Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 29
30 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Hugtakið „velferð búfjár“ nýtur vaxandi athygli í umræðu um landbúnað víða um heim, ekki síst meðal neytenda. Sýnt hefur verið fram á að vanlíðan og sjúk- dómar draga úr afurðasemi gripa og auka þannig kostnað búsins. Í Evrópu fór fyrir nokkrum árum af stað stórt rannsóknarverk- efni, Welfare Quality (http:// www.welfarequality.net), sem gengur út á þróun aðferða við mat á velferð, aðbúnaði og líðan nautgripa og annarra búfjár- tegunda. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur síðan í febrúar sl. unnið að samskonar verkefni hér á landi í samvinnu við vísindamenn í Evrópu, þ.e. rannsókn á velferð mjólkurkúa í lausagöngufjósum. Vonast er til að niðurstöður verk- efnisins gefi í fyrsta sinn yfirlit yfir aðbúnað og líðan mjólkurkúa í lausagöngufjósum hér á landi og dragi fram þau atriði sem helst er þörf á að bæta. Eitt af aðal- atriðum í Evrópuverkefninu er að skoða umhverfi gripanna og hvernig umhverfið hefur áhrif á atferli og líkamlegt heilsufar þeirra. Íslenska verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Aðferðir við rannsóknina hér á Íslandi eru þær sömu og í Evrópu- verkefninu Welfare Quality. Tengi- liður LbhÍ við Evrópuverkefnið og sérstakur ráðgjafi í verkefninu hér á landi er Dr. Christoph Winckler frá Austurríki. Verkefnisstjórn skipa Emma Eyþórsdóttir, dósent við LbhÍ, Grét- ar Hrafn Harðarson, dýralæknir og tilraunastjóri á Stóra-Ármóti og Unnsteinn S. Snorrason, ráðunaut- ur hjá Bændasamtökum Íslands. Gagnasöfnun er í umsjón Andreu Rüggeberg, sem lauk meistaraprófi í búvísindum frá LbhÍ vorið 2007, en hún stundaði nám sitt að hluta í Vínarborg undir leiðsögn Dr. Winckler. Verkefnið felst í því að heimsótt voru u.þ.b. 50 kúabú víða um land- ið á tímabilinu apríl til júní og verða þau heimsótt aftur í haust eftir að beitartíma kúnna lýkur. Búin í verk- efninu voru valin tilviljunarkennt úr hópi búa með lausagöngufjós og var skipting milli fjósa með mjalta- bása og mjaltaþjóna miðuð við raunhlutföll. Bændur voru síðan spurðir hvort þeir vildu taka þátt og voru undirtektir mjög jákvæðar og þátttaka mjög góð. Á búunum var fylgst með atferli kúnna og félagslegri hegðun þeirra í 2 tíma. Kýr voru einnig skoðaðar nákvæmlega, holdafar þeirra og hreinleiki metinn, einnig breytingar á skrokknum (t.d. hárlausir blettir og sár), ástand klaufa og göngulag, svo eitthvað sé nefnt. Einnig voru gerðar ýmsar mæl- ingar í fjósinu, t.d. á stærð bása, átsvæðis og göngusvæðis, birtu í fjósinu og aðbúnaði fyrir burð. Tekin voru viðtöl við bændurna, m.a. um vinnuhætti á búunum. Bændur voru auk þess beðnir um að halda sjúkdómaskrá yfir heilt ár til að kanna hvort sjúkdómar tengdust ákveðnum aðstæðum. Með þeirri skráningu fæst vonandi vísir að upplýsingum um tíðni helstu sjúk- dóma í nautgripum hérlendis, sem ekki hafa verið teknar saman fyrr. Bændur voru jákvæðir gagnvart verkefninu, tekið var vel á móti rannsóknarmanni alls staðar og heimsóknirnar í alla staði ánægju- legar. Ekki fer á milli mála að það var mjög fróðlegt, áhugavert og skemmtilegt að koma á svona mörg bú, kynnast fólkinu þar og sjá ýmsar útfærslur af fjósum. Of snemmt er að segja til um niðurstöður, þar sem enn er verið að tölvuskrá gögn um mælingar í fjósum. Almennt er hægt að segja að nýbyggingar einkennist af góðu rými fyrir kýrnar, fjósin eru björt og oft vel hönnuð. Gömul fjós sem hefur verið breytt eru einnig oft vel heppnuð, en stundum er frek- ar þröngt um kýrnar. Fyrstu nið- urstöður um mat á kúnum sjálfum (1.716 kýr) sýna að klaufhirðu er víða ábótavant, þ.e. klaufinar eru einfaldlega of langar. Þetta vanda- mál er hins vegar nokkuð svæð- isbundið og er ástandið sýnu betra á Suðurlandi og Vesturlandi, þar sem klaufsnyrtibás er kominn í notkun. Ekki er mikið af höltum kúm í fjós- um, en það kemur þó fyrir. Legusár eða