nokkurra fyrirtækja. Alls eru hluthafar nú 25 talsins. Í upphaflegum samþykktum Greiðrar leiðar var gert ráð fyrir að félagið myndi undirbúa gerð gang- anna og standa fyrir gerð þeirra. Ljóst var á síðasta ári að það gæti ekki gengið eftir, þegar fyrir lá að bjóða yrði út sérleyfi til að standa fyrir framkvæmdum og rekstri ganganna. Í framhaldinu gerði Alþingi samþykkt um framkvæmd- ir við Vaðlaheiðargöng. Í viðauka við samgönguáætlun 2007-2010, sem var samþykktur á Alþingi í lok maí, segir að gert sé ráð fyrir að Vaðlaheiðargöng verði byggð í einkaframkvæmd með veggjöld- um. Göngin verði þó fjármögnuð að hálfu af ríkissjóði með jöfnum, árlegum greiðslum eftir að fram- kvæmdatíma lýkur árið 2011 og í 25 ár. Fyrir liggur að rannsóknir að til- hlutan Greiðrar leiðar og niðurstöð- ur þeirra eru grunnurinn að því að unnt sé að ráðast í lokahönnun og framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng, en stefnt er að því að útboðsgögn vegna framkvæmdarinnar verði til- búin undir lok þessa árs. Frá 2003 hefur Greið leið markvisst unnið að öllum nauðsynlegum undirbúningi að gerð Vaðlaheiðarganga og liggja nú fyrir skýrslur um niðurstöður fjölþættra rannsókna vegna gang- agerðarinnar. Viðamest er jarð- fræðiskýrsla frá 2007, einnig var á síðasta ári gert mat á umferðaraukn- ingu og Capacent gerði viðhorfs- könnun vegna Vaðlaheiðarganga á Akureyri og nágrenni og í Suður- Þingeyjarsýslu. Frá 2006 eru fyr- irliggjandi skýrslur um fornleifar á Skógum í Fnjóskadal, mat á sam- félagsáhrifum, umhverfismats- skýrsla og mat á þjóðhagslegri arðsemi. Kostað með veggjöldum að hluta Á aðalfundi Greiðrar leiðar kom fram mikil ánægja hluthafa í félaginu með að nú sé fyrirsjáanlegt að ráð- ist verði í gerð Vaðlaheiðarganga áður en langt um líði. Grunnurinn að þessari mikilvægu framkvæmd í samgöngumálum á Norðurlandi sé ávöxtur mikillar og eindreginn- ar samstöðu sveitarfélaga og fyr- irtækja á svæðinu um mikilvægi Vaðlaheiðarganga. Pétur Þór Jónasson fram- kvæmdastjóri Eyþings segir að félagið hafi náð markmiði sínu og það sé stór áfangi að gerð gang- anna séu nú komin í viðauka við samgönguáætlun. Aðalmálið sé að verkefnið sé komið á koppinn og eins sé ánægjulegt að svo virðist sem unnið verði eftir þeim tillög- um sem félagið lagði fram, m.a. að fjármagna verkefnið að hálfu með innheimtu veggjalda. „Við teljum okkur hafa náð okkar markmiði og það er gleðilegt, lykilatriðið er að ráðist verður í þessa framkvæmd,“ segir Pétur Þór en hann nefnir líka að samstaða sveitarstjórnarmanna á svæðinu hafi drifið málið áfram. Vegamálastjóri hefur nú skip- að fjögurra manna starfshóp, sem skipaður er þremur fulltrúum frá Vegagerðinni og einum fulltrúa úr samgönguráðuneytinu, sem hefur það hlutverk að hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng. Starfshópurinn mun, í umboði Vegagerðarinnar, ganga til samninga við Greiða leið um kaup á öllum rannsóknargögn- um félagsins eða öllum hlutum í félaginu, í framhaldi af áðurnefndri heimild aðalfundar Greiðrar leiðar til stjórnar félagsins. Gert er ráð fyrir fyrsta fundi stýrihópsins með fulltrúum Greiðrar leiðar síðar í þessum mánuði. MÞÞ Fréttir Orkusjóður veitir styrki til fjórtán verkefna Orkusjóður hefur veitt styrki til fjórtán verkefna. Fyrst skal nefna Alice á Íslandi, sem fær fjögurra milljóna króna styrk til verkefnis sem beinist að því að nýta í fiskeldi fallorku vatns beint frá svo kölluðum jektorum í stað rafknúinnar rafdælu. Skógarráð ehf. fær styrk öðru sinni, upp á 2,5 milljónir króna, vegna verkefnis sem snýst um að setja upp kyndistöð fyrir viðarkurl í grunnskólanum á Hallormsstað. Nýsköpunarmiðstöð Íslands fær 2,5 milljónir króna til að kanna hvort unnt sé og hagkvæmt að koma upp miðlægri varmadælu fyrir fjarver- andi fjarvarmaveitu Vestmannaeyja og nýta sjóinn sem varmagjafa. Vistvæn orka ehf. fær 2,4 