Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 31
32 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Í heilan áratug eða frá því að EUROP kjötmatið var tekið upp hér á landi haustið 1998 hafa verið unnar á vegum bún- aðarsambandanna í landinu afkvæmarannsóknir á hrútum með tilliti til kjötgæðaeiginleika. Þetta starf hefur notið góðs stuðnings Framleiðnisjóðs land- búnaðarins. Í hugum okkar sem fylgst höfum með ræktunarstarfinu á þessum tíma er ekkert vafamál að þetta starf hefur skilað miklum árangri með meiri gæðum dilkakjötsfram- leiðslunnar í landinu með hverju ári. Vegna mikillar notkunar á sæð- ingum dreifist árangur ræktunar- starfsins mjög hratt til meginþorra framleiðenda í landinu. Fjöldinn nýtur þannig fljótt ávaxtanna af starfi þeirra sem standa í fremstu röð í ræktuninni. Haustið 2008 verða unnar af- kvæmarannsóknir eftir sömu regl- um og áður á vegum búnaðarsam- bandanna. Stuðningur verður með sama sniði og áður en hann verð- ur nú veittur af rannsóknar- og þróunarfé sauðfjárræktar í búvöru- samningi í stað stuðnings Fram- leiðnisjóðs, en ástæða er um leið til að þakka dyggan stuðning hans við árangursríkt starf síðustu ára. Rétt er að rifja upp rammann í framkvæmd rannsóknanna. Miðað er við að afkvæmahópar séu að lágmarki undan fimm hrút- um í rannsókn. Talað er um minni rannsóknir þar sem eru 5-7 hrútar í rannsókn en stærri rannsókn ef afkvæmahóparnir eru undan átta hrútum eða fleiri. Lágmarkskröfur um fjölda hópa eru settar til þess að nokkurt svigrúm sé fyrir hendi til að velja á milli hrútanna sem í rann- sókn eru á grundvelli niðurstaðna vegna þess að það hlýtur ætíð að vera markmið rannsóknarinnar að gera úrval á grunni hennar. Rannsóknin byggir á að sam- þætta niðurstöður fyrir afkvæma- hópana annars vegar úr ómsjár- mælingum og stigun lifandi lamba og hins vegar kjötmatsniðurstöður fyrir sláturlömbin undan hrútnum. Mælingarnar fyrir lifandi lömbin byggja á að unnið sé með lömb af sama kyni, þ.e. annað hvort ein- göngu hrútlömb eða gimbralömb undan hrútunum. Framkvæmdin hefur í langflestum tilfellum orðið þannig að notaðar eru ómsjármæl- ingar og stigagjöf fyrir gimbrar og mælingarnar notast þannig bæði við val ásetningsgimbra og vegna afkvæmarannsóknar. Gerðar eru kröfur um að slíkar mælingar séu fyrir hendi fyrir að lágmarki átta lömb undan hverjum hrút í rann- sókninni. Um leið eru gerðar kröf- ur um að kjötmatsupplýsingar séu fyrir hendi hjá að lágmarki tíu slát- urlömbum undan hverjum hrút, en þeim kröfum er nánast ætíð full- nægt ef til er nægjanlega stór hópur lifandi lamba undan hrútnum til mælinga og stigunar. Ætla má að búnaðarsamböndin geri kröfur um að uppgjör á vorbók fyrir búið hafi verið unnið áður hjá BÍ þannig að upplýsingar séu fyrir hendi í gagnagrunni sauðfjárrækt- arinnar til úrvinnslu á niðurstöðum fyrir rannsóknina. Ástæða er til að hvetja alla fjár- bændur sem vinna að skipulegu ræktunarstafi í meðalstórum eða stærri hjörðum að huga, líkt og margir þeirra hafa gert á und- anförnum árum, að þátttöku í þessu starfi haustið 2008. Það gera þeir með því að tilkynna það til sauð- fjárræktarráðunautar hjá búnaðar- sambandinu á svæðinu með góðum fyrirvara þannig að lambamæling- um verði komið við á þeim tíma sem hentar á viðkomandi búi. Líf og starf Í síðasta pistli var fjallað lítillega um nokkur atriði sem líkleg eru til að valda hækkun líftölu (gerlatölu) í hrámjólk og hér verður fjallað áfram um líftölu og vikið að þvotti og þrifum. Hér áður fyrr þegar flestir voru með rörmjaltakerfi eða kútakerfi í gryfjum var þvottur kerfanna léleg- ur, þ.e.a.s. flestar kerfisþvottavélar þvoðu og skoluðu ílla, lágur vatns- hiti víðast hvar og skolun venjulega afar lítil og ófullnægjandi. Í dag eru þvottakerfin flest með raf- magnshitun á þvottavatni og hægt að forrita vélarnar eins og menn lystir. Hiti sápuþvottar ætti að vera 80-82°C í byrjun, vatnið kólnar mjög fljótt í hringrásinni í kerfinu og því ótækt að byrja með 70-72°C eins og sumir vilja hafa það. Við hærra hitastigið má segja að kerfið gerilsneyðist algjörlega. Þvottatíminnn á að vera 8-10 mín. og sápuþvottinum á að ljúka áður en vatnshitinn fer niður fyrir 40°C svo að óhreinindin ásamt fitu og próteini fari ekki að setjast inn í kerfið aftur. Þetta er áríðandi og magn hreinsiefna þarf að vera u.