Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 7
7 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Í blaðinu Einherja, sem Kjör- dæmisráð Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra gaf út árið 1975, var vísnaþáttur sem Rósberg G. Snædal sá um. Hann hefst á nokkrum skammavísum. Fyrst koma eftirmæli eftir Ísleif Gíslason á Sauðárkróki: Yfir bárur ágirndar elligrár og slitinn réri árum rógburðar rann af hári svitinn. Prestarnir Rósberg segir að prestar séu eins og annað fólk og oft taki þeir nauðugir eða viljugir þátt í deilumálum innan sem utan síns héraðs. Það verði svo oft hlutverk viðkomandi presta að tala yfir moldum þeirra sem þeir hafa deilt á. Hann tekur dæmi af vísu um þetta mál eftir Indriða Þorkelsson: Hrós um dáið héraðslið hamast sá að skrifa, sem er ávallt illa við alla þá sem lifa. Lofað upp í ermina Rósberg tekur annað dæmi eftir Indriða, eða svokallaðar Oddsvísur: Ekkert gott um Odd ég hermi eitt er samt: Sína lofar hann upp í ermi öllum jafnt. Ekkert gott séra Oddur temur eitt er samt: Engan svíkur hann öðrum fremur alla jafnt. Uppi í grynningunum Valdimar Benónýsson deildi við mann sem Eggert hét. Eftir þá deilu sagði Valdimar: Ég við kynni sérhvert sinn safna minningunum. Alltaf finn ég Eggert minn uppi í grynningunum. Geislabrot Þegar Hjálmar frá Hofi gaf út sína fyrstu ljóðabók fékk hann þennan ritdóm frá Sveini frá Elivogum: Kviðan óðar kostasmá kann ei þjóð að gleðja. Klamburshljóðin heyrast frá Hjálmars ljóða steðja. Krafti tálmar kjarklaust skraf, korkufálm í orðum. Æðri sálma okkur gaf annar Hjálmar forðum. Svar Hjálmari líkaði að sjálfsögðu ekki þessi kveðja og hafði raun- ar búist við öðru og betra frá Sveini. Hjálmar svaraði með þessari vísu: Sköpum háð er skýrleiksfórn skuldar góðu þinnar. Við erum báðir undir stjórn alvaldsnáðarinnar. Asnaskapur Rósberg birti fleiri vísur en skammavísur. Þorsteinn frá Gilhaga orti og gerði sjálfum sér þessi skil. Anda napurt oft ég finn auðnu tapast vegur. Asnaskapur allur minn er svo hrapallegur. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Ef Íslendingar framleiddu vetni fyrir áburðarframleiðslu með rafgreiningu í stað þess að flytja inn áburð sem framleiddur er úr jarðefnaeldsneyti, myndi það svara til ársnotkunar vetnis fyrir um 20 þúsund vetnisbíla, sem væri ekið 15 þúsund kílómetra á ári. Á þetta bendir Sigþór Pét- ursson, prófessor í efnafræði við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri, en hann hefur undanfarin misseri gagn- rýnt hugmyndir manna um vetn- isvæðinguna svonefndu eins og hún er fram sett. Vetni er tækni- leg útfærsla á orkunýtingu og engin lausn á orkuvanda heims- ins og því ættu Íslendingar að snúa sér að raunhæfari verkefn- um. Ein þeirra hugmynda sem Sigþór hefur viðrað er að gera áburðarframleiðslu að stóriðju hér á landi. Sigþór hefur varpað fram þeirri spurningu hvort við getum fram- leitt eitthvað sem skiptir máli með vistvænni íslenskri orku, sem nú er framleitt með jarðefnaeldsneyti. Hann segir svarið við því einfalt og jákvætt. Ekki þýði að framleiða vetni fyrir vetnisbíla sem ekki eru til, en hins vegar geti vetnisfram- leiðslan nýst til framleiðslu á ammóníaki sem síðan væri notað í köfnunarefnisáburð. Bendir Sigþór á að nú séu framleidd um 50 milljón tonn af vetni árlega en þau myndu nægja til að knýja 150 til 200 milljónir vetnisbíla. Jarðgas er bróðurpartur þess sem notað er til framleiðslu vetnisins, eða 48%. 