millj- ónir til að þróa ljósbúnað fyrir líf- viðtaka til að framleiða verðmætar afurðir úr smáþörungum. Þreskir ehf. fær 2,25 milljónir króna til verkefnis sem gengur út á að nota varmaskipti, knúin heitu vatni, í stað olíubrennara við að þurrka korn. Hannibal fær 2 milljónir króna í verkefni sem er ætlað að kanna hvort hagkvæmt sé að framleiða fljótandi eldsneyti með óbeinni gösun úr úrgangspappír og yrði jarðhitagufa nýtt beint í ferlinu. Íslenska lífmassafélagið fær 2 milljónir króna til að ljúka athugun um að reisa hér tvær etanólverk- smiðjur, sem framleiddu 30 millj- ón lítra af etanóli. Gunnar Á. Gunnarsson á Hýru- mel fær 2 milljónir króna vegna könnunar á nýjum aðferðum sem kunna að gefa færi á raforkufram- leiðslu úr jarðhitavatni við lægra hitastig en áður hefur þekkst hér á landi. Haraldur Magnússon í Belgsholti fær 1,5 milljónir króna til verk efnis sem felst í uppsetningu vindrafstöðv- ar á Belgsholti í Hvalfjarðarsveit. Íslensk Nýorka fær 1,2 millj- ónir til verkefnis sem felst í að bera saman mismunandi eldsneyt- isnýtingu ýmissa tegunda vistvæns eldneytis. Framtíðarorka ehf. fær 1 millj- ón króna vegna alþjóðlegrar ráð- stefnu um orkulausnir framtíðar í samgöngum. Steingrímur Ólafsson fær 1 milljón króna til verkefnis sem felst í að taka saman á aðgengilegan hátt nýjustu upplýsingar um rafbíla og hvernig þeir henta á Íslandi. Sesseljuhús fær 500 þúsund krónur til Orkugarðsins á Sólheim- um, þar sem sett verður upp sýning um endurnýjanlega orkugjafa. Pétur Ó. Einarsson fær 250 þús- und krónur til verkefnisins „Nátt- úran beisluð“ sem felst í að setja rafmagnsvél í stað dísilvélar í 28 feta skútu. S.dór Félag raforkubænda hélt aðal- fund sinn á Egilsstöðum fyrir skömmu. Að sögn Sigurðar Jónssonar í Eyvindartungu, for- manns Félags raforkubænda, ávarpaði Mörður Árnason, for- maður orkuráðs, fundinn en Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra var forfallaður vegna heimsóknar gesta frá Mið-Aust- urlöndum. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var flutt erindi um skipulagsferli og byggingarleyf- isferli vegna mannvirkja tengdra raforkuvirkjunum. Birkir Þór Guðnason, forsvarsmaður fyrir Fjarðarvirkjun í Seyðisfirði, flutti líka erindi á fundinum. Að fundinum loknum fóru raf- orkubændur í heimsókn í Fjarðar- virkjun. Raforkubændum heldur að fjölga Aðspurður hvernig staðan sé hjá raforkubændum og hvort þeim fjölgi sem virkja heima hjá sér segir Sigurður að þeim sé heldur að fjölga, enda sé gaman að virkja og margir landeigendur vilji koma sér upp eigin vatnaflsstöð. Sigurður segir nokkuð þungt fyrir fæti hjá þeim sem vilji reisa raforkustöð. „Við hittum Össur Skarphéð- insson iðnaðarráðherra þegar hann var nýtekinn við embætti og okkur þótti anda svolítið köldu frá honum varðandi þessi mál. Það var alla vega okkar tilfinning. Nú aftur á móti finnst mér ég skynja nokkra breyt- ingu hjá iðnaðarráðherra og ráðu- neytinu, enda er þarna um að ræða græna, umhverfisvæna orku. Okkur þykir það umhverfisfrekja að ætlast til að við virkjum ekki, þótt það sé fallegt á staðnum, en brennum í stað- inn kolum eða olíu,“ segir Sigurður. Vekja áhuga ferðamanna Hann bendir líka á að þessar vist- vænu raforkustöðvar bænda séu gríðarlega mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þeir komi í stórum hópum til að skoða þessar virkjanir, sem auk þess auki margbreytileika landslagsins, enda séu þær fallegar ef rétt er með farið. Sigurður segir það talsvert mál fyrir landeiganda sem hefur aðstæð- ur til að koma upp raforkustöð að fá leyfi til þess. Það fari að vísu eftir stærð virkjananna. Ætli menn að byggja þokkalega stóra virkjun sé mikið mál að koma því í gegn- um kerfið og fá byggingarleyfi. ,,En áhugi er fyrir hendi hjá mörgum að byggja svona heima- virkjanir,“ sagði Sigurður Jónsson. S.dór Þungt fyrir fæti hjá þeim land- eigendum sem