þ.b. 0,4-0,7% upplausn, fer eftir gerð- um og fjölda mjaltatækja. Ekki má gleyma súrum þvotti viku- lega því hann hindrar steinmyndun sem erfitt er að uppræta ef byrjar að setjast í kerfið (notið ekki saltpét- urssýru, henni ætti að vera búið að útrýma úr mjólkuriðnaði). Sýruþvotturinn á að vera heitur, gamlar sögusagnir um kaldan sýru- þvott eru kenningar sem ekki eiga við lengur. Ef um er að ræða hreinsun röra, sem í langflestum tilfellum er raun- in, jafnvel í róbótafjósum, þarf hraði þvottavatnsins bæði sápu og sýru að vera mikill helst 7-10 m/ sek. ef árangur á að vera góður. Of mikið vatn hefur áhrif á hraða þvottavatnsins, betra að hafa minna vatn og meiri hraða heldur en mikið vatn og lítinn hraða. Aldrei á að forrita þvottakerfi þann- ig að þau bíði með sápurestar óskol- uð fram að næstu mjöltum, slíkt er firra og fjarri allri skynsemi, auk þess sem það styttir líftíma pakkn- inga og spenagúmmía. Vitað er að þetta er gert sums staðar erlendis þar sem vatnsgæði eru óviðunandi. Varðandi líftölu róbótafjósa er ljóst að hún er mjög misjöfn og þar steytir ekki á þvotti kerfisins heldur þrifum kúa, fjóss og nánasta um- hverfi róbótans. Það er reynsla mín að róbótafjós með lága líftölu eiga það sameig- inlegt að þar eru básar þurrir og borið í þá daglega, kýr eru flest- ar hreinar og nær alltaf reynt að halda mjaltaklefanum eins hreinum og unnt er, þ.e. smúlað er undan kúnum oft á dag. Kenningin er einföld, bóndinn þarf að tryggja róbótanum ákveð- ið vinnuumhverfi, þá gengur þetta ágætlega. Ef menn hins vegar nenna því ekki, gengur þetta einfaldlega ekki upp. Ekki meira að sinni. Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI Verulegur hópur skýrsluhaldara í sauðfjárrækt skilar enn skýrslum sínum til úrvinnslu í handskrif- uðum fjárbókum, þó að hópurinn sem vinnur sitt skýrsluhald sjálf- ur í hinum miðlæga gagnagrunni Fjarvis.is stækki jafnt og þétt. Þar til viðbótar er umtalsverður hópur sem líkt og áður notar for- ritið Fjárvísi fyrir einkatölvur til að skila skýrsluhaldi fyrir bú sitt á rafrænan hátt. Rétt er að vekja athygli á því að skýrslubókum fyrir handfærðar skýrslur var breytt á síðasta ári um leið og skýrsluhald sauðfjárrækt- arinnar var fært í nýtt uppgjörs- umhverfi. Allir sem skila skýrsl- unum á þessu formi þurfa þess vegna að skila vorbók 2008 með upplýsingum til sauðburðarloka og fá í framhaldinu senda haustbók 2008 til að færa þar inn upplýs- ingar á komandi hausti. Ástæða er því til að hvetja alla, sem skila skýrsluhaldi sínu á þennan hátt og hafa ekki enn lokið skýrsluskilum, að gera það sem fyrst. Hér á vel við það gamla hollráð að því fyrr, því betra. Rétt er um leið að minna á það, sem áður hefur verið kynnt í Bændablaðinu, að senn líður að því að gjaldtaka hefjist vegna skrán- inga á fjárbókum. Það verður frá 15. júlí eins og kynnt hefur verið. Um leið er rétt að koma því á framfæri að yfirfærsla á skýrslu- haldinu í nýtt uppgjörsumhverfi og lokavinnsla ársins 2007 varð heldur seinna á ferðinni en áætl- að hafði verið. Vegna þess verður ekki mögulegt að hefja útsendingu haustbóka 2008 fyrr en um eða eftir miðjan júlí. Það er vegna þess að nýtt BLUP kynbótamat þarf að vinna áður en hægt er að vinna haustbækurnar 2008. Þeir útreikn- ingar geta hins vegar ekki farið fram