30% koma frá olíu, 18% frá kolum og 4% vegna rafgreiningar vatns. Heimsframleiðsla á ammoníaki var árið 2004 um 109 milljónir tonna, en 85% af öllu framleiddu amm- oníaki fer til áburðarframleiðslu. Langstærsti hluti framleiðsluverðs ammoníaks liggur í verði á jarðgasi, sem nýtt er til framleiðslunnar. Bendir Sigþór á að ársnotkun köfnunarefnisáburðar á Íslandi jafn- gildi 12.300 tonnum af köfnunar- efni, sem samsvari tæplega 15 þús- und tonnum af ammoníaki og ríf- lega 2600 tonnum af vetni. Nefnir hann að Honda FCX vetnisbíll með efnarafal, sem ekið sé 150 þúsund kílómetra á ári, noti um 133 kíló af vetni árlega. „Ef við framleidd- um vetnið fyrir áburðarframleiðslu með rafgreiningu í stað þess að flytja inn áburð sem framleiddur er með jarðefnum myndum við spara sem svarar til eyðslu um 20 þúsund vetnisbíla. Það er athyglisvert að fara inn á heimasíðu Orkustofnunar (www.orkustofnun.is) og slá inn leitarorðið ‚áburður‘. Engin svör- un kemur við því. Ef hins vegar er slegið inn ‚vetni‘ koma margar skýrslur sem allar snúast um vetn- isknúin farartæki. Um helmingur þess vetnis sem framleitt er í heim- inum fer í framleiðslu á köfnunar- efnisáburði. Næstum allt þetta vetni er framleitt úr jarðefnaeldsneyti,“ segir Sigþór. Áburður á tún á Íslandi framleiddur úr jarðgasi Verksmiðja sem framleiddi áburð hér á landi yrði að bera sig en Sigþór segir það augljóst að á meðan verð á jarðefnaeldsneyti rjúki upp muni áburður einnig hækka í verði. „Ég tel að iðnaðarráðuneytið ætti að hafa forgöngu um að gera útttekt á hagkvæmni þess að hefja fram- leiðslu á áburði hér á landi, þetta er iðnaður sem getur orðið okkur gífurlega mikilvægur. Það er líka einkennilegt að hugsa til þess að sá áburður sem borinn er á tún á Íslandi skuli framleiddur úr jarð- gasi. Ef við meinum eitthvað með því sem við segjum um umhverf- isvernd ættu menn að huga að þess- um kosti. Það er markaður fyrir hendi, um yrði að ræða vistvæna framleiðslu, sem ætti að virka sterkt á markaðinn og þarna fáum við kjörið tækifæri til að nýta orku okkar,“ segir hann. Bendir Sigþór á að árið 2005 voru um 19 milljónir tonna af vetni nýtt til að framleiða áburð í heiminum. Þau samsvara 110 milljónum tonna af ammoníaki, en tonn af því kostaði árið 2005 um 520 dollara. „Það er að sjálfsöðu óraunhæft að ætla Íslendingum að yfirtaka ammoníakmarkað heims- ins en söluverðmæti 110 milljóna tonna af ammoníaki yrði um 57 milljarðar bandaríkjadala, eða um 4.030 milljarðar íslenskra króna, svo markaðurinn er stór,“ segir hann. Hann telur ekki útilokað að unnt verði að hefja framleiðslu á amm- oníaki eða köfnunarefnisáburði og gera að stóriðju á Íslandi, að Íslendingar geti orðið vistvænir áburðarframleiðendur og markaðs- sett áburðinn á heimsvísu. Með því segir hann að skapist markaður fyrir alla þá orku sem djúpboranirnar eigi að skila, en eins þykir Sigþóri fýsilegt að horfa í náinni framtíð til vindorkunnar, sem er sú vistvæna orkuframleiðsla sem vex hraðast í heiminum um þessar mundir. MÞÞ Getur vistvæn áburðarframleiðsla orðið að stóriðju á Íslandi? – Ef við framleiddum vetni fyrir áburðarframleiðslu með rafgreiningu í stað þess að flytja inn áburð sem framleiddur er með jarðefnum myndum við spara sem svarar til eyðslu um 20 þúsund vetnisbíla, segir prófessor í efnafræði Sigþór Pétursson prófessor í