hárlausir blettir á hæklum eru nokkuð algengir en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður þeir koma helst upp. Hreinleiki kúa er einnig mjög breytilegur, allt frá því að þær séu alveg hreinar og upp í það að vera áberandi skítugar. Eins og áður var sagt verða búin heimsótt aftur í haust og eftir það fer úrvinnslan af stað af fullum krafti. Án efa verður spennandi að sjá hvernig heildarútkoman verð- ur úr rannsókninni og hvernig mat á velferð kúa í íslenskum fjósum kemur út í samanburði við önnur lönd. Velferð mjólkurkúa í lausa- göngufjósum á Íslandi Höfundar: Andrea Rüggeberg, Emma Eyþórsdóttir, Grétar Hrafn Harðar- son og Unnsteinn S. Snorrason Landbúnaðarháskóla Ís- lands og Bændasamtökum Íslands 1. mynd. Andrea að störfum að fylgjast með atferli kúnna. 2. mynd. Kýr sem sleikja hvor aðra – sýnir gott samkomulag og vellíðan. 3. mynd. Of langar klaufir valda rangri fótstöðu og vanlíðan, sem dregur úr nyt ef ástandið er viðvarandi. 4. mynd. Yfirlitsmynd úr fjósi – rólegt andrúmsloft og hreinar kýr. Á næstu dögum kemur út skýrsla með niðurstöðum við- tala sem tekin voru við 75 ábú- endur á 46 býlum síðastliðið sumar í rannsóknarverkefninu Litróf landbúnaðarins. Verk- efnið hlaut 40 ára afmælisstyrk Framleiðnisjóðs landbúnaðar- ins vorið 2007 og er efni rann- sóknarinnar fjölþættur land- búnaður á Íslandi. Viðtölin voru undirbúningur að víðtækari könnun, sem nú er unnið að, á atvinnustarfsemi í sveitum landsins. Leitast var við að ræða við bændur sem höfðu fitjað upp á nýjungum í starfsemi sinni. Viðtölin leiddu í ljós að það er síður en svo neinn uppgjaf- artónn í fólki til sveita. Vissulega komu fram áhyggjur af afkomu, til að mynda í sauðfjárbúskap, eins og heyra mátti á bónda á Vesturlandi: „Lambakjöt er í raun og veru tvístyrkt, annars vegar af ríkinu og síðan af bóndanum sjálfum. Hann fær sér vinnu til þess að geta stundað lambakjöts- framleiðslu.“ Á hinn bóginn hafa margir bændur sýnt veru- lega hugkvæmni við að treysta afkomu sína og nýta gæði lands- ins við breyttar aðstæður. Bóndi á Norðurlandi eystra komst til dæmis svona að orði þegar rætt var um möguleika í atvinnu- starfsemi á hans slóðum: „Ég held að þessar dreifðu byggðir og útkjálkar eigi framtíðina fyrir sér í ferðaþjónustu. Þetta er orðið svo yfirhlaðið að það verður að fara að dreifa þessu.“ Um miðjan júlí verður spurn- ingalisti sendur út til 850 býla víðsvegar um landið og við úr- vinnslu þeirra verður lögð sérstök áhersla á breytileika milli svæða. Bændur eru eindregið hvattir til að taka þátt í könnuninni og miðla af reynslu sinni og viðhorfum. Með góðri þátttöku fæst áreiðanlegur upplýsingagrunnur, sem nýst getur til framtíðarstefnumótunar í land- búnaðar- og byggðamálum. Forsvarsmenn verkefnisins eru þrír kennarar í landfræði við Háskóla Íslands, þau Anna Karls- dóttir, Karl Benediktsson og Magnfríður Júlíusdóttir. Menningar- og fræðslunefnd Öxarfjarðarhrepps leggur til að skólaárið 2008-2009 verði starf- ræktar tvær skólastofnanir við Öxarfjörð. Öxarfjarðarskóli verði starfræktur í Lundi og sinni þjónustu við börn á leik- og grunnskólaaldri, allt frá 12 mánaða til loka grunnskóla. Kópaskersskóli verði starfrækt- ur á Kópaskeri og sinni þjónustu við börn á leik- og grunnskóla- aldri, allt frá 12 mánaða til loka miðstigs grunnskóla. Þetta kemur fram í tillögu nefndarinnar um skólahald á svæði Öxarfjarðarskóla og Krílakots fyrir næsta skólaár. Tillagan var samþykkt samhljóða. Einn fund- armanna, Kristbjörg Sigurðardóttir, gerði grein fyrir atkvæði sínu en í bókun hennar segir að í ljósi aðstæðna verði að líta á tillöguna sem ákveðinn sigur fyrir nem- endur og foreldra á Kópaskeri „í trausti þess að hægt verði að starf- rækja Kópaskersskóla veturinn 2008-2009“. Tvær skólastofnanir við Öxarfjörð næsta vetur Litróf landbúnaðarins – rannsókn á fjölþættu hlutverki landbúnaðar á Íslandi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.