Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Rúnar Ingi Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Austurlands, er að hefja býflugna- rækt á Kleppjárnsstöðum í Hró- arstungu, en nokkrir aðilar hér á landi hafa verið með býflugna- rækt og gengið misjafnlega. Í samtali við Bændablaðið seg- ist Rúnar vera alger byrjandi í faginu, þessari flugu hafi skotið niður í kollinn á sér, eins og hann orðar það, og hann hafi slegið til. Hann segist bæði hafa lesið sér til um býflugnarækt og eins hafi hann haft samband og leitað ráða hjá fólki sem hafi stundað býflugnarækt hér á landi. Hann segir að í raun sé býflugnarækt flókin og erfið búgrein hér, eink- um yfir veturinn, því eitt það erf- iðasta við ræktina sé að halda lífi í flugunum á þeim tíma. Ýmsar aðferðir reyndar Þeir sem stundað hafa býflugna- rækt hér á landi hafa reynt ýmsar aðferðir til að halda lífi í flugunum yfir veturinn. Menn hafa geymt býflugnabúin í skúrum og úti undir beru lofti en afföllin vilja verða mikil, sem er afar slæmt, vegna þess að nauðsynlegt er að búin séu nægilega öflug að vori til þess að flugurnar geti tekist á við lífsbar- áttuna. Sömuleiðis þurfa búin að vera vel undir veturinn búin og ná ákveðinni stærð til þess að geta tek- ist á við hann. „Ég held að það sé í rauninni best að geyma flugnabúin í kart- öflugeymslum þar sem er stöðugt umhverfi og góð loftræsting,“ segir Rúnar. Varðandi hunangsframleiðsl- una er bara ein uppskera á ári, á haustin. Hægt er að taka nokkra ramma úr á öðrum tímum, en aðal uppskeran verður alltaf að hausti. Býflugurnar ganga frá hunanginu til geymslu í 660 hólfum, því það er forðabúr þeirra fyrir veturinn. Þess vegna þarf að gefa flugunum yfir veturinn, sé mikið af hunang- inu tekið, og er þar um að ræða sykurupplausn. Hvít föt og reykur Býflugnaræktendur klæðast alltaf hvítum fötum og eru gjarnan með tæki sem gefur frá sér hvítan reyk. Rúnar segir hvorttveggja vera eins- konar brögð til að leika á flugurnar. Ástæðan fyrir hvíta litnum á föt- unum er sú að býflugurnar eiga sér bara einn óvin í náttúrunni, en það er skógarbjörn og hann er dökkur. Þær fara síður í hvíta litinn. Með reyknum er verið að líkja eftir skógareldi. Þegar býflugurnar sjá reykinn upplifa þær skógareld. Þá rjúka þær í hunangið til að búa sig undir það versta, róast mjög mikið við það og þá verður viðráðanlegra fyrir menn að fást við búið þegar verið að fylgjast með því, en það verður að gera reglulega. Ákveðin rútínuvinna er unnin yfir sumarið. Þá er verið að líta eftir því hvort fleiri drottningar séu að koma, en það vilja menn ekki. Sömuleiðis er litið eftir því hvort auka þurfi rúm- málið hjá þeim, hvort þörf sé á að fóðra þær og annað almennt eftirlit. Rúnar Ingi er með tvö býflugna- bú. Hann segist renna nokkuð blint í sjóinn með hve miklu af hunangi hann geti búist við í haust. Hann segir dæmi þess að eitt bú hafi gefið af sér um 60 kg af hunangi að hausti, en líka eru dæmi um það að þrjú bú hafi aðeins gefið af sér 5 kg. Það er svo ótalmargt sem skipt- ir máli í þessu. Til að mynda hvern- ig vöxturinn er í búinu og hversu öflug drottningin er, en með henni þarf að fylgjast alveg sérlega vel. Umhverfið skiptir líka máli, það er að segja gróðurfarið í landinu og líka tíðarfarið. Það skiptir líka miklu máli að flugveður sé, þ.e. ekki rok eða rigning, því þá stöðv- ast allt flug hjá býflugunum. Hlutverk drottningarinnar Aðspurður hvert sé hlutverk drottn- ingarinnar í býflugnabúi segir Rúnar Ingi að hún sé alveg númer eitt, því hún stjórni öllu í búinu. Býflugnabú er mjög feminískt sam- félag, því karlflugurnar hafa bara eitt hlutverk og síðan ekkert meira. Þegar drottningin verður kynþroska fer hún út úr búinu og makast við fullt af karlflugum, finnur sér síðan stað og stjórnar þaðan. Ástæða þess að menn vilja ekki hafa nema eina drottningu er sú, að ef þær eru fleiri eiga þær til að rífa með sér margar þernur og um leið minnkar afkastageta bús- ins. Drottningin verpir eggjum og þernurnar sjá henni algerlega fyrir fæðu og vatni, því hún fer aldrei út úr búinu. Þernurnar hafa mismun- andi hlutverk í búinu. Sumar sjá um að búa til hólf, aðrar hugsa um ungviðið og enn aðrar hugsa um drottninguna. Sumar þernur hafa það hlutverk að sækja frjó til bús- ins, sem síðan er uppistaðan í hun- angsframleiðslunni. Drottningin sjálf getur verið fjölær, eða allt að þriggja til fjög- urra ára og allar þernurnar í búinu eru dætur hennar. Nauðsynlegt er fyrir býflugnaræktendur að