fyrr en lokavinnslur fyrir árið 2007 hafa verið gerðar. JVJ Skil á vorbókum 2008 í sauðfjárrækt Haustdreifing á búfjáráburði gefur lélegasta nýtingu á honum og getur aukið hættu á kali ef haustið er hlýtt og spretta fer í gang. Vatnsblöndun mykjunnar er mjög mikilvæg við dreifingu á sumrin. Magn áburðarefna í búfjáráburði er m.a. háð næringarefnum í fóðri, fóðurstyrk, vatnsblöndun og und- irburði. Í þurrefnishlutanum er mest af fosfór og í þvaginu er mest af kalí. Næringarefnin eru einnig háð dýrategundum. Áburður frá jórt- urdýrum inniheldur mikið af kalí, en áburður frá búfé sem fóðrað er með miklu kjarnfóðri er fosfórríkur. Áhrif köfnunarefnisins Köfnunarefni, N, er það næring- arefni í búfjáráburði sem hefur hvað breytilegasta nýtingu. N í áburði er samsett í fyrsta lagi úr ólífrænum hluta þess, ammóníaki eða NH3, og ammóníumjónum, NH4+, og í öðru lagi köfnunarefni sem bundið er í lífrænum efnasam- böndum, þ.e. próteinum. Það er ammóníumhlutinn sem er í mestri hættu að tapast. Það gerist ef amm- óníumið breytist í ammóníak, NH3, við og eftir dreifingu. Hátt hlutfall af ammóníumi í áburði og lítið tap af ammóníaki gefur skjóta nýtingu N-áburðarins. Ástæða þess að ammóníumjón- in, NH4+, á það á hættu að tapast er sú að hana er einungis að finna í súrri vatnsupplausn, pH undir 7. Ef hún kemst í samband við lút, pH yfir 7, þá breytist hún í amm- óníak, sem er rokgjörn lofttegund. Því er mikilvægt að þynna mykj- una, dreifa henni við lágan lofthita, helst í sólarlausu veðri og gjarnan í rigningu til að minnka þetta tap. Ef heitt er í veðri er hins vegar heppi- legra að fella mykjuna jafnóðum niður í svörðinn. Langtímaáhrif af lífrænt bundnu köfnunarefni eru mest við vordreif- ingu eða eftir fyrri slátt. Vatnsblöndun Flestir bændur hafa nægilegt rými í áburðargeymslum sínum til að blanda vatni í áburðinn. Það er einkum mikilvægt við breiðdreif- ingu áburðarins. Jafnvel aðeins um 20-25% vatnsblöndun gerir þarna gagn. Dreifing að kvöldlagi er einnig til bóta, sem og dreifing í úrkomu, þó ekki stórfelldri, en eins millimetra úrkoma svarar til 10 tonna af vatni á hektara. Áhrif af fosfór og kalí í áburði Þegar búfjáráburður er borinn á á sprettutíma nýtist kalí vel. Það er vatnsleysanlegt og áætla má að fjórðungur af kalí í jarðvegi skolist burt yfir veturinn. Að auki tapast ýmis fleiri næringarefni úr jarðvegi yfir veturinn. Fosfór binst aftur í jarðvegi og skolast lítið út. Bondevennen Dreifing búfjáráburðar á sumrin Niðurfelling á vatnsblandaðri mykju. Núna við upphaf júlímánaðar eru miklu fleiri búnir að skila vorbókum en dæmi eru um nokkru sinni áður. Slíkt er að sjálfsögðu mjög ánægjulegt. Eins og reyndar kemur fram á öðrum stað tók úrvinnsla skýrsln- anna fyrir árið 2007 lengri tíma en ráðgert hafði verið. Henni er nú lokið og náði það uppgjör til um 370 þúsund áa. Þessi seink- un veldur því aftur á móti að úrvinnsla á kynbótamatinu verður síðar en á síðasta ári vegna þess að hana var ekki mögulegt að hefja fyrr en uppgjörinu fyrir árið 2007 var lokið. Vegna þessa er ljóst að útsend- ing á haustbókunum 2008 getur ekki byrjað fyrr en upp úr miðjum júlímánuði. Þar sem þegar eru mikil skil vorbóka ætti hins vegar að vera mögulegt að koma þeim þá strax til fjölmargra fjárbænda og til hinna eftir því sem skil gerast. Niðurstöðum kynbótamats- ins verður leitast við að miðla á Bondi.is um leið og þær liggja fyrir. Auk þess er minnt á að allir sem hafa aðgang að hinum nýja skýrsluhaldsgrunni Fjarvis.is hafa þar aðgang að þeim upplýs- ingum um alla sína gripi strax og útreikningum lýkur. JVJ Haustbók 2008 í sauðfjárræktinni Afkvæmarannsóknir á hrútum á vegum búnaðarsambandanna haustið 2008 Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Skýrsluhald

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.