efna- fræði við Háskólann á Akureyri. Dagana 12. til 13. júní sl. sótti ég, fyrir hönd BÍ, stjórnarfundi COPA og COGECA í Brussel. COPA eru samtök bændasam- taka innan Evrópusambandsins en COGECA eru samtök fram- leiðendasamvinnufélaga innan þess. Ísland og Noregur eru með aukaaðild að samtökunum ásamt fleiri löndum utan EB. Nánari upplýsingar um samtökin má finna á vef þeirra http://www. copa-cogeca.be Á stjórnarfundum eru gerðar ályktanir um mál og veittar umsagn- ir um stefnu og stjórnvaldsfyrirmæli ESB. Einnig er stefnumörkun sam- takanna ákvörðuð og rætt um það sem helst brennur á mönnum. Hér birtast áherslur bænda í Evrópu og kemur glögglega fram mismunur á áherslum landanna eftir stöðu landbúnaðar í hverju landi fyrir sig og var áberandi munur á afstöðu útflutningsríkja eins og Danmerkur annars vegar og svo innflutn- ings- og framleiðslulanda eins og Finnlands, Svíþjóðar og Frakklands hins vegar, sem er mjög í mun að verja innlenda framleiðslu, sér- stöðu, fjölbreytileika og dreifbýli sinna landa. Einnig er áherslumun- ur á milli COPA og COGECA í sumum málum og því ekki alltaf hægt að gefa út sameiginlegar yfir- lýsingar þeirra. Mjög fróðlegt er að sitja þessa fundi þar sem taka má púlsinn á stöðu landbúnaðar innan Evrópusambandsins. Fyrir fundunum lágu ályktanir og umsagnir til afgreiðslu og voru þar fyrirferðamestar ályktanir um notkun erfðabreyttra afurða, eit- urefna og afurða af klónuðum dýrum til matvælaframleiðslu og fóðurs, þar sem unnið er að stefnu- mörkun Evrópusambandsins í þess- um málum nú um stundir. Í grófum dráttum er niðurstaðan sú að evr- ópskir bændur telja að stíga þurfi varlega til jarðar með sjálfbærni landbúnaðar og varðveislu land- gæða að leiðarljósi. Ekki megi þó leggjast gegn vísindalegri og lækn- isfræðilegri notkun tækninnar. Evrópskir bændur vilja flestir banna notkun afurða af klónuðum dýrum til matvælaframleiðslu og setja miklar skorður við notkun erfðabreyttra afurða. Einnig leggja þeir mikla áherslu á innihalds- og upprunamerkingar svo neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun og að útlit og innihald merkja verði samræmt fyrir sambandið. Miklar umræður spunnust um merking- arnar, en útflutningsríkin með Danmörk í fararbroddi telja mik- ilvægt að einungis sé skylda að merkja Evrópusambandið sem upp- runaland en að það verði valkvætt að tilgreina land innan þess. Einnig að það sé óbreytt að einungis sé skylda að merkja síðasta vinnslu- land. Framleiðslulönd með Frakka í forystu telja hins vegar að merk- ing á upprunalandi sé nauðsynlegt til að gefa neytendum val og luku máli sínu eftir mikið þjark á því að spyrja menn hvort líklegt væri að bændur fari að framleiða evrópskt rauðvín. Um notkun erfðatækni var áherslumunur á afstöðu bændasam- takanna sem leggjast gegn notkun slíkra afurða á meðan samvinnu- félögin vildu hafa sveigjanleika í þeim málum, sérstaklega vegna sam- keppnishæfni við landbúnað utan Evrópusambandsins. Hér vildu út- flutningsríki einnig meira frjálsræði. Til umræðu var einnig umsögn vegna endurskoðunar á landbún- aðarstefnu Evrópusambandsins (CAP Health Check), kynning á stöðu Doha-lotunnar innan WTO og yfirlýsing samtakanna vegna matvælaverðs ásamt fleiri atriðum. Umræður um þessi mál voru mjög fyrirferðamiklar og kom glögglega í ljós að helsta áhyggjuefni evrópskra bænda er nákvæmlega það sama og íslenskra, mikill