þekkja drottninguna úr og drottningafram- leiðendur merkja þær gjarnan með lit, eins og til að mynda naglalakks- dropa. Þær eru aðeins öðruvísi en þernurnar og glöggir býflugna- bændur þekkja þær úr. Merkileg líffræði Rúnar segist ekki vera sérstakur hunangsneytandi en hafa mikinn áhuga fyrir þessari ræktun og þá alveg sérstaklega því að „vetra“ býflugurnar, sem kallað er, en það er að halda þeim lifandi yfir vet- urinn. Og til þess að auka líkurnar á því segist hann ekki munu taka mikið af hunanginu í haust. Sé það gert verður að svara því á móti með fóðrun, því býflugur fara ekki í dvala yfir veturinn. Þær hnappa sig saman í stóra hrúgu og halda þann- ig ákveðnu hitastigi inni í miðjum kjarnanum, þar sem þær skiptast á um að dvelja. Rúnar segir að um merkilega líffræði sé að ræða hjá býflugun- um. Hann nefnir enn eitt dæmið og segir þær hafa ákveðin tjáskipti. Á morgnana fara ákveðnar þern- ur, undanfarar, af stað út og leita uppi staði sem eru vænlegir til að sækja frjó. Síðan koma þær til baka og dansa þá fyrir aðrar þernur og er þessi dans ákveðið táknmál, en með honum benda þær þernunum, sem sækja í búinu, í hvaða átt þær eiga að fljúga og hve langt. „Og það sem er enn merkilegra er að Bandaríkjamaður, sem hefur lagt sig eftir að kanna líf býflugna, hefur fundið það út hvað hvert spor hjá undanförunum táknar. Býflugan er því fyrsta dýrið sem menn hafa getað skilið táknmál hjá. Menn vita að hvalir og fleiri dýr gefa frá sér ákveðin tjáskipti, en menn hafa ekki lært að skilja þau ennþá,“ sagði Rúnar Ingi Hjartarson. S.dór Býflugnarækt að hefjast á Austurlandi Býflugnabú er merkilegt samfélag Býflugnabúið í skóginum. Það er eins gott að vera vel varinn þegar átt er við flugurnar og hafa reyk sem róar þær. Það er setinn Svarfaðardalur í kössunum en á þessum spjöldum safna flugurnar hunanginu. Dagamunur verður gerður í Landbúnaðarsafni Íslands á Íslenska safnadeginum, sunnu- daginn 13. júlí nk. Safnið verð- ur opið á hinum venjulega sumarsýningartíma, kl. 12-17. Aðgangur að safninu þennan dag verður ókeypis en frjáls framlög til eflingar safnsstarf- inu þakksamlega þegin. Um kl. 13.30 mun lest Fergu- son-dráttarvéla á ýmsum aldri undir stjórn þeirra Hauks Júlíus- sonar og Erlendar Sigurðssonar leggja af stað frá safninu og aka um Andakíl. Á Safnadaginn í fyrra voru einar 16 vélar með í Andakílsakstrinum. Búist er við enn fleiri þátttakendum nú. Kl. 14 verður lagt af stað í Engjagöngu frá safninu. Leið- sögumenn verða Bjarni Guð- mundsson, Björn Þorsteinsson og fleiri. Gengið verður um Hvann- eyrarengjar og sagt frá náttúru þeirra, nýtingarsögu og nánasta umhverfi. Gangan mun taka lið- uga klukkustund. Með alþekktum kartöflusöng og fleiru verður að Engjagöngunni lokinni opnuð sýningin Kartaflan á Íslandi í 250 ár sem sett hefur verið upp í Landbúnaðarsafninu. Aðalhöfundur efnis sýningarinn- ar er Magnús Óskarsson fyrrv. yfirkennari á Hvanneyri en starfs- menn safnsins settu sýninguna upp. Þar er í máli, myndum og með gripum stiklað á merkri sögu kartöflunnar á Íslandi. Kartöflufræðsla verður veitt og kartöfluveitingar fáanlegar. Leiðsögn verður fyrir gesti Landbúnaðarsafnsins. Ullarselið verður opið en þar er mikið úrval vandaðra nytja- og listmuna úr ull og öðrum íslenskum hráefn- um. Kjörið er líka að ganga um Gamla staðinn á Hvanneyri og njóta byggingarlistar brautryðj- endanna Rögnvaldar Ólafssonar og Guðjóns Samúelssonar í svip skólahúsanna sem öll eru frá fyrstu áratugum síðustu aldar. Safnadagurinn á Hvanneyri sunnudaginn 13. júlí Myndina tók Björn Þorsteinsson. Jóhannesi Ellertsson kennara á Hvanneyri slá með Farmal Cub á Hvanneyrarfit sumarið 2006 ,,Kátt í Kjósinni“ Opinn dagur í Kjós „Kátt í Kjós“ verður laugadaginn 19. júlí. Átta til tíu aðilar bjóða gestum heim á staði sína. Þetta er í annað sinn sem Kjósarhreppur stendur fyrir deg- inum, en í fyrra tókst hann með ágætum og er talið að um þrjú þús- und manns hafi heimsótt hreppinn að þessu tilefni. Staðirnir sem hafa tilkynnt þátttöku eru: Hvammsvík, Neðri- Hálsi, Kaffi Kjós, Hurðabak – dýra grafreitur, Eyjum II, Kiðafell, Eyrarkot, Miðdalur, Reynivellir og Félagsgarður. Í Félagsgarði verð- ur alvöru sveitamarkaður þar sem vörur úr sveitinni verða kynntar og seldar af yfir 20 aðilum. Úti á íþróttarvelli verður eitt stærsta naut landsins, folaldshryssa, sýning í hundafimi og kassaklifur. Þá bíður Veiðikortið uppá fría veiði í Meðalfellsvatni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.