Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 19
19 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 N1 Akranesi 431-1379 KM. Þjónustan Búardal 434-1611 Dekk og smur Stykkishólmi 438-1385 Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi 437-1192 Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451-1145 Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456-3501 Bifreiðav. Gunnars Klaustri 487-4630 Framrás Vík 487-1330 Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486-1250 Vélaverkstæðið Iðu 486-8840 Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482-2151 Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483-4299 Bílaþjónustan Hellu 487-5353 Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási ,Hellu 487-5906 Hvolsdekk Hvolsvelli 487-8005 Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475-6616 Vélsmiðja Hornafjarðar 478-1340 Bíley Reyðarfirði 474-1453 Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477-1169 N1 Mosfellsbæ 440 1378 N1 Réttarhálsi 440 1326 N1 Fellsmúla 440 1322 N1 Reykjavíkurvegi 440 1374 N1 Ægissíðu 440 1320 Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456-3033 Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456-7652 Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga 451-2514 Kjalfell Blönduósi 452-4545 Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452-2887 Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452-2689 Pardus Hofsósi 453-7380 Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453-6474 Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455-4570 B.H.S. Árskógsströnd 466-1810 Bílaþjónustan Húsavík 464-1122 N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði 440 1372 Skagafirði Kaffihlaðborð á Sölva-Bar markaðsdagana. Markaður aftur: mán. 4. og sun. 10. ágúst Dráttarvéladagur á Hvann- eyri og áttræð Hvítárbrú Nú eru 90 ár liðin frá því fyrsta dráttarvélin kom til Íslands. Það var árið 1918: Amerísk var drátt- arvélin, af gerðinni Avery, 16 hestöfl. Þórður Ásmundsson kaupmaður og fleiri frumkvöðlar á Skipaskaga keyptu hana, enda hefur hún lengi síðan verið nefnd Akranesstraktorinn. Í mörgu hafa dráttarvélarnar breyst þótt meginform þeirra hafi staðist tönn tímans. Í dag geta fáir bændur verið án dráttarvélar. Landbúnaðarsafn Íslands mun halda upp á áfang- ann með dagskrá laugardaginn 9. ágúst nk. – með Dráttarvéladegi á Hvanneyri. Dagskrá mun standa kl. 11-16. Meðal annars mun þar mega sjá í svip nokkr- ar elstu og yngstu dráttarvélar landsins og brugðið verður á leik með dráttarvélum. Um þessar mundir er mikill áhugi fyrir gömlum dráttarvélum. Margir safna þeim og margir hafa unnið merkilegt starf við endurgerð þeirra og varð- veislu. Landbúnaðarsafn Íslands vill vekja athygli á þessu starfi, sem sannarlega er hluti af varðveislu íslenskrar menningarsögu, með því að bjóða þeim, er vilja, að koma með fornvélar sínar til sýningar á Hvanneyri á Dráttarvéladaginn. Fleira verður gert til hátíðarbrigða eins og nánar verður kynnt, sjá m.a. www.landbunadarsafn.is Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, GSM 894 6368, svarar fyrir Dráttarvéladaginn. Í beinu framhaldi af dagskrá Dráttarvéladagsins, kl. 16, verður samkoma við Hvítárbrú hjá Ferjukoti í tilefni af því að í haust verða liðin 80 ár frá því brúin var vígð. Brúin var mikið mannvirki á sinni tíð og gerbreytti samgöngum um Borgarfjarðarhérað. Enn heldur brúin sínu fulla gildi sem samgöngumann- virki. Það eru Laxveiði- og sögusafnið í Ferjukoti og Vegagerðin sem fyrir dagskránni standa. Nánari upp- lýsingar veitir Þorkell Fjeldsted bóndi í Ferjukoti, s. 437 0082. Páll Ásgeir Ásgeirsson er ágætis blaðamaður sem í seinni tíð hefur getið sér gott orð fyrir ferða- bækur af ýmsu tagi. Hann hefur leiðbeint fólki um landið, jafnt göngufólki sem fjórhjólafíkl- um, skrifað um Hornstrandir og hálendið, auk þess að gefa út almennar upplýsingar fyrir úti- vistarfólk. Nú er hann enn á ferð- inni með nýja bók. Hvort hann vill höfða sérstak- lega til framhaldsskólanema með heiti bókarinnar skal ósagt látið, en nýja bókin heitir 101 Ísland Áfangastaðir í alfaraleið. Kannski er skýringin á nafninu einfaldlega sú að í bókinni lýsir Páll 101 stað á Íslandi og er þeim nokkuð sam- viskusamlega dreift um landið. Staðirnir eiga það sameiginlegt að liggja allir vel við hinum almenna ferðamanni, það þarf sjaldnast að leggja á sig miklar þrekraunir og vosbúð til að komast þangað, þeir eru kannski ekki við Hringveginn en ekki svo ýkja langt frá honum. Í inngangi segir höfundur að hann hafi vísvitandi sniðgeng- ið vinsælustu og frægustu ferða- mannastaði Íslands en valið staði sem sumir hverjir „leynast á bak við eina setningu í bókum, aðrir fela sig í munnlegri geymd heima- manna á frekar litlu svæði“. Hann bætir því við að vissulega ráði persónulegur smekkur og afstaða höfundar valinu og eflaust séu til margir staðir sem hefðu getað sómt sér vel í svona bók en eru þar ekki. Hvað sem því líður þá er bókin ágætlega notendavæn. Hver staður fær eina opnu þar sem Páll Ásgeir segir frá staðháttum og sögu í af- slöppuðum tóni, gjarnan krydd- að kveðskap. Kort eru af hverjum landshluta og við hvern stað er kort af nærsvæði hans. Einnig eru upp- lýsingar um það hvernig best er að komast á staðinn eftir vegakerfinu. Fremst í bókinni eru listar yfir ýmislegt sem Páll Ásgeir vill vekja athygli á, einskonar topp tíu-list- ar yfir athyglisverða staði. Þar er að finna lista yfir uppeldisstöðvar þekktra Íslendinga í nútímanum, dvalarstaði skrímsla og guðshús sem gott er að heimsækja. Og á landshlutakortunum eru líka ábend- ingar um áhrifamikil augnablik sem hægt er að upplifa í viðkom- andi landshluta. Á kortinu yfir Norðurland er svo listi yfir drauga undir heitinu: 10 Norðlendingar sem þú hittir vonandi ekki. Án þess að þessi klausa geti á nokkurn hátt flokkast sem bók- ardómur þá er samt hægt að slá því föstu að 101 Ísland Áfangastaðir í alfaraleið verður örugglega með í för undirritaðs í upprennandi sum- arleyfi. –ÞH 101 Ísland Áfangastaðir í alfaraleið Nýstárleg ferðabók eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson Höfundurinn faðmar tré í Guttorms- lundi. Forsíða bókarinnar 101 Ísland Áfangastaðir í alfaraleið.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.