óstöðugleiki á mörkuðum, hækkandi aðfangaverð, eldsneytisverð, spákaupmennska og einokunarstaða stórra alþjóð- legra fyrirtækja og verslanakeðja sem halda verðlagi búvara niðri. Þetta leiði til aukins verksmiðjubú- skapar sem ekki taki tillit til dýra- velferðar, landgæða eða viðkvæmr- ar náttúru sem geri það að verkum að ekki fæst nægjanlegt lífsvið- urværi af hefðbundnum búskap. Það valdi flótta úr stéttinni, hnign- un dreifbýlis, minni fjölbreytileika og fækkun vörutegunda sem útrými smám saman sjálfbærum fjöl- skyldubúrekstri. Miklar umræður urðu um hækkanir á aðföngum og alltof lágt matvælaverð. Í mörgum ríkjum er verðið til bænda komið undir framleiðslukostnað og eru margir bændur komnir í veruleg vandræði sem veldur flótta úr stétt- inni. Sérstaklega á þetta við um svínarækt og mjólkurframleiðslu. Rætt var um þörf á samstöðu meðal bænda vegna hækkana á aðföng- um og yfirgangs stóru aðilanna á markaðnum. Í þessu sambandi var sérstaklega horft til breytinga á matvælaframboði í heiminum, matvælaöryggis og gæða matvæla, sem væri í mikilli hættu ef stefnu- breyting yrði ekki í þessum málum. Töldu menn furðulegt að þetta breytta umhverfi hefði ekki haft áhrif á stefnuna í WTO samninga- viðræðunum. Höfðu menn einnig miklar áhyggjur af því að þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið á land- búnaðarstefnu Evrópusambandsins hafa verið sniðnar að langtíma- markmiðum WTO. Það þýðir að sífellt aukinn hluti styrkjanna fer í dreifbýlisstyrki óháða framleiðslu og vilja menn merkja að það sé farið að hafa neikvæð áhrif á mat- vælaframleiðsluna og þar með dreifbýlið, enda sé það landbún- aðarstarfsemi sem skapi byggð í dreifbýli en ekki öfugt. Sé þetta mikið áhyggjuefni ef tryggja eigi nægt framboð af heilbrigðum og góðum matvælum innan sambands- ins og tillögur Evrópusambandsins um endurskoðun á landbúnaðar- stefnunni muni ekki hjálpa til við að kljást við þær aðstæður sem bændur standa frammi fyrir nú um stundir. Á vef samtakanna má sjá frétta- tilkynningar sem samtökin hafa sent frá sér. Meðal annars um matvæla- verð, markaðsaðstæður og landbún- aðarstefnuna. Er þar farið fram á að stjórn Evrópusambandsins vakni upp af værum blundi og fara að huga að matvælaöryggi m.t.t. gæða og hreinleika afurða og lands og varðveislu sjálfbærs landbúnaðar. Þörf sé á að styrkja stöðu bænda í matvörukeðjunni og leggja áherslu á sjálfbæran landbúnað fyrir sann- gjarnt verð. Í fréttatilkynningu sem send var út eftir fundinn kemur meðal ann- ars fram að aukinn kostnaður valdi því að bændur hagnist ekki á hækk- uðu matvælaverði. Auk þess standi þeir frammi fyrir því að stórmark- aðir séu sífellt að þrýsta niður innkomu þeirra af verði matvæla sem sé of lítil fyrir. Staða bænda í minna þróuðum ríkjum sé jafnvel sýnu verri og að það sé greinilega eitthvað mikið að í heiminum þegar stór hluti þeirra sem lifi við fátækt séu jafnframt bændur. Það verði að viðurkennast að tími lágs matvælaverðs sé liðinn. Eigi fæðu- framboð í framtíðinni að fylgja eft- irspurn verði stjórnvöld að tryggja bændum um heim allan viðunandi aðstæður og kjör til framleiðslu og fjárfestinga. Stjórnvöld verða að tryggja bændum viðunandi kjör – var niðurstaða stjórnarfunda tveggja evrópskra bændasamtaka Jóhanna Lind Elíasdóttir ráðunautur Bændasamtaka Íslands jle@bondi.is Alþjóðasamskipti bænda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.