vilja virkja Björn Karlsson brunamálastjóri segir fulla ástæðu til að vara bændur við óvörðu einangr- unarplasti í útihúsum, það sé stórhættulegt og í því sé mikill eldsmatur. Í raun megi segja að það sé dauðagildra, en víða í úti- húsum í sveitum landsins háttar þannig til að óvarið einangrunar- plast er í fjósum og öðrum bygg- ingum. Þetta segir Björn af því tilefni að upptök elds í Stærri- Árskógi í nóvember í fyrra voru að öllum líkindum í gamla fjós- inu, þar sem var óvarið einangr- unarplast og barst eldurinn afar hratt út eftir að hann náði að læsa sig í plastið. Nú er unnið að skýrslu vegna brunans á vegum Brunamálastofn- unar. Björn segir að hina hröðu út- breiðslu eldsins megi einkum rekja til einangrunarplastsins sem notað var í þak fjóssins, en það var óvarið. Hann segir að komist eldur í óvarið einangrunarplast sé voðinn vís. Björn segir einnig að eldurinn hafi átt greiða leið á milli bygg- ingarhlutanna, þar sem opið var á milli þeirra, því hafi húsið orðið alelda á skömmum tíma. Þannig var ástandið þegar slökkvilið kom á staðinn um 20 mínútum eftir að hringt hafði verið í Neyðarlínuna. Það sem helst háði slökkvistarfi að sögn Björns var veðrið, en þennan dag geisaði norðanrok og stórhríð. Vatnsskortur gæti hafa hamlað slökkvistarfi, en þegar slökkvilið kom á vettvang var húsið alelda og ekki við neitt ráðið. Brýna nauðsyn ber til þess að mati Björns að bændur um land allt hugi vel að eldvörnum í úti- húsum, en víða er pottur brotinn í þeim efnum. Segir Björn að í eldsvoðum til sveita verði iðulega gríðarlegt tjón, einkum séu mikil verðmæti í nýjum fjósum þar sem mikið er um dýr tæki og tól. Fyllsta ástæða sé því fyrir bænd- ur að hafa eldvarnir í góðu lagi. Segir hann vakningu hafa orðið í þessum efnum undanfarin misseri, en ævinlega megi gera betur. Norðanstórhríð hamlaði slökkvistarfi í eldsvoða í Stærri-Árskógi Brýnt að bændur hugi að óvörðu einangrunarplasti í útihúsum sínum Greiðri leið heimilað að selja öll gögn félagsins „Markmiðum félagsins hefur verið náð“ Skógardagurinn mikli tókst afar vel Á afmælisdegi bændaskógræktar á Héraði 21. júní s.l. var á Hall- ormsstað haldin mikil hátíð sem kallaðist Skógardagurinn mikli. Björn Ármann Ólafsson skógarbóndi sagði í samtali við Bændablaðið að hátíðin hafi tekist með afbrigðum vel. Margt var til skemmtunar m.a. sérstakur skógarþáttur fyrir börn. Þátturinn og tónlistin í hon- um voru samin heima í héraði. Þá fór fram skógarhlaup þar sem 12 manns hlupu 14 km og 40 manns hlupu skemmtiskokk upp á 4 km. Haldið var Íslandsmeistaramót í skógarhöggi og varð Lárus Heiðars- son Íslandsmeistari. Fyrir utan þetta var fjölbreytt skemmtidagskrá. Allt fór þetta vel fram og var dagurinn hinn ánægjulegasti. S.dór Danskir skógarhöggsmenn tóku þátt í skógardeginum mikla og hér sést Walther Björn Knudsen athafna sig uppi í háu tré. Ljósm. María H. Sumarlokun Bændasamtaka Íslands Skrifstofur Bændasamtak- anna verða lokaðar vegna sumarleyfa frá og með 21. júlí til þriðjudagsins 5. ágúst eftir verslunarmannahelgi. Vefurinn bondi.is fer í sum- arfrí og verður ekki upp- færður í lokuninni en á vef Bændablaðsins, www.bbl.is, verða settar inn nýjar fréttir reglulega. Nýr klaufskurðar- bás í notkun Búnaðarsamband Eyjafjarðar og Búnaðarsamband Suður-Þingey- inga hafa fest kaup á nýjum og fullkomnum klaufskurðarbás. Bás- inn er fluttur inn beint frá Dan- mörku og er samskonar tæki og Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsamtök Vesturlands festu kaup á síðastliðið haust. Básinn er þegar kominn í notkun og er hann í umsjá Sverris Gunnlaugssonar. Hvetur búnaðarsambandið bænd- ur til að nýta sér þjónustuna sem í boði er, enda sé það viðurkennd staðreynd að illa hirtar klaufir og fótamein hafi verulega neikvæð áhrif á líðan kúa og þar með nyt og frjósemi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.